Ægir

Årgang

Ægir - 15.03.1974, Side 20

Ægir - 15.03.1974, Side 20
Vikan 24. febr. til 2. marz Mjög lítil veiði var fyrri part vikunnar vegna verkfalls og löndunarerfiðleika. Bátar biðu með fullfermi á flestum höfnum allt frá Raufarhöfn suður um til Faxaflóahafna. Nokkur skip fengu afla austur við Ingólfs- höfða og sigldu með hann til Vestmannaeyja og Austfjarðahafna. Engin veiði var á vestur- svæðinu. Miðvikudaginn hinn 27. febr. leystist verk- fallið og vinna hófst á ný, en óhagstæð veðr- átta hamlaði nokkuð veiðum seinni part vik- unnar, en þá voru aðalveiðisvæðin sem fyrr austan og vestan Ingólfshöfða svo og í Faxa- flóa og Breiðafirði. Laugardaginn 23. febr. var bezti veiðidag- ur vikunnar, en þá fengu 35 skip samtals 7350 lestir. Vikuaflinn varð samtals 32.813 lestir og þá höfðu 97 skip fengið 1000 lestir eða meir og loðnu verið landað á 25 höfnum viðsvegar um landið. í vikulokin nam heildarafli frá vertíðar- byrjun samtals 340.006 lestum, en á sama tíma í fyrra 219.603 lestum, en þá var vitað um að 86 skip höfðu fengið einhvern afla. Aflahæsta skipið var Guðmundur RE 29, en skipstjórar á því voru þeir Hrólfur Gunn- arsson og Páll Guðmundsson, er skipts hafa á um skipsstjórn. Aflahæstu skipin: Lestir 1. Guðmundur RE ........ 10.939 2. Börkur NK ........... 10.267 3. Eldborg GK ............... 8.189 4. Gísli Árni RE............. 8.169 5. Ásgeir RE ................ 6.707 6. Súlan EA.................. 6.608 7. Heimir SU ................ 6.392 8. Hilmir SU ................ 6.265 9. Pétur Jónsson KÓ........ 6.054 10. Fífill GK ................ 6.030 Á loðnuvertíðinni hefur loðnu verið landað á 25 höfnum og birtist hér listi yfir þær: Lestir 1. Vopnafjörður ........... 16.207 2. Seyðisfjörður .......... 34.063 3. Neskaupstaður .......... 30.486 4. Eskifjörður ............ 18.344 5. Reyðarfjörður .......... 12.167 6. Fáskrúðsfjörður.......... 8.668 7. Stöðvarfjörður .......... 9.193 8. Breiðdalsvík ............ 4.681 9. Djúpivogur .............. 8.061 10. Höfn Hornafirði ........ 15.237 11. Vestmannaeyjar ......... 56.180 12. Þorlákshöfn ............ 14.443 13. Grindavík .............. 20.356 14. Sandgerði .............. 10.325 15. Keflavík ............... 13.304 16. Hafnarfjörður ........... 7.397 17. Reykjavík .............. 21.131 18. Akranes ................ 17.496 19. Patreksfjörður ............ 961 20. Tálknafjörður ............. 970 21. Súgandafjörður .......... 2.662 22. Bolungarvík ............. 2.662 23. Siglufjörður ............ 8.585 24. Krossanes ................. 417 25. Raufarhöfn .............. 7.227 ÞEIR FISKA SEM RÖA MEÐ VEIÐARFÆRIN FRÁ SKAGFJÖRÐ Æ GIR — 96

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.