Ægir

Årgang

Ægir - 15.03.1974, Side 23

Ægir - 15.03.1974, Side 23
Hydroforkerfi, bæði sjó- og ferskvatns-, er frá Bryne Mek. Verksted. Stærð geyma um 200 lítrar. Einn olíukyntur ketill með tveimur 3 KW raf- magnshitaelementum er fyrir heitt vatn og miðstöðvarofna. Botngeymar fyrir brennsluoliu hafa „centralt" kælikerfi fra Sigurd Sörum. Stýrisvél er rafstýrð vökva- knúin frá Frydenbö, gerð HS 20 A, með hámarksvægi 4000 kgm. Vindubúnaður. Vindubúnaður skipsins er frá Hydraulik Brattvaag A/s og er vökvaknúinn (lágþrýstikerfi 25 kg/cm* 2). Togvinda er af gerðinni 2D2A8 og er aðskilin í tvær vindur (splitvinsje). Hvor vinda hefur eina togtromlu, sem tekur um 850 faðma af 3 y4" vir, og eina hjálpar- tromlu og spilkopp. Á vindu eru tvö hraðastig. Togátak á miðja togtromlu (900 mm*5) er 6,0 t. og vírahraði 85 m/ niín. hvor vinda. Staðsetning n togvindum er út við síður, sitt hvorum megin við vörpu- rennu, nokkuð aftarlega. Fremst á efra þilfari er akk- eris- og grandaravinda, gerð B6, með 2 keðjuskífum og 2 tromlum. Aftarlega á togþil- fari er Kapstan, gerð CA4, togátak 3 t. Fyrir netsjár- tæki er kapalvinda. Á deiligír framan á aðalvél eru fjórar G 19 lágþrýstidæl- Ur- Hver dæla skilar um 1400 1/mín. miðað við 210 sn/min. °S aflþörf dælu er 90 hö. Við aðra hjálparvélina er G 156 lágþrýstidæla. Fjarstýring er á togvindum °g tromlum á grandaravindu frá brú og einnig má f jarstýra grandaratromlum frá afturþil- fari. Kúplingu á deiligír fyrir vindudælur er stjórnað frá brú. í brú er unnt að lesa átak á togvírum. Vinnuþilfar. Fiskilúga á efra þilfari er vökvaknúin og opnast upp. Vökvaknúið hlið lokar skut- rennu, eftir að pokinn hefur verið innbyrtur. Fiskmóttaka á neðra þilfari er um 23 m3 * að stærð og skipt í fjögur hólf með stíuborðum. Blóðgaður fiskur fer siðan á tveimur færiböndum upp í 4 blóðgun- arker með vökvaþrýstibúnaði á botni kerjanna. Með þessum búnaði eru kerin losuð og fisk- urinn heldur áfram fram á að- gerðarborð, en eftir aðgerð fer hann eftir færiböndum inn í þvottavél frá Skeide og síðan niður í lest. Affallsrennur (slógstokkar) fyrir borð eru bæði við aðgerðarborðin og við fiskmóttöku. Lifrarbræðslu- tæki og lýsisgeymir eru í skip- inu. í skipinu er ísvél frá Fin- sam, gerð FIP-6 IM 22S, sem framleiðir um 7 t. á sólar- hring. ísklefi, sem staðsettur er fremst á vinnuþilfari, tekur um 41/2 t. Fyrir utan ísvél og ísklefa er svo ísblásturskerfi í lest og er hér um að ræða samskonar kerfi og í „Flekke- fjord“-skuttogurunum og lýst er í Ægi (4. tbl. ’73) Loft á vinnuþilfari er einangrað og klætt með krossviðsplötum með plasthúð. Loftræsting er fyrir vinnuþilfar. Fiskilest. Stærð fiskilestar er um 300 m3 og útbúin fyrir fiskkassa. Gólf fiskilestar er einangrað með polyurethan- plötum og steypt ofan á. Síð- ur, þil og loft er einangrað með glerullarmottum og klætt er með „Warkaus-plötum, sem meðhöndlaðar eru með epoxy- málningu. Ein losunarlúga er fremst á fiskilest (2200x2000 mm) og er aðgangur að henni frá lúgu á hvalbaksþilfari, framan við brú. Kælikerfi er fyrir lest frá Nash Kelvinator með nægileg afköst til að halda 0°C hita- stigi við 25°C sjávarhitastig og 35 °C lofthita. Kælileiðslur eru í lofti lestar og kælimiðill er Freon 12. Kæliþjöppur eru tvær frá Dorin, gerð 10, af- köst ca. 18000 kcal/klst. við -h10/15/25°C, hvor þjappa. Ibúðir. Undir neðra þilfari í fram- skipi eru 3 eins manns og tveir 2ja manna klefar. Á neðra þilfari er borðsalur, eldhús, matvælageymsla, 5 eins manns klefar, tveir 2ja manna klef- ar salemis- og þvottaaðstaða. í matvælageymslu er 470 1. frystikista og 415 1. kæliskáp- ur. Einangrun íbúða er yfirleitt 100 mm steinull. Veggir og loft klætt með spónaplötum með álímdu plasti. Vistarverur eru hitaðar upp með miðstöðvarofnum, nema fáein rúm, sem hituð eru með rafmagnsofnum. Einn loft- ræstingarblásari er fyrir vist- arverur, sem blæs loftinu inn. Loftið er forhitað um 10°C. Ennfremur er sogblásari fyrir eldhús og snyrtiaðstöðu. Æ GIR — 99

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.