Ægir - 01.02.1974, Síða 7
samningar togarasjómanna eru lausir. Það
gefst því nú gott tækifæri til að líta á þessi
roál í heild, og þarf ekki að efast um, að tog-
arasjómenn fallizt á samræmingu, bæði í
rnannafla og launum. Ef hinir stærri togarar
arga að búa við miklum mun lakari kost að
Þessu leyti en hinir minni, jafngildir það nán-
ast ákvörðun um að hætta útgerð þeirra.
, Eins og fyrr segir minnkaði afli togaranna
f s- 1- ári um tæp 9% miðað við sókn, frá ár-
inu 1972. Árið 1972 minnkaði hann um. 14,6%
°g 1971 um 16,5% miðað við sókn. Þarna kem-
ur fram ein aðalskýringin á tapi togaranna
hin síðari ár. Þess má geta, að 1969 og 1970
var ekki halli á rekstri togaranna.
Heildarafli togaranna 1973 nam um 50.400
tonnum á móti 59.100 tonnum 1972. Af þessu
niagni voru 20.400 tonn karfi, og þar af var
17.450 tonnum landað hérlendis til frystingar;
er hér miðað við óslægðan fisk með haus.
Þegar hér á eftir verður rætt um sölur tog-
aranna erlendis, er átt við slægðan fisk með
haus, nema karfa, sem ætíð er óslægður.
, ^rið 1973 fóru togararnir 75 söluferðir með
isfisk til V-Þýzkalands og Belgíu (92 ferðir
til V-Þýzkalands og Bretlands 1972), og seldu
alls 10.200 tonn (12.259 tonn 1972) fyrir
430,3 millj. kr. (364,3 millj. kr. 1972). Var
meðalverð kr. 42,18 pr. kg. á móti kr. 29,72
árið á undan, og nemur hækkunin 41,9%.
Til V-Þýzkalands fóru togararnir 69 sölu-
ferðir (52 ferðir 1972) með 9.435 tonn (7.136
tonn 1972), sem seld voru fyrir 401,9 millj.
hr-. og reyndist meðalverðið kr. 42,59 pr. kg.
a móti kr. 28,90 pr. kg. 1972.
Til Belgíu fóru togararnir 5 söluferðir með
765 tonn, sem seldust fyrir 28,4 millj. kr. Var
meðalverðið kr. 37,08 pr. kg. Þess má geta, að
mjög gallaður fiskur var í einum farminum,
°S ef litið er fram hjá honum, er verðið í
Belgíu næstum því hið sama og í V-Þýzka-
!andi.
Varðandi það verð, sem fæst fyrir ísfisk er-
^ndis, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir
Pvi. að frá því dragast tollar, umboðslaun og
annar óhjákvæmilegur kostnaður erlendis, alls
ram undir 25%, og að auki útflutningsgjöld
ér heima 8,2%, þannig að nettóverðið er um
67-—69%.
Það var fyrst á s. 1. ári, að ísfisksölur hóf-
Ust í Belgiu. Sá markaður er nokkuð ólíkur
v-þýzka markaðnum, og er heppilegastur fyrir
þorsk og karfa, en síður fyrir ufsa. Ef ísfisk-
sölur ættu eftir að aukast, er mjög líklegt að
belgíski markaðurinn gæti orðið að miklu
gagni.
Eins og kunnugt er, lokaðist enski markað-
urinn 1. sept. 1972, er íslendingar færðu út
fiskveiðilandhelgina, þar sem löndunarmenn
lýstu yfir, að þeir myndu ekki landa fiski úr
íslenzkum skipum. Markaðurinn opnaðist á ný
í byrjun desember s. 1., eftir að landhelgis-
samningurinn við Breta var gerður. Enginn
togari landaði þó í Bretlandi á árinu, en miklar
vonir eru bundnar við brezka markaðinn í
framtíðinni.
Síðari hluta ársins hækkaði íslenzka krónan
mjög mikið gagnvart Evrópu-gjaldeyri. Við
það töpuðu íslenzk fiskiskip, sem seldu erlend-
is, stórfé, og hafði það mjög slæm áhrif á
afkomu togaranna. Þá voru og miklar vonir
bundnar við samninginn við Efnahagsbanda-
lag Evrópu um lækkun tolla á ísfiski, sem átti
að hefjast 1. júlí 1973, en ekki hefir orðið af
þar sem ekki hefir enn fundizt lausn á land-
helgisdeilunni við V-Þjóðverja. Nú eru tollar
í Belgíu og V-Þýzkalandi 15% á öllum helztu
tegundum, nema karfa 8%. Ef samkomulagið
hefði tekið gildi, væru þessir tollar nú 9%
og 5%. í Bretlandi hækkaði tollurinn um ára-
mót úr 10% í 12%, en væri nú 6% almennt og
5% á karfa, ef samkomulag hefði náðst.
Allt þetta hefir bitnað harkalega á togara-
útgerðinni, og myndi hagur hennar vænkast
mjög verulega, ef samkomulag næðist í land-
helgisdeilunni og ef jafnvægi gæti skapazt á
ný á gjaldeyrismörkuðunum. Binda togaraeig-
endur miklar vonir við að þróunin gangi í
þessa átt, og að almennt verði gerðar nauð-
synlegar ráðstafanir til að skapa togaraútgerð-
inni rekstrargrundvöll.
Sú breyting varð í félaginu á síðasta aðal-
fundi, að Loftur Bjarnason, sem hafði gegnt
formennsku í því í 14 ár, baðst undan endur-
kosningu. Hann hafði verið áratugum saman
í stjórn félagsins og verið þar atkvæðamikill
og atorkusamur, enda naut hann óskoraðs
trausts allra félagsmanna.
Á aðalfundi F. í. B. voru honum færðar
þakkir fyrir ágæt störf í þágu íslenzkrar tog-
araútgerðar og er þetta tækifæri hér með not-
að til að ítreka þær. Hann hefir og verið gerð-
ur heiðursfélagi F. í. B.
Æ GIR — 23