Ægir

Årgang

Ægir - 15.06.1972, Side 12

Ægir - 15.06.1972, Side 12
210 ÆGIR heildartala komin upp í 70% en í ókyn- þroska hluta stofnsins er hún nokkuð lægri eða um 50%. Aukning dánai’tölunn- ar hefur haft ýmiss konar áhrif á stofninn. T. d. hefur hrygningargeta hans minnkað um helming síðastliðinn aldarfjórðung. Á árabilinu 1945—1949 náði þorskurinn að hrygna að meðaltali 2,5 sinnum á ævi sinni, en á árunum 1965—1969 hrygndi hver þorskur að meðaltali aðeins rúmlega einu sinni um ævina. Þá fer þeim þorskum stöðugt fækkandi sem ná háum aldri, en áður kom það ekki ósjaldan fyrir að 17— 18 ára gamlir þorskar leyndust í aflanum, en nú er það hreinasti viðburður að 18 ára og eldri þorsk sé þar að finna. Aflasveiflur í þorskveiðum okkar hafa ekki verið miklar í samanburði við aðra þorskstofna eða aðrar fisktegundir eins og ýsu, ufsa, skarkola og síld. Síðast- liðna tvo áratugi reyndist minnsti aflinn nema 345 þús. tonnum en mesti afli var 546 þús. tonn og er hámarksaflinn aðeins 60 % meiri en lægsta veiðin. 1 öðrum þorsk- stofnum hafa aflasveiflur verið langtum umfangsmeiri, hámarksafli oft 2—3 sinn- um hærri en lágmarksaflinn. Sveiflur í stofnstærð þorskstofnsins okkar hafa ver- ið svipaðar aflasveiflunum að stærð og fylgja þær aflanum þannig, að afla- hámarkið er 7—8 árum eftir stofnstærð- arhámarki. Þessi mismunur stafar af því, að þegar sterkur árgangur fæðist, er hann ekki strax kominn inn í veiðanlega hluta stofnsins. Tökum dæmi: I ársbyrjun 1967 er áætlað að stofninn hafi verið um 860 milljónir einstaklingar á aldrinum 3 ára og eldri. Aflinn það ár var 345 þús. lestir. Af þessum fiski var árgangurinn frá 1964 langstærstur eða 320 milljónir einstak- lingar. Árið 1970 er aflinn 470 þús. lestir, en einstaklingafjöldi stofnsins er kominn niður í 660 milljónir, eða með öðrum orð- um, á þessum þremur árum minnkar ein- staklingsfjöldinn um 23% en aflinn vex um tæp 40%, vegna þyngdaraukningar stofnsins, þegar stóru árgangarnir frá 1961 og 1964 vaxa upp. Athuganir okkar á stofnstærð og ár- gangastyrkleika sýna, að árgangurinn frá 1964 er sá bezti, sem klakizt hefur út undanfarna tvo áratugi. Á umræddu tíma- bili eru tveir árgangar aðrir ágætir, þ. e. árgangarnir frá 1956 og 1961. Hærri dán- artala í 1964-árganginum olli því, að þeg- ar þessir þrír árgangar höfðu náð 4 ára aldri, var stærð þeirra orðin mjög svipuð eða um 230 milljónir einstaklingar hver árgangur. Sem fjögurra og fimm ára gamlir fisk- ar voru þeir mikið veiddir og alveg sér- staklega 1964-árgangurinn. Samkvæmt út- reikningum okkar sem byggðir eru á afla, sem barst á land, voru drepnar 40 millj- ónir af 1956-árganginum, 50 milljónir af 1961-árganginum, en hvorki meira né minna en 80 milljónir af 1964-árgang- inum, þegar þessir fiskar voru 4 og 5 ára gamlir. Sem 8 ára gamlir skiluðu 1956- og 1961-árgangarnir mjög svipuðum afla á land eða 115.500 tonnum hvor, enda var stofnstærð þeirra þá mjög svipuð eða um 57 milljón fiskar hvor árgangur. Endanlegar tölur um stærð 1964-árgangsins í ársbyrjun 1972 liggja reyndar ekki fyrir enn, en bráðabirgðaútreikningar mínir sýna, að varla voru fleiri en 35 milljónir fiska eftir af þeim árgangi. Ef þetta er nokkuð nærri réttu lagi og gert er ráð fyrir, að fisk- veiðidánartalan sé svipuð og undanfarin tvö ár, má búast við að 1964-árgangurinn gefi af sér 75.000 tonna afla á þessu ári. Það er því ljóst, að 1964-árgangurinn kem- ur ekki til með að gefa af sér það afla- magn, sem hann hefði getað gert, ef minna hefði verið drepið af honum sem ókyn- þroska smáfiski. Það er samdóma álit fiskifræðinga að ís- lenzki þorskstofninn sé nú fullnýttur og aukin sókn muni ekki skila sér í auknum afla. Þvert á móti mun afli á sóknarein- ingu minnka við aukna sókn, þ. e. að minni afli kemur í hlut hvers og eins, og er því full ástæða að koma í veg fyrir að sóknin aukist. Langæskilegast væri að draga úr

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.