Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1976, Blaðsíða 7

Ægir - 15.05.1976, Blaðsíða 7
EFNISYFIRLIT: Mikilsverður áfangi á leiðinni 157 • Flotvarpa fyrir litla báta 158 RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS ■F'skaflinn í nóvember 975 og- jan.-nóv. 1975 og 1974 160 tttfluttar sjávarafurðir marz 1976 og jan.-marz 1976 og 1975 162 Loðnuvei ðar nar 1976 164 Fréttir 168 Lavíð Ólafsson, seðla- ankastjóri sextugur 174 De ^ tækjamarkaönum: CCa ratsjár, 060 og 110 175 Ný fiskiskip: Hrönn ÞH 275 176 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG íslands HÖFN. ingólfsstræti SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELÍSSON (ábm.) JÓNASblöndal AUGLÝSINGAR : GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBRO' GÍSLI ÓLAFSSO PRENTUT (SAFOL ÁSKRIFTARVER 1500 KR. PR ÁR( uAl KEMUR Ú hÁLFSMÁNAÐARLEG 69.ÁRG. 9. TBL. 15. MAÍ 1976 Mikilsverðiir áfangi á leiðinni Að loknum fundinum í New York megum við íslendingar vel við una okkar hlut. Text- inn um efnahagslögsöguna mátti heita óbreyttur frá því hann var lagður fram á fund- inum í Genf 1975 og sjónar- mið okkar og hagsmunir voru virt næstum umfram björt- ustu vonir, að minnsta kosti eins og málin virtust ætla að þróast um skeið. En það er samt. enn langur vegur frá því að málið allt sé komið í höfn, Það eru enn miklar deilur um efnahagslögsöguna. Landlukt- um ríkjum og landfræðilega afskiptum ríkjum finnst sinn hlutur hafa verið um of fyrir borð borinn; eins og stendur er verulegur styrr um afmörk- un ytri lína umhverfis eyja- klasa, svo og um skilgreiningu á úthafinu. í stórum dráttum má segja, að þjóðir ráðstefnunnar skipt- ist í II. nefndinni, þar sem fjallað er um efnahagslögsög- una, í þrjá aðalhópa: Strandríkjahópurinn, sem fylgir okkur og eru það um 80 ríki, 20 ríkja hóp, sem vill alþjóðalega efnahagslögsögu og landlukt ríki og landfræði- lega afskipt ríki, sem eru um 50 talsins. Til þess að ná % atkvæða þarf strandríkjahópurinn að ná samkomulagi við annan hvorn þessara hópa eða báða. Það getur orðið langt í land og þungur róðurinn, áð- ur en nægjanlcga haldgott samkomulag næst um fjöl- mörg mikilvæg ágreiningsefni. Og á lausn þeirra ágreinings- efna veltur, hvort sáttmáli verður gerður eða ekki. Auk þess ágreinings sem enn ríkir um efnahagslögsöguna, er mikill ágreiningur um heild- arstjórn á úthafinu, mengun- arlögsöguna og þar með sigl- ingar. Ef beðið verður eftir því að samkomulaf? náist um alla málaflokka ráðstefnunn- ar, getur enn dregizt allmikið, að efnahagslögsagan verði gild og 200 sjóm. fiskveiði- lögsaga strandríkja að al- þjóðalögum. Hins vegar vona margir að hún verði samþykkt sérstaklega, þó að önnur mál, sem enn meiri ágreiningur rík- ir um verði látin bíða. Hvern- ig sem mál þróast í þessu efni, er það nú Ijóst, að 200 sjóm. lögsaga strandríkja er óbeint orðin staðreynd sem ekki verður hnikað, hvort sem það dregst lengur eða skem- ur að viðurkenna hana sem alþjóðalög. Innan tíðar verður fjallað ýtarlega í Ægi um þessi mál.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.