Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1976, Blaðsíða 8

Ægir - 15.05.1976, Blaðsíða 8
FLOTVARPA FYRIR LITLA BÁTA Flotvarpan er ekki vinsælt veiðarfæri hjá okkur íslendingum, en það væri óráð að nýta hana ekki, þar sem hún á við. Hún er gífur- lega stórvirk, ef það hittist í þorsktorfur með henni og væri hún notuð á hrygningarslóðun- um, gæti hún sópað upp hrygningarstofninum á skömmum tíma. Við höfum reynslu af þeim veiðum á árunum 1952—56 og voru það þó miklu minni flotvörpur en nú tíðkast. Eins er flotvarpan illa séð hjá nótaveiðiflotanum, þar sem hún splundrar torfum og veiðar með henni fara illa saman við nótaveiði á sömu slóð. Hins vegar er það óumdeilanleg stað- reynd að flotvarpan er mjög hagkvæmt veið- arfæri í rekstri. Afköstin mikil en slit lítið, og hún nær fiski, sem þá stundina a. m. k. næst ekki í önnur veiðarfæri. Það er varhuga- verð stefna að banna hagkvæm veiðarfæri. Eðlilegra sýnist, eins og reyndar gert er, að takmarka notkun þeirra og samræma hana fiskverndunarsjónarmiðum og félagslegum sjónarmiðum. Flotvörpur hafa yfirleitt miðast við stór skip og einnig við tvo báta saman um vörpu. í Fishing News (5. marz) skrifar John Burg- ess um vænglausa flotvörpu, sem sett hafi verið upp fyrir báta með 3—600 hestafla vél. Ekki veit ég um heimildargildi þeirrar sögu, sem þar er sögð um fyrstu gerð slíkrar smá- flotvörpu vænglausrar. Það er alltaf erfitt að fullyrða hver hafi fyrstur riðið á vaðið með tæknilegar nýjungar í sjávarútvegi. Menn eru að bauka þetta, hver í sínu horni og með mörgum þjóðum samtímis, og það ræður oft hending, hverjum er síðan eignuð nýjungin. Grein John Burgess í Loggbók hans er byggð á frásögn Leslie Innes, og er heimilis- fang hans 38 Watermill Road, Fraserburg ef einhver skyldi vilja æskja frekari upplýs- inga. Eðlilegra væri þó máski að leita til Iver Christensen, netaverkstæðis á Skagen í Dan- mörku, en eins og fram kemur í greininni. framleiðir það fyrirtæki þessar vörpur. Mel kom í hug, hvort þetta gætu ekki orðið kol- munnaveiðarfæri eða síldarveiðarfæri fyrl1 smærri báta. En eðlilegast væri þó að V1 settum sjálfir upp slíka vörpu til notkunar fvrir báta innan við 200 lestir. Gild ástæða er til að taka mál á veiðarfærum með nokk- urri varúð í blöðum og tímaritum. Þau geta verið ónákvæm af ýmsum ástæðum. Leslie Innes segir John Burgess söguna a þessa leið: Það var seint á árinu 1975 að tveir skip' stjórar, annar danskur en hinn sænskur, kornU að máli við netagerð Ivar Christensens báðu um að reynt yrði að setja upp létta flot' vörpu, sem gerði þeim kleift að keppa V1 sænska báta á sömu slóð, sem væru yflr r fet (eða 300 tonn og þar yfir) og með 900''' 1400 hestafla vélar, en sjálfir voru þeir á ba ^ um með 5—600 ha. hæggengum vélum ine" skiptiskrúfu. Þetta virtist í fljótu brag óframkvæmanlegt, en netagerðarmaðurin Jón Lindholm réðst þó í að glíma við þettí1,' Honum var ljóst, að möskvastærðin þyrfl1 vera mikil í netinu framanverðu og möskva stærðin svo sem 32—48 þumlunga (streng°° möskvi). (Þumlungur = 25,4 mm). Meiri m® . hún trauðla vera ef nægjanleg mótstaða að verða í netinu til að halda vörpunm átt1 op' inni. Hann ákvað svo að setja upp fj°^ hliða vörpu (líkt og Johnsons botnvörpu11 > sem Halldór Halldórsson á Reyni setti up^ og hefur notað með ágætum árangri) —" 64 þumlunga möskvum í fremsta belgstý inu og síðan 32, 16, 8 og 4 tommu möskvUI^g Þetta auðveldar mjög samsetningu nets þar sem hlutföllin voru 2:1 og skurðun 2 leggir, 1 síða á belg. Jón athugaði nú hvel11 hann gæti losnað við vængina í hinni legu fjögra hliða vörpu og valdi þá veníu aðferð 158 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.