Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1977, Blaðsíða 7

Ægir - 15.05.1977, Blaðsíða 7
EFNISYFIRLIT: Áfangaskýrslan 165 tekt á loðnuveiðum og "nnslu og lifrarbræðsl- á landinu 166 Útgerð og aflabrögð 173 Ný fiskiskip: Björgúlfur EA 312 178 Áo'ff og reglugeröir: „v i um tilkynninga- s*yldu íslenskra skipa 181 u ..^tfluttar sjávaraf- I97fir 1 apríl 1977 og °g jan.-apríl 1977 og 1976 182 ÚTGEFANDI: fiskifélag (slands rÖFN. ingólfsstræti SlMI 10500 RITSTJÓRN: MAr ELlSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR : GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GlSLI ólafsson PRENTUN: (SAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 2000 KR. PR. ÁRG KEMUR ÚT hAlfsmAnaðarlega RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 70. ÁRG. 9. TBL. 15. MAÍ 1977 Áfangaskýrslan Hér í blaðinu er birtur úr- dráttur úr svonefndri áfanga- skýrslu nefndar, er sjávarút- vegsráðherra skipaði til að gera úttekt á loðnu- og lifra- bræðslum. Þó hér sé einung- is á ferðinni bráðabirgðanið- urstöður þar sem nefndinni gafst ekki tími til að athuga ýmis smærri atriði, sem þó geta skipt verulegu máli hvað snertir ákvarðanir um stefnu- mótun er sú heildarmynd, sem við blasir athyglisverð. Meg- inniðurstaða skýrslunnar er, að afkastageta bæði veiði- flota og vinnslu sé nægileg til að anna því magni, sem æskilegt er talið að veiða á næstu árum. Að vísu eru ekki allir þeir, sem til þekkja sammála þvi, sem nefndin ályktar um verk- smiðjurnar. Hefur því verið haldið fram að vafasamt sé að fara út í mikla aukningu geymslurýmis fyrir hráefni. Þau rök eru færð fyrir þessari skoðun að það hlutfall, sem að meðaltali gildir þ.e. að geymslurými samsvari 10—12 daga vinnslu sé nálægt há- marki þess sem fært sé, eigi nýting og gæði afurða að vera innan eðlilegra marka. Hugs- anlegt er að lengja geymslu- tíma með notkun rotvarnar- efna um borð í veiðiskipum en það hamlar væntanlega annarri hagnýtingu hráefnis- ins þ.e. frystingu og nýtingu hrogna, en umhleypingasöm veðrátta hérlendis þrengir ætíð kosti hvað geymslu hráefnis varðar. En sé þetta fær leið er hún vissulega áhugaverð. Hvað veiðiflotann snertir eru niðurstöður skýrslunnar ótvíræðar. Þrátt fyrir það hafa til þessa á árinu verið teknar ákvarðanir um að auka burðargetu loðnuveiðiflotans um 6500 tonn, en burðargeta skipanna er ráðandi þáttur hvað afköst snertir. Á móti þessu kemur að seld verða skip að burðarhagni um 1500 tonn þannig að nettoaukning- in verður um 5000 tonn eða um 20%. Það er augljóst að miðað við svipaðar aðstæður og ríkjandi hafa verið í loðnu- veiðunum, leiðir þetta ekki til aukinnar veiði heldur lengri biðtíma skipa og aukins kostnaðar. Fjárfestingin í þessari auknu afkastagetu nemur nettó um þremur milljörðum króna. Spurning er hvort þeim fjármunum væri ekki betur varið í endurbætur á verksmiðjunum, sem flestar eru úreltar orðnar, þannig að geysileg verðmæti fara for- görðum árlega vegna lélegrar nýtingar auk þess sem gæði afurðanna verða léleg. Tími er kominn til að huga að öðrum atriðum en magni eingöngu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.