Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1971, Qupperneq 33

Ægir - 01.09.1971, Qupperneq 33
ÆGIR 211 Yfirlit yfir lög um málefni sjávarútvegsins Sett á Alþingi 1970 og vorþingi 1971 Lög vegna gengisbreytingar. L. nr. 4 3. febrúar 1970, um breyting á l. nr. 79 31. desember 1968, um ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar gengis íslenzkrar krónu. Kostnaðarhlutdeild samkvæmt 3. gr. síðar- nefndu laganna var lækkuð úr 17% í 11%. — Þessi lagabreyting var gerð eftir beiðni L.l.Ú. og sjómannasamtakanna og hafði hún áhrif til bækkunar á skiptaverð til sjómanna samkvæmt verðákvörðun Verðlagsráð sjávarútvegsins frá 1- janúar 1970. Fiskveiðasjóður íslands. L. nr. 33 8. maí 1970 um breyting á l. nr. 75 13. maí 1966, um Fiskveiðasjóð íslands. Ákvörðun um að framvegis greiði ríkissjóður Fiskveiðasjóði viðbótarframlag 35 millj. kr. á ári, í fyrsta skipti á árinu 1971. Lántökuheimild vegna framkvæmdaáætlunar 1970. L. nr. 38 8. maí 1970, um lieimild fyrir ríkis- stjórnina til að taka lán vegna framkvxmda- áætlunar fyrir árið 1970. Lánsfé alls 356.8 millj. kr. Af því skal varið 8-6 millj. kr. til landshafna og 2.0 millj. kr. 1 sjóefnarannsóknir Lög um kaup á sex skuttogurum. L. nr. 40 11. maí 1970, um kaup á sex skut- togurum. Ríkisstjórninni er heimilt að taka lán allt að 80% af kaupverði skipanna og endurlána það kaupendum skipanna til 18 ára. Jafnframt skal henni heimilt að leggja fram úr ríkissjóði 7.5% af kaupverði skipanna og skal það endurgreitt að greiddu fyrrnefndu 80% láni. Lög urn Siglingamálastofnun ríkisins. L. nr. 51 12. maí 1970, um Siglingamálastofnun ríkisins. Skipaskoðun ríkisins og Skipaskráningastofa vikisins gerðar að einni stofnun, en jafnan áður undir forstjórn sama manns. Honum hafi og ýmist með lögum eða öðrum fyrirmælum verið falin umönnun ýmissa annarra málaflokka. Yfir- lit er yfir hlutverk stofnunarinnar í 2. gr. laganna. — Öll starfsetmi stofnunarinnar sett undir yfirstjórn eins og sama ráðherra. L. nr. 52 12. maí 1970, um eftirlit með skipum. L. nr. 53 12. maí 1970, um skráningu skipa. I tveimum síðast töldu lögunum var ekki um að ræða neinar meiri háttar efnisbreytingar, en lögin löguð að hinu nýja skipulagi. Alþjóðasamningur um fiskveiðar á Norður-Atlantshafi. L. nr. 56 12. maí 1970, um framkvæmd al- }>jóðasamnings um fiskveiðar í Norðvestur- Atlandshafi. Samningurinn, sem er 17. gr. auk fylgiskjala, bókana o. fl. er um rannsóknir, vernd og viðhald fiskstofnana í Norðvestur-Atlandshafi, svo að unnt verði að fá stöðugan hámarksafla úr þess- um fiskstofnum. Lífeyrissjóður sjómanna. L. nr. 59 12. maí 1970, um breyting á lögum nr. 78 28. apríl 1962 um lífeyrissjóð togarasjó- manna og undirmanna á farskipum. 1 febrúarmánuði 1969 var í nýjum kjarasamn- ingi milli bátaútvegsmanna og bátasjómanna á- kveðið að bátasjómenn skyldu fá aðild að lífeyris- sjóði. Málið var leyst með ofangreindri laga- breytingu og jafnframt var nafni sjóðsins breytt og heitir hann nú Lífeyrissjóður sjómanna. Hann er í vörzlu Tryggingastofnunar ríkisins. Lögin voru gefin út með hinu nýja nafni nr. 78 10. ágúst 1970. Flutningur síldar af fjarlægur miður. L. nr. 64 12. maí 1970, um ráðstafanir vegna flutninga sjósaltaðrar og ísvarinnar síldar af fjarlægðum miðum sumurin 1969 og 1970. Stofnaður var sjóður, er nefnist Flutninga- sjóður síldveiða. Stjóm sjóðsins skyldi annast flutninga saltaðrar síldar af fjarlægum miðum til íslenzkra hafna sumurin 1969 og 1970. Var henni heimilt að taka skip á leigu í því skyni. Ákveðið var að greiða úr sjóðnum styrki til flutninga á sjósaltaðri og ísvarinni síld sam- kvæmt nánari reglum. Aflatryggingasjóður sjávarútvegsins. L. nr. 68 12. maí 1970, um breyting á lögum nr. 74 28. maí 1969 um breyting á lögum nr. 77 28. april 1962, um aflatryggingasjóð sjávarút- vegsins. Lögin ákveða að aðalefni, að áhafnadeild afla- tryggingasjóðs skuli greiða hluta af fæðiskostn- aði sjómanna á fiskibátum með þilfari, þótt eigi sé skylt að lögskrá á þá, samkvæmt nánari skil- yrðum. Sjá síðar. Útflutningsgjald af sjávarafurðum. Brbl. nr. 73 1. júní 1970, um breyting á lögum nr. 4 28. febrúar 1966, um útflutningsgjald af sjávarafurðum.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.