Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1971, Qupperneq 3

Ægir - 01.09.1971, Qupperneq 3
Æ G I R RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 64. árg. Reykjavík, 1. september 1971 Nr. 14—15 Sjávarótvegnrinn 1970 Ef litið er á árið 1970 í heild, fer vart hjá því, að það verði talið hagstætt ár sjávarútveginum og raunar þjóðarbú- skapnum í heild. Framhald varð á hinni hagstæðu þróun verðlags á erlendum mörkuðum, sem einkenndi árið 1969 og urðu verðhækkanir á ýmsum afurðum ^jög verulegar. Meðaltalshækkun út- flutningsverðs varð 39.2%, en þessa hækk- un má rekja til hærra verðlags og breyttr- ar samsetningar útflutningsins. Heildar- aukning afla nam 6.3% eða 44.062 lestum. Er það talsvert minni aukning en varð á árinu 1969, en þá jókst afli um 87,505 lest- ir. Vekur þetta nokkra svartsýni, svo sem nánar verður að vikið. Piskverð og samningar Samningum við sjómenn um kjör var lokið fyrir áramót, án þess að til verkfalls kæmi svo sem orðið hafði árið áður. Hófst því vertíð strax upp úr áramótum án þess að tafir yrðu. Helzta breytingin í samn- ingunum var sú, að hlutdeild í útgerðar- kostnaði, sem með lögum um ráðstafanir í sjávarútvegi frá 1968 var ákveðið að nynni óskipt til útgerðar, var lækkuð úr 17% í 11%. 1 samræmi við þessa niður- stöðu samninganefndar breytti Alþingi síðan lögunum um ráðstafanir í sjávar- útvegi og lækkaði hlutdeildina. Aðrar stærri breytingar urðu ekki, en hins vegar tók um ái'amótin gildi samningur um líf- eyrissjóð bátasjómanna frá árinu áður og hófust greiðslur í sjóðinn samkvæmt fyrsta áfanga. Það fiskverð, sem ákveðið var um ára- mót gerði ráð fyrir talsverðri hækkun, eða um 15% frá verði fyrra árs. Er hér miðað við lágmarksverð. Hlutfallsleg hækkun heildarverðs er nokkru lægri, þar sem eftir er að taka tillit til þeirra breytinga, sem orðið höfðu á hlutdeildinni og áður var getið. Um mitt ár þótti sýnt, að verðþróun er- lendis mundi verða hagstæðari en reiknað var með við ákvörðun fiskverðs. Fóru því útgerðarmenn og sjómenn fram á endur- skoðun fiskverðsins. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar varð hækkun verðsins um rúmlega 5% til viðbótar því, sem áður var komið. Það verð, sem gilti á seinni hluta ársins var því um 21% hærra en verðið var 1969. Þing og ríkisstjórn Af hálfu opinberra aðila kom tiltölu- lega fátt það fram, sem í veigamiklum atriðum hefði áhrif á stöðu eða afkomu sjávarútvegsins sem heildar, nema laga breytingin um hlutdeildina. Þó mætti einnig nefna aukalaunaskatt 1 ýó %» sem komið var á í sambandi við verðstöðvun. Einnig voru samþykkt lög um viðbótar- framlag til Fiskveiðasjóðs úr ríkissjóði.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.