Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1977, Blaðsíða 12

Ægir - 15.05.1977, Blaðsíða 12
Þessar niðurstöður gefa tvímælalaust til- efni til að þetta mál sé skoðað mun betur. Þessar fyrstu mjög grófu ágiskanir gefa til kynna að hugsanlega mætti flytja loðnu með flutningaskipum fyrir 1.50—2.00 kr./kg, sem skipta bæri á einhvern hátt milli veiðiskips og verksmiðju. Sjálfsagt væri að meta þann ávinning, sem veiðiskip hefði af því að losna við afia á miðunum, en auk þess bæri að taka tillit til aukinnar hagkvæmni í rekstri verk- smiðju með lengingu vinnslutímans. Siglingar veiðiskipa með eigin afla Áður en loðnuvertíð hófst upp úr sl. ára- mótum, var allmikið rætt um flutninga á loðnu á veiðiskipunum sjálfum til fjarlægra hafna. Var því haldið fram, einkum af sjó- mönnum og útgerðarmönnum, að ekki væri nógu mikið vitað um áhrif siglinga og þar með fjarvista af miðum á afkomu þeirra skipa, sem sigldu, til þess að hægt væri að auka stjórnun á löndun skipanna. Þess vegna þótti rétt að reyna að reikna út þann kostn- að og það veiðitap, sem slíkar siglingar hefðu í för með sér fyrir viðkomandi veiðiskip. Leitað var aðstoðar kennara og nemenda við stærðfræðiskor Háskóla íslands um gerð tölfræðilegs „módels“, þar sem ofangreindir þættir væru reiknaðir út fyrir ákveðinn fjölda „dæmigerðra“ veiðiskipa undanfarin nokkur ár, byggt á dagskýrslum Loðnunefndar og Tilkynningaskyldunnar. Tíu skip voru valin af handahófi, en þó tryggt að skip af öllum stærðarflokkum væru með. Það hefur komið í Ijós eins og raunar var vitað, að þetta er mjög yfirgripsmikið verk, ef niðurstöður eiga að fást, sem teljast geti nægilega nákvæmar og ábyggilegar. Gögn frá yfirstandandi vertíð munu auka nákvæmnina. Niðurstöður þessarar fyrstu úrtakskönnunar, benda eindregið til þess, að gerð slíks heildar- módels sé möguleg. Ennfremur benda niður- stöðurnar til þess, að veiðitap og kostnaður skips, sem siglir, sé bætanlegt og slíkar bætur eigi rétt á sér með tilliti til þess að auka megi heildarveiðimagn flotans og lengja vinnslutíma verksmiðjanna á þennan hátt. Til þess að veiðiskipin sigli sjálf með afl- ann, þarf skipstjórinn að vita hverju sinni hversu hátt verð hann fær fyrir farminn á þessari eða hinni höfninni, auk upplýsinga um löndunarbið og þess háttar. Þessu á „mó- delið“ að verða fært um að svara. HRÁ EFNISGE YMSLIIR Af töflu 2 hér að framan má sjá, að meðal- geymslurými verksmiðjanna endist ekki nerna til rúmlega 12 daga vinnslu. Geymslurýmið er þó nokkuð misjafnt, mest á Akranesi til 26 daga vinnslu, en minnst á Krossanesi til 3/2 dags vinnslu. Það er augljóst að rekstraraf' koma verksmiðjanna batnar því lengur, sern þær hafa hráefni til vinnslu, en jafnframt eykst móttökugetan með auknu geymslurým1 og þar með veiðiafköst flotans þann stutta tíma, sem loðnan er yfirleitt í nágrenni hverr- ar verksmiðju a.m.k. á vetrarvertíð. Gerð var áætlun um kostnað við að auka geymslurými þannig, að hver starfandi verk' smiðja hefði hráefnisgeymslur til um það bn 1 mánaðar vinnslu. Tekið var tillit til miS' munandi bræðsluafkasta verksmiðjanna, en tu þess að rotvörn geti verið hæfileg, er ekki heppilegt að verksmiðjan sé lengur en 4 daga að vinna úr hverju geymsluhólfi. Einnig kom fram það álit að gera yrði kröf' ur um að skömmtun rotvarnarefna og blöndun þeirra í hráefnið væri með sem fullkomnustum hætti. Tafla 3 sýnir kostnaðaráætlun fyrir hráefU' isgeymslur af mismunandi stærðum og Ser^' um. Flutningstæki að og frá geymslum elU innifalin, en aðeins sem framlenging á þeiU1’ sem fyrir eru við „venjulega“ verksmiðju, eU aðstæður á hverjum stað eru að sjálfsögö11 eitthvað breytilegar. Miðað er við verð °£ gengi í janúar 1977. Tafla 3. Kostnaðarásetlun um hráefnisgeyrns^ fyrir loðnuverksmiðjur. Stálg’eymar: Heildarverð Verð/ t°nn m.kr. ícr- 500 tonn 11.2 22.400 1000 tonn 17.9 17.900 1500 tonn 23.2 15.500 2000 tonn 28.1 14.050 Steyptar þrær: 4x 500 tonn 34.3 17.15° 4x1000 tonn 53.9 13.480

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.