Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1977, Blaðsíða 14

Ægir - 15.05.1977, Blaðsíða 14
Afkastaaukning loðnuverksmiðja, nýbygg- ingar og endurbætur í þeim kafla kemur fram, að um er að ræða nokkrar verksmiðjur, svo sem þorskmjöls- verksmiðjur á einum 20 stöðum á landinu, sem eru að vísu vanbúnar að tækjum til loðnu- bræðslu, en möguleiki væri að gera þær hæf- ar til loðnuvinnslu margar hverjar, en þar sem nefndinni gafst ekki tími til að gera út- tekt á hverri þessara verksmiðja fyrir sig, né meta aðstæður og ástand á stöðunum, og það er sérstaklega tekið fram í skýrslunni, að frek- ari rannsóknar sé þörf, þá er þessi kafli ekki birtur hér í Ægi. Um þetta segir svo í nefnd- arálitinu: „Mat á aðstæðum og ástandi á hverjum stað, er að sjálfsögðu mikið verk og útilokað að framkvæma það á stuttum tíma. Nokkrar af þessum verksmiðjum eru þó sýnilega mun nær því að geta tekið á móti loðnu til vinnslu en aðrar. Þetta eru verksmiðjurnar, sem hafa uppsett flest öll tæki til feitfiskvinnslu, en vantar ýmist einstakar vélar eða minniháttar lagfæringar á búnaði og aðstöðu". Fjallað er síðan lauslega um þær verk- smiðjur, sem helst komi til greina að endur- bæta og síðan um hagkvæmni bygginga nýrra verksmiðja. í þessum hugleiðingum um byggingu nýrr- ar og fullkominnar loðnuverksmiðju er m.a. sagt: „Almennt séð hlýtur að vera mjög æskilegt að íslendingar eignist fullkomna loðnuverk- smiðju með öllum búnaði er svari þeim kröf- um, sem gerðar eru nú, m.a. til þess að það verði ekki áfram deiluefni árum saman, hvort íslenskar fiskmjölsverksmiðjur geti staðist samanburð við sams konar fyrirtæki erlendis". 1 sambandi við byggingu nýrra verk- smiðja eða endurbætur þeirra sem fyrir eru, er í lok slcýrslunnar vitnað í yfirlitsgerð, sem Þjóðhagsstofnun vinnur að og er um rekstur fiskimjöls- og loðnuverksmiðja á árunum 1972—75 og segir svo í skýrslunni: „Það kemur einnig fram í þessu yfirliti Þjóð- hagsstofnunar að tiltölulega mjög lítið er hægt að greiða í afborganir og stofnlánavexti og ný- byggð verksmiðja væri mjög fjarri því að geta „borið sig“ jafnvel með tiltölulega miklu hráefnismagni. Þannig yrði það mikið vafa- mál, hvort það væri hagkvæmt fyrir veiðarn- ar og hráefnisseljendur að stofnað yrði til aukinnar löndunarmöguleika með því að reisa nýjar verksmiðjur meðan skuldabyrði þeirra væri reiknuð með í heildarafkomu verksiniðj' anna. í útreikningum Þjóðhagsstofnunar er lögð mikil áhersla á áhrif bættrar mjölnýtingar a afkomu verksmiðjanna. Þetta atriði er aug' ljóslega mjög háð hráefnismagni og undU" strikar nauðsyn þess, að stuðla að endurbótutn á tækjakosti verksmiðjanna og öðrum aðgei'ð' um til aö auka mjölnýtinguna." Útdráttur úr ályktum og tillögum Gengið er út frá því að ársaflinn af loðnu verði 1 milljón tonn á næstu árum og að veið' ar verði stundaðar 6—9 mánuði ársins. Hvorki virðist þurfa að fjölga nótaveiði' skipum landsmanna né stækka þau til að veiða það magn samtals sumar og vetur. Heildarafkastageta íslenskra ioðnuverk' smiðja er einnig nægileg til að vinna úr milljón tonna af loðnu auk úrgangs frá ann' arri fiskvinnslu og fyrirsjáanlegs magns a kolmunna og spærlingi. Ætla má að loðnuaflinn í ár gæti orðið un’ 700 þúsund tonn, 500 þús. tonn í vetur og 200 þúsund tonn næsta sumar og haust, án nok urra sérstakra aðgerða annarra en lítils ha ar flutningastyrkja til siglinga veiðiskipa n1e eigin afla. Hráefnisgeymslur eru víðast hvar alltof n ar og ekki í samræmi við afkastagetu ver smiðjanna. Lagt er til að allar verksmiðJ11^ stefni að því að byggja upp hráefnisgeyms1^. sínar til eins mánaðar vinnslu. Með því m® ^ mætti auka aflamagn um 200 þús. tonn, því að fylla þrær aðeins einu sinni. Skipulag flutninga á loðnu frá veiðisv®^ um til fjarlægra verksmiðja er brýnt van mál. Nefndin leggur til að unnið verði að Sf tölfræðilegs ,,módels“ fyrir siglingar vel^ skipa með eigin afla í því skyni að stuðla ^ auknum heildarafla. Ennfremur er álitið na synlegt að gera tilraun til flutninga á 1° ^ með flutningaskipi síðari hluta þessa arS’„A() vel tekst til, má ætla að eitt 4.000— lesta flutningaskip geti aukið veiðiinagnið 80—100 þúsund tonn á sex mánuðum. lagningu loðnunnar skuli hagað eftir því nV gt landað er í flutningaskip, til verksmiðju n , miðunum eða fjarlægari verksmiðju og tekið tillit til fjarlægðar frá miðunum. 172 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.