Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 14
með sér frá sjónarnr'ði fiskframleiðenda, ef
vinnslustöðvarnar voru búnar tilskyldum
tækjum. Söltun og þurrkun eru hefðbundnar
verkunaraðferðir á bessum slóðum, enda þótt
þessi verkun sé ekki allsstaðar unnin með
sama hætti. Tilraunir hafa svo sýnt, að um
getur verið að ræða áframhaldsvinnslu eða
endurvinnslu. Margar uppskriftir eru til um
niðursoðna loðnu, svo sem loðnu lagða niður
í ólífuoliu, maísolíu og sojabaunaolíu ellegar
hnetuolíu, og nefndarmenn töldu hnetaolíuna
æskilega viðbót með loðnu sem soðin var niður
í dósir.
Þegar loðnu er velt uppúr brauðraspi, hvort
heldur er hausaðri og slógdreginni eða flattri,
þá verður að aðgæta vel að magnið af raspinu,
sem blandað er saman við loðnuna í vinnslunni
sé hæfilegt. í flestum tilvikum virtist svo, að
það magn þyrfti að vera nokkuð me;ra en
leyfilegt er til að það sé sem bezt við hæfi
neytenda. Frekari rannsóknir á þessu atriði
eru æskilegar.
Að lokum má segja, að þessar framleiðslu-
tilraunir hafi leitt í Ijós möguleika á margs-
konar framleiðslu svo sem: niðursoðinni loðnu
í náttúrlegu ástandi, reyktri, lagðri niður í
olíur, sósur og með ávöxtum, þurrkaðri, salt-
aðri eða pæklaðri, frosinni, heilfrystri, flakaðri
eða tilreiddri, reyktri frystri eða þurrkaðri og
lostæti (delicatessen) krydduðu eða maríner-
uðu. Það er álitið að frekari tilraunir gætu
leitt til þess að hægt væri að framleiða mjög
lostæta smárétti úr loðnu. Loðnu, sem ekki er
hægt að vinna beint til manneldis mætti vinna
í mjöl eða soðkraft og var raunar gert.
Neyzluréttir.
Ýmsir loðnuréttir geta verið öndvegis tæki-
færisréttir og það er mjög auðvelt og fljótlegt
að matreiða þá og þeir geta ver;ð glæsilegir
á að sjá framreiddir og húsfreyjunni til sóma.
Hér fara á eftir nokkrar uppskriftir:
Loðnufingur.
Smurðir brauðfingur með kryddberjum
(pimento) og rjómaosti. Látið litla rækju
ofaná og skreytið með pétursselju eða krydd-
beri.
Loðna á brauði, steikt í smjöri.
Þunn sneið af osti á brauðfingur og smurt
með smjöri, þar ofan á loðna, og sneiðin þann-
ig hituð í ofni, þar til osturinn er orðinn gul-
Loðnuréttimir búnir til eftir uppskriftunum líta
nógu vel út á borðinu, hvernig svo sem þeir reyn-
ast á bragðið.
brúnn. Sneiðina má svo skreyta með ólífu,
picklesberi eða kryddberi.
Ostaídýfa.
2 dósir (2 únsur hvor (59,2 gr.)) loðnuflök
2 pakkar rjómaostur (119 gr. hver)
2 matskeiðar sítrónusafi
i/8 teskeið „tabasco" sósa
Hrærið ostinn þar til hann er orðinn léttur
og mjúkur, og látið þá saman við hann loðnu
og sítrónusafa og hrærið þessu vel saman.
Bætið síðan í þetta köldu vatni. Gott er að
búa til sem svarar einum og hálfum bolla í
einu.
Djúpsteikt loðna.
2 pd. loðna (rúm 900 gr.)
1 bolli hveiti
/2 teskeið salt
% teskeið pipar
2 hrærð egg
1 matskeið sítrónusafi
1 bolli þurr brauðmylsna (rasp)
Þíðið loðnuna upp, blandið saman hveiti,
salti og pipar. Þekjið loðnuna með þessari
blöndu. Dýfið síðan loðnunni í egg hrært útí
sítrónusafa og veltið henni upp úr raspinum.
Djúpsteikið loðnuna síðan í mikilli feiti í 3
til 4 mínútur eða þangað til á það er kominn
gullinbrúnn litur.
Framhald á bls. 37.