Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1965, Side 11

Ægir - 01.10.1965, Side 11
Æ GIR 277 ið reka með ísnum. Hann hóf margra ára i'annsóknir á öllu því, sem gæti gefið nokkra vitneskju um feril þessa straums, °g sannfærðist hann æ betur um að hug- niynd hans væri rétt. I hafísnum við Austur-Grænland fund- ust oft, meðal annars, trjábolir, jurtaleif- ar, sandur, leir og jafnvel steingervingar, sem sannanlega höfðu borizt innan úr landi til hafs, niður eftir stórfljótum Síberíu. Með þessar athuganir í huga gerði Nan- sen áætlun um smíði sérstaks skips, sem Þyidi þrýsting íssins ognefndi það „Fram“. Hann setti skipið fast í hafísnum, af ásettu ráði, 22. september 1893, nálægt Nýsíberíu- eyjum. Þótt hann næði ekki sjálfu norður- heimskautinu, þá sannaði hann tilveru ís- hafsstraumsins, því að 14. ágúst 1896, eða þi’em árum síðar, losnaði skipið úr ísnum aftur. Það var þá statt norðvestur af Sval- barða, þar sem ísrekið byrjar suður með austurströnd Grænlands. Nálægt 1930 hófu Rússar gagngerðar 1-annsóknir í norðurvegi, með það fyrir augum að opna siglingaleið fyrir verzl- unarskip norðan meginlandsins, sem öðru nafni hefur verið nefnd Norðausturleiðin. Sá, sem stóð fyrir þeim rannsóknum, Var prófessor Otto Smidt, og framkvæmdi hann það afrek að opna siglingaleiðina á Hltölulega fáum árum. Eftir að hafa sett niður veðurathuganastöðvar á víð og dreif nieð ströndum Norðuríshafsins, fékk pró- fessor Smidt þá hugmynd að setja vísinda- stöð á sjálft norðurheimskautið. Um það bil 5 ár fóru í áætlanir og undir- búning að þeim leiðangri, og 21. maí 1937 lenti flugvél á ísjaka í nánd við norður- skautið með prófessor Smidt innanborðs. Hann dvaldi þar þangað til 6. júní, og þá höfðu 4 flugvélar lent, með alls 35 mönn- um, og 10 tonnum af útbúnaði hafði verið skipað út á ísinn. Fjórir menn voru skildir eftir, og var Ivan D. Papanin foringi þeirra. Athuganir sýndu fljótlega að jakann rak í ákveðna aðalstefnu, þó hún væri krókótt, sem sé í áttina að Austur-Græn- landsstraumnum. í nóvember var hann kominn á móts við norðurodda Grænlands og 19. febrúar 1938 lögðust tveir rússnesk- ir ísbrjótar að jakanum eftir að hafa brot- izt í gegnum þéttan ís, og tóku upp leið- angursmennina, sem höfðu náð stórfelld- um vísindalegum árangri. Þegar fjórmenningarnir voru teknir um borð í skipin, voru þeir komnir nálægt því á móts við Scoresbysund á Grænlandi. Á því sama hausti, sem Papanin og fé- lagar hans voru á reki frá norðurheim- skautinu á ísjaka, festist rússneski ísbrjót- urinn Georgi Sedov í ísnum nálægt Ný- síberíueyjum, með bilaðan stýrisútbúnað. I stað þess að telja skipið glatað, var það gert að rannsóknarstöð og 15 menn skildir eftir um borð, til þess að annast vísinda- legar athuganir. 13. janúar 1940 náðist Sedov úr ísnum austan Grænlands og hafði þá ferðazt þvert yfir Norðuríshafið og verið á reki í samfleytt 812 daga. Aðalgrein umrædds íshafsstraums renn- ur suður með austurströnd Grænlands og er um leið mesta útrennsli úr Norðuríshaf- inu, en önnur smágrein fer vestan við land- ið, suður sundið til Ellesmere-eyju. Norð- an meginlands Ameríku og eyjanna vest- an Grænlands er hringstraumur í Norður- íshafinu, og er þar heimkynni íseyjanna, sem nú eru orðnar frægar. ísinn kemur niður með austurströnd Grænlands í tiltölulega mjóu belti, sem breikkar og mjókkar eftir árstíðum og af öðrum ástæðum. Andspænis Islandi er ísbeltið einna þétt- ast og má líklega reikna að það sé þar að meðaltali um 80—100 sjómílur á breidd. Nú er stytzta vegalengd milli íslands og Grænlands 160 sjómílur og þarf því ísbelt- ið aðeins að breikka um helming, á þessum stað, til þess að það komist ekki í gegnum sundið í einu lagi. Þess vegna mætti ætla, að þegar svo bæri undir, ræki hluti beltis- Framh. á bls. 281.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.