Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 10

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 10
að í verstöðvum varð til margur góður þarfa- hlutur og leikföng í bland fyrir börn sem full- orðna. — Auðsætt er, að margvísleg skemmtan tók drjúgan saum úr athafnaleysi landlegu- daganna. En það, sem sérstaklega er vert að vekja athygli á, er sú menntun, sem menn áttu kost á í verbúðinni, en þá mátti einkum telja lestur, skrift og reikning til menntunar. Eftir að klausturskólarnir voru úr sögunni, voru engir aðrir skólar í landinu en þeir sem voru á biskupsstólunum. —- En þá gleymist jafnan að geta þess, að verstöðvarnar voru skólar. Þar hlaut mikill fjöldi manna þá einu tilsögn í þeim lærdómsgreinum, sem áður voru nefndar og bjuggu að henni æ síðan sér og öðrum til mikilla nytja. Þessi þáttur vermennskunnar er miklu at- hyglisverðari en ætlað hefur verið og á orði haft. Ég tel enga goðgá að fullyrða, að á síð- ustu þrem öldum hafi íslenzkir sjómenn yfir- leitt verið betur menntaðir en títt gerðist með- al starfsbræðra þeirra annars staðar á Norð- urlöndum. Þótt verbúðirnar íslenzku líktust fremur skepnuhúsum en manna, og væru reyndar sumsstaðar sömu íverurnar, er nánast ótrúlegt, að þar hafi verið skrifað jafnmikið og um er vitað, og enn ótrúlegra, að við slík skilyrði skuli hafa orðið til jafn fagurlega gerð handrit og þau, sem enn eru varðveitt. Hér er ekki rúm til að fjölyrða um þetta efni né birta sýnishorn fullyrðingum mínum til stað- festingar, enda mun það gert annars staðar áður en langt líður. Ég læt því einungis fljóta hér með tvær myndir. Önnur sýnir skrá yfir þær bækur, sem Jón Níelsson á Grænanesi á Gjögri hafði þegar afritað árið 1840, (f. 1800, d. 1842), og eru líklega að mestu leyti landlegustörf. Jón reri víðar en frá Gjögri, m. a. oft úr Bol- ungavík. — Ennfremur birtist hér mynd úr aflaskýrslubók Halldórs Jónss. frá Miðdals- gröf í Strandasýslu (f. 1871, d. 1912), en hann skrifaði lengi slíkar skýrslur. — Geta má þess, að enn eru varðveitt fögur handrit skrif- uð í verbúðum um miðja 17. öld, þar sem sjó- menn hafa verið að afrita skinnhandrit. Margir sjómenn voru góðir hagyrðingar og mörg ríman og ferskeytlan varð til í verbúð- inni, þegar ekki varð komizt á sjó. Slíkur kveðskapur var fljótur að berast um landið sem eðlilegt var, þar sem jafnvel vermenn úr sjö sýslum voru samtímis í sömu verstöðinni. En með þeim barst og margs konar fróðleikur 69. 2. mynd. — Or aflskýrslubók Halldórs JónssonM í Miðdalsgröf í Strandasýslu. — Lbs. 1S69S10< '" 69—71. annar og varð viðar og fyrr kunnari en. el a'^ Ekki var að ófyrirsynju, að Bólu-Hjálna^ hafði orð á því, að íslenzkan væri „orðafG^ söm móðir“. Þegar aðrir Norðurlanda u hafa í sínu sjómannamáli eitt eða tvö orð > ^ sama hugtakið eða hlutinn, ber við, að 1 lenzku sé þá um að ræða tug orða °S jafnvel mun meira. v,ann Ég árna Ægi langlífis án þess að ^ kembi hærur. Mér er hugleikið, að þelf’ 280 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.