Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1977, Blaðsíða 22

Ægir - 15.05.1977, Blaðsíða 22
Loft og síður vinnuþilfars er einangrað með steinull og klætt með vatnsþéttum kross- viði (plasthúðuðum). Fiskilest: Fiskilest er 438 að stærð og er lestin gerð fyrir fisk- kassa, nema fremsti hluti hennar sem búinn er upp- stillingu. Lestin er einangruð með polyurethan og klædd með stálplötum. Kæling í lest er með kælileiðslum í lofti lestar. 1 lest er færiband til að flytja fisk og einnig ísdreifi- kerfi (blásturskerfi). Ein lúga er á lest (aftarlega) og er að- gangur að henni um losunar- lúgu á efra þilfari, aftan við hvalbak. Fyrir affermingu er vökvaknúinn losunarkrani. Vindubúnaður, losunar- búnaður: Vindur skipsins eru frá Brusselle, að undanskilinni netsjárvindu og kapstan- vindu. Togvindur eru rafknún- ar og sömuleiðis kapstan, en aðrar vindur eru vökvaknún- ar (háþrýstikerfi). Nokkuð aftarlega á togþil- fari, s.b.-megin og b.b.-megin, eru tvær togvindur (split- vindur) af gerðinni 2502 S. Hvor vinda hefur eina tromlu (445 mm° x 1310 mm° x 1414 mm), sem gefin er upp fyrir 1100 faðma af 3y±" vír. Tog- átak vindu á miðja tromlu er 7.5 t og tilsvarandi vírahraði 110 m/mín. Hvor vinda er knúin af 206 ha, 900 sn/mín Indar jafnstraumsmótor. Fremst á efra þilfari (í hvalbak) eru tvær grandara- vindur af gerðinni HL—5, s.b.- megin og b.b.-megin. Hvor vinda er búin einni tromlu (324 mmox800 mm°x460 mm), togátak 5 t og tilsvarandi víra- hraði 42 m/mín. Vindurnar eru notaðar til að draga inn grandaravírana og bobbing- ana fram. Á hvalbaksþilfari, aftan við stýrishús, eru tvær hífinga- vindur af gerðinni L 45 búnar einni tromlu (356 mm0x61O mm°x430 mm), togátak 10 t og tilsvarandi vírahraði 21 m/mín. Aftast á togþilfari, s.b.-meg- in og b.b.-megin við skutrennu, eru tvær hjálparvindur af gerðinni HL 3. Hvor vinda er búin útkúplanlegri tromlu (324 mm°x500 mm°x460 mm) og kopp, togátak á tóma tromlu er 3.2 t og tilsvarandi vírahraði 67 m/mín, Vindur þessar eru notaðar m.a. til að losa úr pokanum og þegar vörpunni er kastað. Fremst á togþilfari, aftan við hvalbak er flotvörpuvinda af gerðinni NTL 8—I með tvö hraðastig og eftirfarandi tromlumál: 609 mm°xl700 mmDx3700 mm. Við lægra hraðastig er togátak á miðja tromlu (1155 mm°) 12.7 t og tilsvarandi dráttarhraði 35 m/rnín. Losunarkrani er frá SKB, gerð SRW 24—22, og er stað- settur á s.b.-síðuhúsi. Lyfti- þungi er 3.8 t við 6.2 m arm- lengd. Akkerisvinda er af gerðinni AL 24 H með tveimur keðju- skífum og tveimur koppum. Vindan er staðsett fremst á efra þilfari. Á hvalbaksþilfari er rafknúinn kapstan frá O. Synnes Mek. Verksted, tog- átak um 2 t. Netsjárvinda er frá Bratt- vaag af gerðinni MG 16-62-57, lágþrýstiknúin ,og er staðsett á toggálgapalli yfir skut- rennu. Vindan er með sam- byggðri dælusamstæðu. Rafeindatæki, tæki í brú o.fl- Ratsjár: Tvær Decca RM 926, 60 sml. Seguláttaviti: Lilley & Gillie, spegilátta- viti í þaki. Gyroáttaviti: Microtecnica, gerð Sirius Sjálfstýring: Decca 450 G. Vegmælir: Ben, gerð Amphitrite. Miðunarstöð: Taiyo TD—A 130. Loran: Simrad LC 204, sjálfvirk' ur loran C móttakari, weð TP skrifara. Dýptarmælir: Simrad EQ 38 með 30x30/ 10 botnspegli, MC botn- stækkun og TE 3 púls' sendi. Dýptarmælir: Simrad EQ 50 með 12x24/ 9 botnspegli og mögb' mögulegri tengingu vl° MC og TE 3. Fisksjá: Simrad CI. Asdik: Simrad SK 3. Netsjártæki: Simrad FB 2 með EQ ^ sjálfritara, FI botnþreif ara og sjóhitamæli 2000 m kapli. Talstöð: ^ Sailor T122/R106, 400 V' SSB. Örbylgjustöð: Simrad PC, 25 W. Veðurkortamóttakari: Taiyo TF787. Sjóhitamælir: Foster Cambridge. - Af öðrum tækjabúnaðþ nefna National kallkerfi, síma, kerfi og Simrad vörð. Aftast _ stýrishúsi eru stjórntæki Framh. á bls. f 180 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.