Ægir

Årgang

Ægir - 15.06.1972, Side 5

Ægir - 15.06.1972, Side 5
ÆGIR 203 Veírar ver tí ðin 1972 Þorskafli á vetrarvertíðinni olli mönnum allmiklum vonbrigðum. Þrátt fyrir mikla og vaxandi sókn bátaflotans, varð afli hans nokkru minni en á vertíðinni 1971 og langtum minni en á vertíðinni 1970, er hann nam 247 þús. lestum. Afli togara- flotans hefur og dregizt saman, eins og meðfylgjandi tafla um heildaraflann ber með sér. Samt fækkaði togurunum ekki, heldur var um minnkandi afla á sóknar- einingu að ræða. Orsakir minni fiskgengdar virðast eink- um þær, að árgangar af íslenzkum stofni virðast vera veikari en ráð var fyrir gert, einkum árgangurinn frá 1964. Þá virðist tekið fyrir fiskgöngur frá Grænlandi a. k. í bili. Er ekki að vænta breytinga til hins betra frá þeirri fiskislóð, því að engir vænlegir þorskárgangar hafa bætzt græn- lenzka fiskstofninum síðan 1961 og 1963. Þá má nefna sem orsök lakari afla- hragða á vertíðinni, að fiskurinn breytti ut af venju undanfarinna 3—4 ára og safn- aðist á miðin við Breiðafjörð. Var Suður- nesjamönnum mörgum, svo og Vestmanna- eyingum og öðrum Sunnlendingum, óhægt um vik að sækja það langt. 1972 1971 1/1-15/5 1/1-15/5 Lestir Lestir Hornafjörður 6.690 6.984 4.2% Vestmannaey j ai r 22.380 23.447 4.6% Stokkseyri 1.800 3.316 -45.7% Hyrarbakki 1.606 1.860 -13.7% eorlákshöfn 13.329 17.803 -25.1% Grindavík 28.610 39.591 -27.7% Sandgerði 11.847 13.194 -10.2% Keflavík 19.157 14.200 +34.5% Vogar 1.316 2.186 -39.8% Hafnarfjörður 3.243 1.747 + 86.0% Keykjavík 8.784 4.942 + 77.7% •ákranes 6.756 7.842 -13.8% Rif 6.876 4.915 +39,9% Olafsvík 12.182 8.165 +49.2% Gi-undarfjörður 3.949 2.636 + 49.8% Stykkishólmur 1.938 831 + 133.2% Aflabrögð voru því allmisjöfn eftir ver- stöðvum s. 1. tvö ár, eins og meðfylgjandi yfirlit um landað aflamagn á svæðinu Hornafjörður—Stykkishólmur ber með sér. Um aðrar veiðar en þorskveiðarnar þarf ekki að fjölyrða. Vísast í þess stað til með- fylgjandi yfirlits um heildarafla. Heildaraflinn 1/1—31/5 1972 og 1971. (Bráðabirgðatölur Ægis) 1. ÞORSKAFLI: Bátaafli 1972 1971 Breyting Lestir Lestir Hornafj./Stykkish. 153.903 161.259 H- 4,6% Vestfirðir 21.361 24.074 H-11,2% Norðurland 12.948 17.804 H-27,2% Austfirðir 15.534 13.983 +11,2% Landað erlendis 1.234 847 +46,0% Samtals 204.980 217.967 -r- 6,0% TOGARAAFLI: Landað innanlands 19.372 19.992 -j- 3.0% Landað erlendis 7.655 6.244 +22.5% Samtals 27.027 26.236 + 3.0% SAMTALS ÞORSKAFLI: 232.007 244.203 r- 5.0% 2. SÍLDARAFLI Landað innanlands 118 955 H-87.6% Landað erlendis 385 3.575 H-89.2% Samtals 503 4.530 -r-88.9% 3. LOÐNUAFLI: 277.655 182.000 +52.5% 4. RÆKJUAFLI: 2.542 3.275 -f-22.3% 5. HÖRPUDISKUR: 908 1.158 -4-21.5% 6. HUMARAFLI: 504 547 -4- 7.8% HEILDARAFLINN: 514.119 435.713 + 18.0% Loðnuveiðarnar gengu mjög vel að þessu sinni. Sökum ágreinings um verð, hættu verksmiðjurnar að taka á móti loðnu, nokkru áður en hún hvarf af miðunum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.