Ægir - 15.06.1972, Qupperneq 21
ÆGÍIR
um verður alltaf lítið eitt lengri en ytri
kanturinn og þannig fæst sjálfkrafa slaki
í netið, sem nauðsynlegur er, þegar það
ei’ fest á bolslínurnar.
Lengd undirvængjanna hvors um sig
þarf að vera 20 fet á þeirri vörpu, sem hér
um ræðir, en það er lengd yfirvængjanna
(14 ft. 6 þumlungar) og skversins (5 ft. og
6 þml.). Skverinn kemur eins og við mun-
um, langt framyfir undirbyrði belgsins til
aS varna því að fiskur komist undan með
Því að leita upp frá fótreipinu. Vegna
þessarar umframlengdar skversins verða
yfirvængirnir skiljanlega styttri en undir-
vængirnir.
Þegar undirvængirnir hafa verið riðnir
við undirbyrði belgsins eiga að vera 30
möskvar á milli þeirra. Þessir 30 möskvar
ei'u nefndir belgbússummöskvar og möskv-
arnir sitt við hvorn enda belgbússumöskv-
anna er kallaðir kvartmöskvar. Sömu heiti
eru notuð við hliðstæða parta á yfirbyrði
vörpunnar, það er, þar sem vængirnir
leugjast skvernum og enda möskvana í
köfuðlínubússuminu á milli vængjanna.
Kvartmöskvarnir eru mikilsverðustu
möskvarnir í allri gerð vörpunnar og því
skylduð þið athuga þá á teikningunni.
Fyrir þá, sem ekki eru kunnugir bygg-
mgu vörpu, getur það verið óljóst, hvernig
undirvængirnir liggja, þegar varpan er
dregin. Vængirnir liggja í drættinum
uokkurn veginn lóðrétt allt að vængend-
unum, þar sem endabreiddin í okkar til-
viki, er hinir 20 möskvar festir á 3 feta
hnu, en þag yrði þa hæð höfuðlínunnar í
sjálfum vængendanum. Síðar munum við
syna, hvernig ytri kantur undirvængsins
ei‘ leisaður við ytri kant yfirvængsins og
þeir þurfa því að vera sem jafnastir að
lengd.
yfirvængirnir
Við fjöllum nú um yfirvængina og það
sest glöggt af teikningunni að þeir eru
olikir undirvængjunum að tvennu leyti.
Þeir eru 50 möskva breiðir, þar sem
tengjast skvernum og bússumið er
219
einnig 50 möskva breitt og þvert yfir
verða þetta því 150 möskvar eða 30 möskv-
um meira en í samanlögðum undirhluta
vörpunnar. I öðru lagi enda yfirvængirnir
ekki 20 möskva breiðir heldur 2ja möskva
breiðir.
Af þessu leiðir, að við verðum að fella
úr 48 möskva á innri köntum vængjanna
en auka í eins og í undirvængjunum í
þriðju hverri umferð til að halda lögun
vörpunnar. Jafnframt því, sem við gerum
þetta, verðum við að hafa í huga að yfir-
vængirnir eru aðeins 14 fet og 6 þumlung-
ar á lengd en undirvængirnir 20 fet.
Hina öru mjókkun yfirvængjanna fram,
fáum við vitaskuld með úrfellingu á innra
kanti þeirra eða höfuðlínukantinum. Til
þess að vera viss um, að þetta gerist rétt,
verðum við að áætla úrtökufjöldann strax
í byrjun.
Við notum þá formúlu að 12 umferðir
séu 11/2 fet, með öðrum orðum að fetið sé
átta umferðir. Þetta á náttúrlega einungis
við 70 mm umferðir.
Auk þessa er svo gert ráð fyrir tvö-
földu aukaumferðinni við endann.
Hver vængur er sem sagt 1414 fet á
lengd mælt á yfirkantinn, svo reiknum við
dæmið með því að margfalda 14^ fet með
8 og fáum þá 116 umferðir. Síðan þurfum
við að auka í við þriðju hverja umferð
á ytri kantinum, og í dæminu okkar bætum
við því eínum þriöja af 116, sem verður
38+2 við á ytri kantinum, sem þýðir þá, að
við verðum að fella úr 88 möskva á innri
kantinum. Við gerum það með því að fella
úr í annarri hvorri umferð og það þýðir
58 möskva úrfellingu alls, en viðbótarúr-
fellinguna fáum við með því að fella einn
möskva að auki úr í fjóröu hverri umferð,
og það gerir alls 29 möskva úrfellingu og
samtals höfum þá fellt úr 87 möskva.
Ef þessum leiðbeiningum er fylgt út í
æsar, verður lengd yfirvængsins 14 fet og
6þumlungar.Þaðmá ekki bæta aukamöskv-
um við lengd yfirvængsins; allar nauðsyn-
legar breytingar til að jafna vængina verða
að gerast á neðri vængjunum.