Ægir - 01.02.1974, Page 8
Jónas Jónsson:
Fisknijölsfrainleiðslan 1973
í fyrra byrjaði ég
hina árlegu yfirlits-
grein mína með því
að skýra frá því, að
f iskmj ölsframleiðslan
hefði árið, sem þá var
nýliðið, verið sú
mesta, sem hefði orð-
ið síðast liðinn ára-
tug, og vísaði þá til
10 ára yfirlitstöflu,
sem fylgdi grein
minni 1971. Grein
mína nú get ég hafið
með svipuðum orðum og í fyrra. Heildarfram-
leiðsla ársins 1973 á fiskmjöli varð sú mesta
sem hún hefur orðið í meira en áratug og
tveimur árum betur og 22.724 tonnum meiri en
árið á undan (1972). Hér munaði náttúrlega
mest um hina gífurlegu aukningu loðnumjöls,
en sú mjölframleiðsla jókst um 21.263 lestir.
Þorskmjölsframleiðslan jókst einn'g frá árinu
á undan um rúmar 1700 lestir og náði sú mjöl-
framleiðsla sér því nokkuð upp aftur, en hún
hafði fallið á árinu 1972 um rúmar 4 þús. lestir
frá því sem hún var 1971. Önnur mjölvinnsla
dróst öll heldur saman það sem var.
Skipting framleiðslunnar milli tegunda var
sem hér segir (tölur fyrir 1972 innan sviga).
Lestir
Loðnumjöl 62.092 (40.829)
Þorskmjöl 29.278 (27.541)
Karfamjöl 3.674 (3.805)
Síldarmjöl 33 (47)
Steinbítsmjöl .... 321 (458)
Hvalmjöl 1.875 (1.819)
Lifrarmjöl 460 (476)
Samtals 97.683 (74.959)
Birgðir í ársbyrjun voru 1669 lestir, en í
árslok um 3000 lestir.
Út voru fluttar 97.138 lestir og skiptist sá
útflutningur þannig á viðskiptalöndin: (Verð-
mætistölur í milljónum króna innan sviga):
Lestir millj. kr.
A.-Þýzkaland 500 (14,7)
Bretland 22.952 (941,6)
Danmörk 12.609 (560,5)
Finnland 8.420 (306,1)
Grikkland 1.185 (50,7)
Júgóslavía 548 (28,7)
Kýpur 50 (1,7)
Holland 3.996 (185,1)
Svíþjóð 1.904 (73,6)
Tékkóslóvakía 1.107 (35,0)
Ungverjaland 1.635 (62,6)
V.-Þýzkaland 13.124 (500,7)
Pólland 26.398 (818,1)
Belgía 2.217 (108,7)
írland 493 (25,3)
Samtals 97.138 (3.713,1)
Milli tegunda skiptist útflutningurinn þann-
ig (Verðmætistölur í millj. kr. innan sviga):
Lestir millj. kr.
Þorskamjöl 26.315 (1.110,4)
Loðnumjöl 65.467 (2.375,9)
Karfamjöl 2.551 (132,6)
Síldarmjöl 33 (1,8)
Steinbítsmjöl 224 (8,9)
Hvalmjöl 1.845 (71,2)
Lifrarmjöl 702 (12,3)
Samtals 97.138 (3.713,1)
Verðþróun og markaðir á árinu 1973.
Þegar borin er saman þróun veiða í Perú á
árunum 1972 og 1973, þá kemur í ljós að þró-
unin er mjög lík bæði árin.
Skal nú reynt að gera nokkra grein fyrir
þessu.
Ég gat þess í þeim línum sem ég skrif-
aði um verðþróunina 1972, að um haustið það
ár var verðið á fiskmjöli orðið helmingi hærra
en það var í ársbyrjun og í desember var verð-
ið orðið enn hærra.
í ársbyrjun 1973 var verðið komið í £2,50
proteineiningin í tonni og fór síhækkandi og
var í marzmánuði komið uppí £3,10.
Perúveiðarnar sem mestu ráða um þessa
þróun byrjuðu þann 5. marz. Fóru þær mjög
vel af stað og eftir 15 veiðidaga höfðu veiðst
1,2 milljón tonna af ansjósu, sem gaf um 240
þúsund tonn af mjöli. Var nú veiði hætt þann
23. marz og ákveðið að hefja veiðar aftur
þann 9. apríl.
24 — Æ GIR