Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1965, Qupperneq 20

Ægir - 01.10.1965, Qupperneq 20
286 ÆGIR 27. gr. Til framkvæmda á verkefnum þeim, sem um getur í 26. gr., skal starfsemi stofnunarinnar greinast í eftirtalin verksvið: 1. Efnafræðirannsóknir. 2. Efnaverkfræðirannsóknir. 3. Gerlafræðirannsóknir. 4. Rannsóknir á sviði véla- og verksmiðjutækni. Almenn ákvæði. 54. gr. Forstjórar rannsóknastofnana, sérfræðingar og annað starfsfólk tekur laun samkvæmt gildandi kjarasamningi ríkisstarfsmanna á hverjum tíma. Ráðherra ákveður deildaskiptingu í rannsókna- stofnunum og skipar deildarstjóra að fengnu áliti forstjóra og stjórnar viðkomandi stofnunar. Deildarstjórar og sérfræðingar skulu hafa lok- ið meistaraprófi eða öðrum hliðstæðum háskóla- prófum í fræðigrein sinni. Þó skal ráðherra heim- ilt að víkja frá þessu ákvæði, hafi umsækjandi á annan hátt sannað vísindalega hæfni sína. 55. gr. Tekjur hinna ýmsu rannsóknastofnana eru: 1. Fé, sem veitt er til stofnunar á fjárlögum. 2. Fé, sem veitt er sérstaklega til tiltekinna verkefna, sem stofnuninni eru falin af hinu opinbera. 3. Greiðslur fyrir verk, sem unnin eru fyrir ein- staklinga, félög eða stofnanir. 4. Framlög einstaklinga, félaga eða stofnana. 5. Gjöld, sem fást með álagningu á framleiðslu- vörur eða á annan hátt, eins og ákveðið kann að vera í lögum. Framlag ríkisins, samkv. 1. lið, skal aldrei vera minna en helmingur þeirrar upphæðar, sem fæst samkvæmt 5. lið. Verkefni, sem rannsóknastofnun vinnur að beiðni einkaaðila eða samtaka þeirra eða þeim til hagsbóta, skulu verðlögð í gjaldskrá, sem ráð- herra setur að fengnum tllögum hlutaðeigandi rannsóknastofnana, eða samkvæmt sérstökum samningi. 56. gr. Eignum Atvinnudeildar Háskólans skal ráð- stafa þannig: Eignir fiskideildar skulu falla til Hafrann- sóknastofnunarinnar. Eignir búnaðardeildar skulu falla til Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins. Eignum iðnaðardeildar skal skipta á milli Rannsóknastofnunar iðnaðarins og Rannsókna- stofnunar byggingaiðnaðarins samkvæmt ákvörð- un iðnaðarmálaráðuneytisins. Húseign Atvinnudeildar á lóð Háskólans ráð- stafar ríkisstjórnin í þágu íslenzkrar vísinda- starfsemi. 57. gr. Framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins kali- ar forstjóra Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Rannsóknastofnunar iðnaðarins, Rannsóknastofn- unar byggingaiðnaðarins, Rannsóknastofnunai fiskiðnaðarins og Hafrannsóknastofnunarinnai saman á fund ársfjórðungslega eða oftar, el þurfa þykir. Skulu þeir ræða málefni, sem erU þessum stofnunum sameiginleg. 58. gr. Ríkið kemur upp hentugum hyggingum og at' hafnasvæðum í rannsóknahverfi til handa þenn rannsóknastofnunum, sem um getur í lögum þess- um, að svo miklu leyti, sem stofnunum er ekki séð fyrir þeirri aðstöðu annars staðar, svo og rannsóknatækjum og öðrum hjálpargögnum, seni sameiginleg not geta orðið af fyrir margar rann- sóknastofnanir. Rannsóknaráð ríkisins skal hafa yfirumsjon með óráðstöfuðu landssvæði og sameiginleg11111 byggingum og tækjum, sem um getur að ofan, en einstakar byggingar og landssvæði þeirra skulu vera til óskertra umráða þeirra stofnana, sem þær nota. Um tilhögun bygginga og athafnasvæða skal, svo sem við verður komið, farið eftir tillögulT1 þeirra rannsóknastofnana, sem ætlað er að nota þau. 59. gr. Hver rannsóknastofnun hefur aðskilinn fjar' hag og bókhald. Þó skal kappkosta, eins og V1 verður komið, að rannsóknastofnanir noti sam- eiginlega starfskrafta við skrifstofustörf og önn- ur þjónustustörf. 60. gr. Fé það, sem Háskóla íslands ber að greiða ti ríkissjóðs sem einkaleyfisgjald fyrir happdrætti Háskóla Islands, rennur í byggingasjóð rann- sóknastarfseminnar. 61. gr. Þær stofnanir, sem um getur í lögum þessum, skulu eiga aðgang að upplýsingum, sem opinberai stofnanir og fyrirtæki geta í té látið og varða starfsemi þeirra. 62. gr. Ekki er heimilt að veita upplýsingar um rann- sóknir, sem kostaðar eru af einstaklingi, félaSj eða stofnun, nema með samþykki hennar. Þ þagnarskylda er brotin, varðar það ábyrgð cftn ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbeia starfsmenn og skaðabótaskyldu. 63- gr' Nánari ákvæði um starfsemi stofnana þeina> A

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.