Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1977, Blaðsíða 8

Ægir - 15.05.1977, Blaðsíða 8
Uttekt á loðnuveiðum og -vinnslu og lifrarbræðslum á landinu Útdráttur úr áfangaskýrslu til sjávarútvegsráðherra INNGANGUR Þann 13. janúar s.l. skipaði sjávarútvegsráð- herra nefnd til að gera úttekt á loðnu- og lifrarbræðslum. Hlutverk nefndarinnar skyldi vera „að gera heildaráætlun um afkastaþörf loðnuverksmiðja, sem byggð er á áætlun um hráefnisöflun miðað við þann loðnuveiðiskipa- flota, sem nú er til staðar, svo og á ástandi loðnustofna. Þá skal nefndin gera tillögur um stækkun og breytingar þeirra verksmiðja, sem fyrir eru, kanna möguleika á að minni verk- smiðjur, sem unnið geti feitfisk verði hagnýtt- ar til loðnuvinnslu og gera tillögur um bygg- ingu nýrra verksmiðja, stærð þeirra, gerð og staðarval. Við gerð slíkrar heildaráætlunar verði áhersla lögð á að samræma sem best veiðar og vinnslu í þeim tilgangi að stytta flutningaleiðir. Jafnframt er nefndinni falið að kanna hvar lifrarbræðslur eru starfræktar nú og hvar sé þörf fyrir nýjar með það fyrir augum að nýta alla lifur, svo sem kostur er.“ í nefndina skipaði ráðherra þá Björn Dag- bjartsson, sem formann, Þorstein Gíslas°n skipstjóra, Ingólf Ingólfsson vélstjóra, Júl)US Stefánsson framkvæmdastjóra og Sigurð Sig' urðsson vélaverkfræðing, alla án tilnefningar' Nefndin tók þegar til starfa, enda var ÞesS óskað að hún gæfi skýrslu til ráðherra sen1 fyrst. Það varð þó fljótlega ljóst að það yr“| mjög mikið verk og tímafrekt að gera úttek á hverri einstakri verksmiðju og gera tillögur um endurbætur. Ekki var heldur gert ráð fyr11 því að tillögur nefndarinnar kæmu að notuta á yfirstandandi vertið. Nefndin ákvað því111 , samþykki ráðherra að skipta verkefninu þann hátt, að afla fyrst bestu fáanlegra gagnn og skapa sér heildarmynd af loðnuveiðum -vinnslu eins og nú háttar og skila stefnum0 ^ andi frumáliti sem byggðist á fengnum upP lýsingum, en láta nánari úttekt á einstöku ^ verksmiðjum, endurbótum á þeim og hugsan legum nýbyggingum mæta afgangi. Núverandi afkastageta veiðiflotans og verksmiðjanna. Þann 15. febrúar sl. var vitað um 75 skJP’ sem voru að loðnuveiðum samkvæmt upP^S ingum Loðnunefndar. í töflu 1 er „meðalfu (( fermi“ hvers skips skráð og skipting í »stot og „minni“ skip. Vitað var að Harpa RE 600 t) og Víkingur AK (ca. 1300 t) muh^ fljótlega hefja veiðar og auk þess var 1)U1 við að 5—10 minni skip gætu bæst á hópj (samtals ca. 1000 t). Alls gæti því flotl ^ borið að landi í einu um 30.000 tonn miðað meðalfullfermi hvers skips. Það tæki Þv* 1 ann ekki nema um 35 veiðidaga við bestu stæður að ná einnar milljón tonna afla. 166 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.