Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1964, Side 61

Ægir - 15.12.1964, Side 61
ÆGIR 447 GEISLIHV A FISKI Aukið geymsluþol - hrdefnageymsla Ýmislegt hefur verið skrifað undanfar- ið um geislun á fiski og öðrum matvælum. Sumir telja, að þessi tæki geti gjörbreytt matvælaframleiðslunni í náinni framtíð, eins og oft er talið um nýjungar, þegar fyrst fréttist um þær. Hér á eftir er stutt yfirlit um þessa tækni og notagildi hennar við fiskiðnað, en víðtækar rannsóknir hafa farið fram á gildi hennar við geymslu matvæla í meira en áratug. Aðallega hafa þessar rannsóknir farið fram í Bandaríkjunum. Geislun matvæla er framkvæmd með því að skjóta svokölluðum gamma- eða beta-geislum í gegnum matvælin. — Gammageislarnir hafa þá eiginleika að geta smogið í gegnum og geislað jafnt í einu allt að 20—30 cm. þykkt lag af mat- vælum. Gammageislar fást aðallega úr úr- gangsefnum kjarnorkuofna, og þá aðal- lega úr Cobolt-60, sem hefur langa geislaendingu. Betageislana má aftur á móti framleiða með vissum raftækjum (Van der Graff, linear accelerator, Capa- citron, Dynamitron, o. s. frv.) og fá allt að 10—25 milljón volta geislahraða úr þeim. Því meiri sem geislahraðinn er, þeim mun lengra geta betageislarnir smogið inn í matvælin. Að jafnaði þarf um 2 milljón volta geislahraða til að geisla jafnt 1 cm. þykkt af matvælum, þ.e. 5 cm. þykk matvæli þyrftu um 10 milíjón volta geislahraða til jafnrar geislunar. Hættuleg geislun LD^q Staðbundin geislun, sem eyðir krabbameinsvefjum ííyðing spíramyndunar á kartöflum og laukum Eiyðing skordýra Lyðing myglusveppa Takmörkuð geislun á kjöti og fiski til að auka geymsluþolið Algjör gerrlsneyðing matvæla GEISLAMAGN ( RAD ) lOflOO 100,000 1,000,000 LD^o merkir líkamsgeislun, sem verður banvasn 50% af folki, sem verður fyrir henni Skýringartafla, sem sýnir álirif mismun- andi geislamagns.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.