Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1974, Side 19

Ægir - 01.02.1974, Side 19
greindar eru í lögum þessum 1 takmarkaðan tíma og á til- greindum veiðisvæðum, ef haf- ís lokar venjulegum fiskimið- Um innan fiskveiðilandhelginn- ar, enda komi til meðmæli Hafrannsóknastofnunarinnar. 4. gr. Ráðherra er heimilt að skipta veiðisvæðum milli veið- arfæra utan línu, sem dregin er 12 sjómílur utan við grunn- línu skv. rgl. nr. 189/1972. Ennfremur er ráðherra heimilt að takmarka togveiði- heimildir þær, sem veittar eru 1 lögum þessum, á tilgreindum svæðum, með auglýsingum um sérstök veiðisvæði fyrir línu net, sem gilda skulu í tak- niarkaðan tíma. í’ar sem línuveiðar eru stundaðar í ríkum mæli, er sjávarútvegsráðherra skylt að akveða friðun fyrir botnvörpu á tilteknum svæðum og um tiltekinn tíma, ef fram koma tilmæli um slíkt frá heildar- samtökum sjómanna og út- Vegsmanna á viðkomandi stöð- nrn. Setja skal með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd slíkrar takmörkunar á botn- vörpuveiðum. 5- gr. Nú á sér stað á tilteknu veiðisvæði seiða- og smáfiska- öráp í þeim mæli, að varhuga- vert eða hættulegt getur talist, °g skal þá sjávarútvegsráðu- neytið, að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar, Sera nauðsynlegar ráðstafan- lr til að sporna við því. Er ráðuneytinu heimilt með til- yynningu að loka afmörkuðum veiðisvæðum um lengri eða skemmri tíma fyrir öllum tog- veiðum, svo og öðrum veiðum, ef nauðsynlegt þykir. Jafnan skal umsögn Hafrannsókna- stofnunarinnar liggja fyrir, áður en slíkar tímabundnar veiðitakmarkanir eru úr gildi numdar. 6. gr. Þrátt fyrir ákvæði laga þessara getur sjávarútvegs- ráðuneytið auglýst ný friðun- arsvæði og breytingar á eldri friðunarsvæðum, þar sem veið- ar með botnvörpu og flotvörpu eru bannaðar á tilteknum svæðum í íslenzkri fiskveiði- landhelgi, enda hafi áður verið leitað álits Hafrannsókna- stofnunarinnar um slíkar ákvarðanir. 7. gr. Sjávarútvegsráðuneytið skal beita sér fyrir auknu eftirliti með veiðum fiskiskipa innan fiskveiðilandhelginnar, þar sem megináhersla er lögð á að fylgjast með veiðarfærabún- aði skipanna, stærð þess fisks, sem veiddur er, svo og öðru því, er viðkemur vernd fiski- stofnanna. Ráðuneytinu er heimilt, í samráði við Haf- rannsóknastofnunina, að ákveða hámarkshlutfall smá- fisks af afla veiðiskipa, sem landa má úr hverri veiðiferð. 8. gr. Nú er botnvörpuskip í fisk- veiðilandhelgi, þar sem því er óheimil veiði, og skulu þá veið- arfæri öll vera í búlka innan- borðs, þannig að toghlerar séu í festingum og botnvörpur bundnar upp. 9. gr. Ráðherra skal með reglu- gerð setja reglur um hvaðeina, sem snertir framkvæmd laga þessara, svo sem um gerð, út- búnað og frágang botnvörpu, flotvörpu eða dragnótar, um lágmarks möskvastærðir þess- ara veiðarfæra og lágmarks- stærðir þeirra fisktegunda, sem landa má, og um búnað veiðarfæra á þilfari skuttog- ara, sem eru í fiskveiðiland- helgi, þar sem þeim er óheim- il veiði. Skulu reglugerðar- ákvæði um þessi atriði aldrei ganga skemmra en alþjóða- samþykktir um sama efni, sem ísland hefur eða mun staðfesta fyrir sitt leyti. 10. gf- Ráðherra er heimilt, að fenginni umsögn Hafrann- sóknastofnunarinnar, að veita eftirgreindar veiðiheimild:r í fiskveiðilandhelginni, auk þess, sem annars staðar er getið í lögum þessum: 1. Til dragnótaveiða. Ráðherra getur ákveðið, að dragnóta- veiði sé heimil á tilteknu svæði eða svæðum á tímabilinu 15. júní til 31. okt. eða skemmri tíma. Sé veitt leyfi til drag- nótaveiða fyrir Norðurlandi á tilteknu svæði eða svæðum, skal leyfisveiting þá miðuð við tímabilið 15. júlí til 30. nóv- ember. Leyfi til dragnótaveiða samkvæmt slíkri ákvörðun má veita íslenzkum fiskiskipum, sem eru 45 rúmlestir brúttó eða minni. Ráðherra setur þau skilyrði fyrir leyfisveiting- unni, sem honum þykja nauð- synleg. Hafrannsóknastofnun- in skal stöðugt fylgjast með dragnótaveiðum þeim, sem leyfðar verða samkvæmt grein þessari, og gera tillögur um tilhögun veiðanna og það, hversu nálægt landi þær megi stunda á hverjum stað fyrir sig. Æ GIR — 35

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.