Ægir - 15.05.1976, Blaðsíða 14
LOÐNUVEIÐARNAR
1976
Vikan frá 29. febrúar til 6. marz.
Hinn 1. marz voru nýir kjarasamningar
undirritaðir hjá sáttasemjara, en við atkvæða-
greiðslu í félögunum voru þeir felldir á öllum
höfnum við Faxaflóa nema á Akranesi. Þeir
voru samþykktir í Vestmannaeyjum, Grinda-
vík, Þorlákshöfn og Eyrarbakka og héldu
loðnubátar frá þessum höfnum þegar á veiðar.
Það vakti sérstaka athygli hve þátttaka í
atkvæðagreiðslunni um hina nýju kjarasamn-
inga var léleg. Má sem dæmi nefna að í Sand-
gerði greiddu aðeins 12 menn atkvæði og í
Reykjavík munu aðeins um 50 menn hafa
greitt atkvæði, en í bátadeild Sjómannafélags
Reykjavíkur munu vera um rúml. 300 menn.
Þrátt fyrir þá staðreynd að samningarnir
voru felldir á Faxaflóasvæðinu, nema Akra-
nesi, og verkfallið því enn í gildi, fóru nokkrir
bátar þaðan til loðnuveiða strax á mánudags-
kvöld og fleiri fylgdu eftir á þriðjudag.
Eftir fund í sjómannafélögunum í Reykja-
vík, Hafnarfirði, Keflavík, Garði og Sandgerði
að kvöldi hins 2. marz var ákveðið að fresta
verkfallinu. Ennfremur var verkfallinu frestað
á Austfjörðum. Flotinn hélt nú allur til veiða
á ný.
Mjög góð loðnuveiði var þriðjudaginn 2.
marz en þá fengu 39 skip um 10550 lestir,
aðallega úti af Garðskaga og i Faxaflóa.
Ekki hefur fundizt önnur loðnuganga, þrátt
fyrir leit m/s Árna Friðrikssonar fvrir Suður-
og Suðausturlandi og sagðist Hjálmar Vil-
hjálmsson ekki trúa öðru en önnur ganga
ætti eftir að koma upp að SA-landi.
Dráttarbáturinn „Statesrnan" veittist að
Árna Friðrikssyni á miðunum 40 sml. úti af
Reyðarfirði og munaði litlu, að árekstur yrði.
Áreitni dráttarbátsins lauk ekki fyrr en varð-
skipið Ægir skarst í leikinn.
Um miðja vikuna var bræla á miðunum
engin veiði, enda tóku flest loðnuskipanna Þj*
þátt í leit að loðnuskipinu m/s Hafrún Á
28 frá Eyrarbakka, er farizt hafði h. 2. m^U
suður af Reykjanesi. Sjö manns fórust me
bátnum, þar af ein kona.
Bezti veiðidagur vikunnar var fimmti*
urinn 4. marz, en þá fengu 64 skip um
lestir. Aðalveiðisvæðið var í Faxaflóa vestu^
af Akranesi. Ennfremur veiddist nokkuð
stórri og fallegri loðnu við Vestmannaeyj31-
sem fór að mestu til frystingar.
í lok vikunnar var þróarrými þrotið
Faxaflóasvæðinu og skip sigldu til Vestmann^
eyja og Bolungavíkur. Bræðsluskipið ^01
global lá undir Stapanum. j
Vikuaflinn nam samtals 56.124 lestum °£
vikulokin var heildaraflinn orðinn samt "
219.652 lestir. Á sama tíma í fyrra var hel
araflinn orðinn 349.821 lest. a
Aflahæsta skipið í vikulokin var m/s He S
Guðmundsdóttir BA 77 frá Patreksfirði m
samtals 7.874 lestir. Skipstjóri var Guðmuf 1
Garðarsson.
Vikan frá 7. marz til 13. marz. ^___--
Bezti veiðidagur vikunnar var mánuda
inn, en þá fengu 48 skip samtals um 14,,s.
lestir. Aðalveiðisvæðið þá var úti af Snsef® _
nesi og úti af Garðskaga. Loðnan færðist s
ugt norður og um miðja. vikuna var aðalve
svæðið í Breiðafirði. Engar fréttir höfðu b°rtll.
um nýja loðnugöngu við SA-landið. Fimm
daginn 11. marz fannst mikið loðnUI?vjp-
um 16 sml. vestur af Öndverðarnesi. s ^ý.
stjórar loðnubátanna sögðu þessa loðnu -.j
gengna á miðin og mjög fallega og ®°ðanga
frystingar. Allt bendir til þess að loðnuga °
164 — Æ GIR