Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1971, Síða 21

Ægir - 01.11.1971, Síða 21
ÆGIR B23 2. Straumhvarfatæring. Ending röra í sjólögnunum byggist oft- ast á því, að í þeim myndist varnarhimna, sem verndar rörvegginn gegn tæringu. I eirrörum verður þessi himna til við það, að eirinn á innra röryfirborðinu gengur í efnasamband við súrefni í sjónum og myndar svarta eiroxíð-himnu. Varnar hún því síðan, að eirinn í rörinu gangi í frek- Mynd 4. Fjöldi tæringarpytta hafa myndast i bessu 1 %" eirröri. Ná sumir þeirra gegnum rör- vegginn (veggþykkt um 2.3 mm) Straumhvörf hafa myndast vegna beygju, sem á rörinu var. ari efnasambönd eða leysist upp, og verð- ur þannig ending rörsins góð. Ef hraði sjóstraumsins í eirröri er mjög hár, getur straumurinn rifið burtu varnar- himnuna jafnóðum og hún myndast. Veitir hún þá rörveggnum enga vörn. Gengur eirinn sífellt í efnasambönd við súrefni og önnur efni í sjónum, og skolast tæringar- myndarinnar burt með straumnum. Nefn- ist þetta samspil sjóstraumsins og efna- breytinganna straumhvarfatæring. Kem- ur hún annaðhvort fram á blettum í rör- inu og myndast þá tæringarpyttir, eða veldur því, að veggþykkt rörsins minnki tiltölulega jafnt. Það fyrrnefnda er tíðum algengara. Myndir 1—6 og 14—15 sýna ýmis af- brigði af straumhvarfatæringu, sem við höfum fundið í rannsóknum okkar. Aðrar myndir eru teknar úr erlendum greinum. Helztu einkenni straumhvarfatæringar eru þau, að tæringarpyttir eru oftast grafnir inn í rörvegginn í straumstefnuna (mynd 7), eða að fram kemur svonefnd Mynd 5. Tæringarpyttir í 1%" eirröri. Beygja (90°) var á lögninni og dsela við beygjuna. L

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.