Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1977, Blaðsíða 20

Ægir - 15.05.1977, Blaðsíða 20
NÝ FISKISKIP Björgúlíur EA 312 16. apríl s.l. afhenti Slipp- stöðin h.f. á Akureyri nýjan skuttogara, Björgúlf EA 312, sem er nýsmíði 59 hjá stöð- inni. Smíði þessa skuttogara var með þeim hætti að skrokkur skipsins kom frá Flekkefjord Slipp & Maskin- fabrik A/S í Noregi, sem byggt hefur sjö skuttogara fyrir ís- lendinga, en smíðinni síðan lokið hjá Slippstöðinni, inn- réttingar, niðursetning á tækjabúnaði, frágangur o.þ.h. Skuttogari þessi er af lengri gerðinni frá „Flekkef jord“, eins og Guðbjörg ÍS og Gyllir ÍS. Björgúlfur EA er í eigu Útgerðarfélags Dalvíkinga h.f. á Dalvík ,og er þetta ann- ar skuttogarinn sem fyrirtæk- ið eignast, en það á fyrir Björgvin EA 311, sem er byggður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrik og var afhent- ur í janúar 1974. Björgúlfur er byggður eftir sömu teikn- ingu og Björgvin EA, nema hvað Björgúlfur er 3.30 m lengri, en auk þess hafa ver- ið gerðar ýmsar minniháttar smíðabreytingar. Skipstjóri á Björgúlfi EA er Sigurður Haraldsson og 1. vélstjóri Sveinn Ríkharðsson. Fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar er Björgvin Jónsson. Almenn lýsing: Skipið er byggt skv. regl- um Det Norske Veritas í flokki + 1A1, Stern Trawler, Ice C, + MV. Skipið er skuttog- ari með tveimur þilförum miili stafna og skutrennu upp á efra þilfar. Undir neðra þilfari er skip- inu skipt með fjórum vatns- þéttum þverskipsþilum í eft- irtalin rúm, talið framan frá: Stafn’nylki fyrir brennsluolíu, íbúðir framskips, fiskilest, vélarúm og aftast skutgeymar fyrir brennsluolíu. Undir íbúð- um og fiskilest eru botngeym- ar fyrir brennsluolíu, fersk- vatn og sjókjölfestu. Aftan við stafnhylkið eru keðjukassar, en asdikklefi er fremst i fiskilest. Fremst í vélarúmi eru and-veltigeymar frá Ul- stein. Á neðra þilfari er fremst stafnhylki, en þar fyrir aftan íbúðir. Aftan við íbúðir er vinnuþilfar með fiskmóttöku og stýrisvélarrúmi aftast fyr- ir miðju. Til hliðar við fisk- móttöku og stýrisvélarrúm eru verkstæði, vélarreisn og geymsla. Framarlega á efra þilfari er þilfarshús, en til hliðar við það eru lokaðir gangar fyrir bobbingarennur. í þilfarshúsi er íbúð skipstjóra, klefi fyrir ísvél o.fl. Yfir þilfarshúsi og göngum er hvalbaksþilfa1’’ sem nær aftur fyrir afturgafl þilfarshúss. Aftan við þilfars- hús er togþilfarið. Vörpurenna kemur í framhaldi af skut- rennu og greinist í tvær bobb- ingarennur, sem liggja í göng' um og ná fram að stefni. Aft' arlega á togþilfari eru síðU' hús beggja megin, framantil hús fyrir vindumótora en aft' antil skorsteinshús. Yfir aft' urbrún skutrennu er toggálg1’ en yfir frambrún skutrennu er bipodmastur sem gengur niður í skorsteinshús. Aftar' lega á hvalbaksþilfari er stýr' ishús skipsins, sem hvílir a reisn. Vélabúnaður: Aðalvél skipsins er Wich- mann, gerð 7AX, sjö strokka tvígengisvél með forþjöppu og eftirkælingu, sem skilar 2100 hö við 375 sn/mín. Vélin teng' ist gegnum kúplingu skipt1' skrúfubúnaði frá Wichmann- Skrúfa skipsins er 4ra blaða úr ryðfríu stáli, þvermál 205 mm, og utan um hana er skrúfuhringur. Framan á aðalvél er deilig11 frá Framo af gerðinni WG-3Á- Mesta lengd.................. 49.85 m Lengd milli lóðlína.......... 44.00 m Breidd ............................ 9.50 m Dýpt að efra þilfari .............. 6.60 m Dýpt að neðra þilfari......... 4.35 m Eiginþyngd ......................... 595 t Særými (djúprista 4.30 m) ......... 1060 t Burðargeta (djúprista 4.30 m) .... 465 t Lestarrými ......................... 438 m3 Brennsluolíugeymar ................. 112 m3 Andveltigeymar (brennsluolía) .. 25 m3 Skiptigeymar (br.olía/sjókjölf.) . . 28 m3 Ferskvatnsgeymar............... 37 m3 Ganghraði (reynslusigling) ........ 13.4 hn Rúmlestatala ....................... 424 brl Skipaskrárnúmer ................. 1476 178 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.