Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1971, Síða 13

Ægir - 01.09.1971, Síða 13
ÆGIR 191 Síldveiðarnar 1970 Vetrarsíldveiðarnar 1970 Nokkur skip reyndu fyrir sér við SV-land í janú- armánuði með litl- um sem engum árangri og var afli 8 skipa aðeins 125 lestir. Þegar kom fram í apríl og maí voru und- anþágur veittar til veiða í niðursuðu og beitu og feng- ust þá 1.808 lest- ir. I maíbyrjun héldu fyrstu skip- in á Norðursjávar- mið og höfðu fjögur þeirra laridað erlendis fyrir lok mánaðarins 398 lestum síldar auk 15 lesta af öðrum afla, mest makríl og ufsa. Er skipting aflans á veiði- svæði þannig, að við S- og SV-land feng- rist 1.933 lestir (82.9%) og í Norðursjó 398 lestir (17,1%) samtals 2.331 lest síld- ar að verðmæti 19.047 þús. kr. 15 lestir annars afla seldust fyrir 277 þús kr. Smásíldarveiði Að vanda var dálítið magn smásíldar tekið til niðursuðu hjá K. Jónssyni á Akur- eyri. 1 febrúar og marz veiddust á Akureyrar- Polli 17^4 lestir og í nóvember og desem- ber 47,7 lestir, samtals 65,1 lest yfir árið. Sumar- og haustsíldveiðarnar 1970 í upphafi skal þess getið, að vegna mjög aukins makrílafla þótti eðlilegt að bæta við nýjum dálki í skrána um afla og afla- verðmæti skipanna til þess að árangur veiðanna kæmi fyllilega í ljós. I þennan dálk er einnig safnað saman því lítilræði annarra fisktegunda, sem fékkst, mest ufsa, og er þá allur aflinn, sem að verðmætinu stendur, kominn til skila. Ekki verður gerð nein grein fyrir gangi veiðanna í þessum pistli, þar sem því efni verður væntanlega gerð skil síðar, aðeins hinn hefðbundni tölulegi samanburður studdur fáum orðum. Athafnasvið flotans hefur dregizt mjög saman frá því sem var. Nú skiptist aflinn þannig á veiði- svæði, að við S- og SV-land fengust 14.447,4 lestir (29.5%) en á Norðursjávar- miðum 34.526,5 lestir (70.5%), samtals 48.973,9 lestir. Af alkunnum orsökum hafa veiðar í Norðurhöfum lagzt niður, og ekki þótt fýsilegt að halda veiðum við austurströnd Bandaríkjanna áfram. Fjöldi skipa, sem reyndu síldveiðar á tímabilinu voru 89 talsins, en eitt þeirra fékk engan afla. Samanburður við fyrra ár á grundvelli meðaltalna gefur eftirfarandi mynd: Fjöldi skipa 89 87 Meðalstærð skips (brl.) 249.9 258.3 Meðaláhöfn 12.2 12.5 Meðalúthald (dagar) 124.2 140.2 Meðalafli síldar 550.3 589.8 Meðalafli makríls o. fl. 18.2 ca. 6.7 Meðalafli samtals 568.5 596.5 Meðalaflaverðmæti (kr.) 7.821.398 4.802.7381) Við lestur töflunnar sést að eina um- talsverða breytingin er aukið verðmæti að krónutölu þrátt fyrir svipað aflamagn. Veldur þar miklu, að nú er hluti bræðslu- síldar í heildaraflanum sáralítill, en var verulegur árið áður. Þá stunduðu sex skip veiðar við austurströnd Bandai’íkjanna og ]) 1 greininni „Síldveiðamar 1969“ (Ægir 8. tölubl. 1970 bís. 126) hefur þessi tala brenglast þannig, að þar stendur 4.082.738 í stað 4.802.738, sem er hið rétta. Hrólfur Gunnarsson. skipstjóri á Súlunni.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.