Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 19

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 19
Opinberir slvrkii og öiðnrgreiðslui* ^ nýútkomnu ársriti fiskimálanefndar Efna- ags. 0g framfarastofnunarinnar í París 0ECD) um sjávarútveg aðildarríkja stofn- unarinnar á sl. ári er víða vikið að opinberri Er8'reiðslu og styrkjum í einstökum ríkjum. Ciskirnálanefndin hefur lengi látið mál þessi 1 sín taka með sérstöku tilliti til áhrifa slíkr- ar fyrirgreiðslu á eðlilega nýtingu fiskstofna °& niarkaði fyrir sjávarafurðir. Eins og vikið ar að í síðasta tbl. Ægis, fór fram sérstök onnun á þessu efni á árinu 1975, að frum- v*ði íslendinga, með tilliti til aukinna styrk- Veitinga til sjávarútvegs ýmissa landa sökum Peirra erfiðleika, er fylgdu í kjölfar stórhækk- a . verðs á olíu og tengdum afurðum. I fyrrnefndu ársriti kemur í ljós, að flest ECD-ríki hafa afnumið hina sérstöku styrki, veittir voru á árinu 1975. Hjá öðrum hafa Pe>r að einhverju leyti verið felldir inn í hið e cEa almenna styrkjakerfi. Afstaðan til nið- yrgreiðslna og styrkja til sjávarútvegs er nú 1 endurskoðun hjá velflestum ríkjum, sem að- r3 eiga að OECD, bæði með tilliti til ástands lskstofna, en ekki síður vegna þeirra breyt- jy'ga, sem útfærsla strandríkja í 200 mílur hefur í för með sér. Um er að ræða all-margvíslegar áætlanir og a°gerðir. Nokkur dæmi má nefna: Holland og elgía eru að laga sóknargetu fiskiskipastóls síns að þeim möguleikum, sem þessi ríki telja Slg munu öðlast í Norðursjó, og öðrum nær- ^ggjandi miðum í framtíðinni. Greiddir eru siyrkir til útgerðar eldri skipa til niðurrifs eða 1 breytinga vegna annarra viðfangsefna en jskveiða. Þar að auki eru veitt stofnframlög 1 endumýjunar nýlegra skipa og smíða á nyjum skipum. Markmið þeirra er að draga úr heildarsóknargetu flotans að þvi marki, að hún samsvari nokkurn veginn þeim hámarks- afla er þeim verður aðgengilegur. Bandaríkin og Kanada eru á hinn bóginn með áætlanir um mikla aukningu eigin sókn- ar og vinnslugetu. Opinber fjárframlög í þessu skyni hafa enn ekki verið ákveðin í Banda- ríkjunum. Engar beinar styrkveitingar til sjávarútvegs var þar um að ræða á s.l. ári af hálfu alríkisstjómvalda. 1 Kanada var hinsvegar um verulega styrki að ræða sem stofnframlög til skipasmíða og vinnslustöðva. Auk þess voru fiskimönnum greidd 2,5 cent á pund af fiski við löndun, og vinnslustöðvunum 8 cent á pund af framleidd- um flökum. í Noregi hækkuðu opinberar styrkveitingar verulega á árinu 1976 borið saman við árið á undan og námu um 520 milljónum norskra króna. Að auki var um margvíslega aðra fjár- hagslega fyrirgreiðlu að ræða, sem erfitt er að meta nákvæmlega. Þá veitti Efnahagsbandalagið beina styrki til ýmissa þátta sjávarútvegs bandalagsríkj- anna, umfram framlög einstakra ríkja þess. Stefna EBE í fiskveiðimálum er enn í mót- un. Hinsvegar er markmið bandalagsins sam- ræming sóknargetu og afrakstursgetu og jafn- framt afnám styrkja í áföngum. Ekki fer á milli mála, að beinir styrkir og önnur opinber fyrirgreiðsla til veiða og vinnslu þeirra þjóða, er við þurfum helzt að keppa við á mörkuðum fyrir sjávarafurðir, hefur valdið okkur margháttuðum erfiðleikum. Oft á tíðum, þegar fiskverð hér á landi er borið saman við fiskverð erlendis, gleymist að taka tillit til áhrifa styrkja og annarrar fyrir- greiðslu. Er nauðsynlegt, að þessi þáttur verði hafð- ur í huga í sambandi við þá úttekt og mat er nú fer fram á stöðu fiskiðnaðarins hér á landi. Helztu tæki í stýrishúsi eru: Ratsjá: Decca RM 916A. Seguláttaviti: Lilly og Gillie (þakáttaviti). Sjálfstýring: Wagner MK4. ^egmælir: EMI. ^liðunarstöð: Koden KS 510. Loran: Decca DL91 sjálf- virkur loran C móttakari. Dýptarmælar: Kelvin Hughes MS 39, Koden SRM 681 A. Fisksjá: Koden SRV 103. Asdik: Wesmar SS 160. Talstöð: Sailor T128/ R105, 200W SSB. Örbylgjustöð: Sailor RT 143. Auk ofangreindra tækja má nefna vörð og trylli frá Radio- miðun, Elektra örbylgjuleit- ara, og Sailor móttakara í lúkar. Af öryggis- og björgun- arbúnaði má nefna 10 og 4ra manna Viking gúmmíbjörgun- arbáta og neyðartalstöð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.