Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.12.1964, Qupperneq 9

Ægir - 15.12.1964, Qupperneq 9
ÆGIR 395 Jón Jðnsson, fidsifmSmgur: og fiskirannsóknir ) Hvalur og Hvalveiðar við ísland Árið 1883 hófu Norðmenn hvalveiðar við ísland. Reistu þeir hvalstöð við Álfta- fjörð og hét sá Thomas Amlie er veitti henni forstöðu. Upprunalega ætlaði hinn kunni norski hvalveiðimaður Svend Foyn að vera með í fyrirtækinu, en honum samdi ekki við yfirvöldin hér og dró sig því til baka, þótt hann væri búinn að flytja hingað talsvert af vélum og öðrum útbúnaði frá Finnmörku. Ástæðurnar fyrir því að Norðmenn fóru að stunda hvalveiðar hér við land voru margvíslegar. Hvalveiðarnar við Finnmörku sættu mikilli gagnrýni af hálfu fiskimanna og var af þeim sökum gert erfitt fyrir á ýmsan hátt; var rekst- urinn orðinn erfiður hjá sumum þeirra, m.a. vegna minnkandi veiði. Eins gerðu þeir sér grein fyrir, að hér væri um að ræða algerlega ónytjaðan stofn, sem miðað við reynsluna frá Finn- mörku, hlyti að geta gefið góðan arð. Thomas Amlie átti í miklum erfiðleik- um fyrstu árin, en með dugnaði og þraut- seigju tókst honum að vinna hér merki- legt brautryðjendastarf, er hinir, sem á eftir komu nutu góðs af. Árið 1889 reistu bræðurnir Hans og Andreas Ellefsen hvalveiðistöð í Önund- arfirði og varð það stærsta stöðin er Norðmenn ráku hér við land og stærri en aðrar stöðvar í Norður-Atlantshafi á þeim tíma. Voru 5 hvalveiðibátar gerðir út frá stöðinni. Árið 1890 settist hvalveiðifélagið „Viktor“ að í Dýrafirði, 1882 var stofnað félagið „Tálkni“ er reisti stöð í Tálkna- firði. í þessari grein er ekki viðlit að rekja nánar sögu norsku hvalveiðanna hér við land, heldur skal aðeins stiklað á stóru um gang sjálfra veiðanna, því þær eru skýrt dæmi um það, hvernig ótakmörkuð sókn megnaði að eyða blómlegum dýra- stofnum á nokkrum árum. — Því mið- ur eru upplýsingar um hinar einstöku tegundir í veiðinni af skornum skammti. Þó er greinlegt að fyrstu árin var mikið af steypireyð í aflanum. í hvalstöð Hans Ellefsens í önundarfirði var aflinn t.d. á árunum 1889—1900 1296 steypireyðar, 732 langreyðar, 17 sandreyðar og 126 hnúfubakar. Alls nam því steypireyður- in um 60% aflans að tölu til, en margfalt meira að magni, þar sem reiknað er með að ein steypireyður jafngildi 2 langreyð- um eða 6 sandreyðum. Undir lok aldarinnar var þó svo komið að bátarnir urðu að sækja lengra og lengra til fanga og árið 1900 flutti Ellef- sen stöð sína til Mjóafjarðar og brátt komu fleiri á eftir. Hin nýju svæði höfðu í för með sér nokkra aukningu heildarveiðarinnar árin 1901 og 1902 og seinna árið náði veiðin algeru hámarki og fengust þá samtals 1305 hvalir. Á 1. mynd er sýnd heildarhvalveiðin við ísland frá árinu 1883 og allt fram á vora daga. Eins og kemur fram á mynd- inni jókst veiðin jafnt og þétt allt fram til ársins 1902, og stafar það af síaukinni sókn; árið 1891 stunduðu t.d. 8 bátar veiðarnar, en 30 árið 1902. Það er greini- legt, að mjög dró úr aukningunni á árun- um 1896—1900 og á því tímabili lækkaði veiðin pr. bát úr 48 hvölum niður í 36. Hér eru því að koma í ljós fyrstu ein- kenni hnignunarinnar og fyrirboði þess, sem koma átti. í töflu 1 er m.a. sýndur bátafjöldinn í veiðinni á hverju ári og hve margir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.