Ægir - 15.06.1972, Síða 18
216
Æ GIR
NETAGERÐ OG NETABÆTING
3. grein.
I síðasta þætti var þar komið vinnunni,
að við vorum að búa okkur undir að byrja
að ríða undirvængina út frá belgnum. Við
drögum snærið, sem fyrsta umferð belgs-
ins hafði verið þrædd uppá, úr möskvan-
um. Næst er svo að koma belgnetinu þann-
ig fyrir að við getum riðið fyrstu umferð
vængsins við tvöföldu umferðina, sem
belgurinn hófst á. Við annan enda þess-
arar umferðar er spotti af tvöföldum
tvinna, sem varð eftir, þegar við byrjuðum
og brugðum fyrsta skutulsbragðinu á
hinni tvöföldu umferð belgsins. Nú færðu
þér nál með einföldum tvinna og bindur
endann við tvöfalda spottann og byrjar
síðan að ríða í öfuga átt. Ef við lítum á
myndina af botnvörpunni, neðri ldutanum,
þá sjáum við að þar er gert ráð fyrir 45
möskvum yfir vængstykkið.
Við teljum því samvizkusamlega um
leið og við ríðum. Þegar við höfum riðið
45 möskva byrjum við á annarri umferð
en búum ekki til kantmöskva þarna, heldur
aðeins venjulegan möskva og hliðar þessa
möskva verða allar sléttar og lmútlausar.
Þetta er nefnilega fyrsti flámöskvinn.
Á flestum vörpum eru flámöskvarnir búnir
til með tvöföldum tvinna, vegna þess að
það mæðir mikið á þessum möskvum. Þar
sem þetta er létt varpa, þá látum við okkur
nægja að búa þá til með einföldum tvinna.
Þegar þið hafið lokið annarri umferð, þá
búið þið til kantmöskva við lok hennar
hinum megin. Næst byrjum við svo á
þriðju umferðinni og nú tökum við til við
nýtt atriði, nefnilega það að auka í.
AÐ AUKA 1 (CREASING)
Þegar við aukum möskvum í umferð, eða
bætum möskva við annan enda umferðar,
þá er notað orðatiltækið „að auka í“ og það
verður hér eftir notað. ,,Að auka í“ er víða
gert í vörpunni, og ekki aðeins við kantana
eða í lok umferðar heldur getur það orðið
víðar, en við munum samt ekki auka í
nema við kantana. Að auka í er gagn-
stæð athöfn við að fella úr. Ef við erum
að ríða í átt að pokanum á vörpunni fell-
um við úr til að fá fram netlögunina, en ef
við ríðum í átt frá pokanum, náum við
sama árangri með því að auka í.
Undii*vængina verður að ríða í átt
frá pokanum og til þess, að ná réttri af-
stöðu til belgsins verðum við að auka í
möskva í þriðju hverri umferð á ytri kant-
inum, eða þeim megin, sem við hnýtum
kantmöskvana.
Við höfum tekið eftir því, að vængirnir
verða að fylgja línunum í meginhlutum
vörpunnar og þess vegna verður aukningin
á ytri kantinum og í byrjun umferðar. Þú
byrjar því umferðina á því að hnýta kant-
hnútinn og kantmöskvann og út frá þeim
sama möskva og sama hnút býrðu til
lykkju, og hnýtir annan hnút, þannig að
það lenda tveir hnútar í sama möskvanum.
Síðan ríðurðu áfram yfir þar til þú hefur
riðað 45ta möskvann. Það er síðasti möskv-
inn í umferðinni, því að næsti möskvi er
kvartmöskvinn á belgnum, sem síðar verð-
ur vikið betur að.
Nú byrjarðu næstu umferð með því að
búa til flámöskvann, sem áður er nefndur.
Ljúktu síðan við umferðina, og þegar þú
kemur að kantinum, þá haltu áfram til
næstu umferðar, því að þú verður að muna
það, að þetta er þriðja umferðin við kant-
inn og byrjaðu því með því að auka möskva
í, eins og sagt var hér að framan, að gera
þyrfti við þriðju hverja umferð. Við lok
þriðju umferðarinnar býrðu ekki til
möskva í flámöskvann, heldur lætur hann