Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1964, Blaðsíða 12

Ægir - 15.12.1964, Blaðsíða 12
398 ÆGIR 1939, en lögðust niður á stríðsárunum. Að undanteknu fyrsta árinu, þar sem ef til vill var um einhverja byrjunarörðug- leika að ræða, var ársveiðin á bát á milli 40 og 50 hvalir og var greinilegt að stofn- inn hafði rétt allmikið við á þeim 20 ár- um, sem hann var friðaður af íslendinga hálfu. Hinsvegar er ekki hægt að tala um aigera friðun stofnsins á þessu tímabili, því Norðmenn byrjuðu hvalveiðar frá móðurskipum í Norður-Atlantshafi árið 1929 og veiddu m.a. talsvert af hval á hin- um gömlu veiðisvæðum við ísland. Á ár- unum 1929—1934 nam heildarveiði þeirra 243 steypireyðum og 2348 langreyðum. Það er því ekki hægt að segja að hval- stofninn við Island hafi verið alfriðaður í meira en 14 ár. Hinsvegar lögðust þessar móðurskipaveiðar Norðmanna niður eftir 1934 og hafa ekki verið stundaðar síðan. Heildarveiði Islendinga á árunum 1935- 1939 nam alls 469 hvölum, af því voru 30 steypireyðar og 375 langreyðar. Hlutfall- ið milli þessara tveggja tegunda var því mjög líkt í veiði íslendinga og móður- skipaveiði Norðmanna. Hvalveiðar hér við land lögðust niður í seinni heimsstyrjöldinni eins og fyrr seg- ir, en hófust að nýju árið 1948 er hval- veiðistöðin í Hvalfirði hóf starfsemi sína. Á ái’unum 1948—1964 hafa alls verið skotnir 6429 hvalir hér við land. Flest er af langreyð, 4011 eða 64% af heildar- fjöldanum. Þá kemur búrhvalur, 1347 eða 21,0%. Af sandreyð hafa fengizt 902 eða 14,0% og loks af steypireyð 163 eða 2,5%, en þessi tegund var friðuð árið 1960. Loks hafa veiðzt 6 hnúfubakar, en þessi tegund var friðuð árið 1955. Eins og kemur fram á 2. mynd hafa verið allverulegar sveiflur í veiði hinna einstöku tegunda og er því nauðsynlegt að athuga hverja tegund fyrir sig. Langreyður: Á 3. mynd eru sýndir veiðistaðir langreyðar á árunum 1961-64. Öllu hafsvæðinu umhverfis Island er skipt í reiti, sem eru að stærð ein lengdargráða og hálf breiddargráða og auk þess er hverjum reit skipt í fjóra smáreiti, a, b, c og d og er á þennan hátt vitað mjögná- kvæmlega um veiðistað hvers einasta hvals, sem skotinn hefur verið við ísland síðan árið 1951. Eins og kemur fram á myndinni hefur veiðisvæðið, þessi árin aðallega verið djúpt úti af Faxaflóa og Breiðafirði, en þó eru nokkrar sveiflur í þessu frá ári til árs. — Á s.l. hvalvertíð veiddist svo til enginn hvalur úti af Reykjanesi eins og var mjög einkennandi fyrstu árin eftir að stöðin tók til starfa. Aðalveiðin fór fram djúpt úti af norðan- verðum Breiðafirði, en í þessari grein 2. niynd. Árleg veitSi ein- stakra tegunda af hval viS ísland áárunuml948- 1964.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.