Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 18

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 18
NÝ FISKISKIP Ásbjörg ST 9 1. júlí sl. afhenti Skipa- smíðastöðin Skipavík h.f. í Stykkishólmi nýtt 47 rúm- lesta eikarfiskiskip, sem er ný- smíði nr. 15 hjá stöðinni, og hlaut skipið nafnið Ásbjörg ST 9. Skip þetta er byggt eftir sömu teikningu og nýsmíði nr. 14, Kristbjörg ÞH 44 (8. tbl. Ægis ’75), hjá umræddri stöð. Eigendur skipsins eru Bene- dikt Guðjónsson, sem jafn- framt er skipstjóri, Daði Guð- jónsson og Guðlaugur Trausta- son, Hólmavík. Fremst í skipinu, undir þil- fari, er lúkar en þar fyrir aft- an fiskilest, þá vélarúm, káeta og stýrisvélarrúm aftast. Fremst í fiskilest er fersk- vatnsgeymir og keðjukassi, en brennsluolíugeymar eru í síð- um vélarúms. Vélarreisn og þilfarshús, aftan til á þilfari, eru úr áli. Aðalvél skipsins er Cater- pillar, gerð D 343 TA, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu, sem skilar 365 hö við 1800 sn/min. Vélin tengist skipti- skrúfubúnaði með niður- færslugír (4.6:1) frá Fernholt og Giertsen af gerðinni PB 1-43. Skrúfa er 3ja blaða, þver- mál 1400 mm. Framan á aðalvél er aflút- tak frá Twin Disc, gerð Clll PM3 (1:1) og við það tengd vökvaþrýstidæla frá Denison, sem er fyrir vindur skipsins. Dælan er af gerðinni T5DC- 45-22 3L (tvöföld) og skilar um 200 1/mín við 1000 sn/mín og 175 kg/cm2 þrýsting. Hjálparvélar eru tvær. Önnur vélin er frá Mercedes Benz, gerð OM314, 39 hö við 1500 sn/mín og við hana tengist riðstraumsrafall frá Stamford, gerð MC20B, 25 KW, 220 V. Hin vélin er frá Lister, gerð SR2, 10 hö við 1500 sn/mín og við hana tengist rið- straumsrafall frá Dale, gerð EM 625 DLX, 6.25 KW, 220 V. Stýrisvél er frá Wagner, gerð T5, rafstýrð og vökvaknúin, snúningsvægi um 475 kpm. Fyrir vélarúm og loftnotkun véla er einn rafdrifinn blásari frá ASEA, gerð PH400, afköst 70 m3/mín. Rafkerfi skips- ins er 220 V riðstraumur al- mennt, en 24 V jafnstraumur frá geymum fyrir handfæra- rúllur og þá notendur, sem krafist er samkvæmt reglum. Upphitun er með rafmagnsofn- um. Neyzluvatnsdæla er frá Bryne, afköst 1000 1/klst. Fyr- ir fiskilest er kæliþjappa frá Tecumseh, gerð VFTL, afköst 2000 kcal/klst, við h-10°C/— + 25°C, kælimiðill er Freon 12. I lúkar eru sex hvílur og eldunaraðstaða, rafmagnselda- vél, ísskápur og frystiskápur. í káetu eru þrjár hvílur. Þil- farshús skiptist í stýrishús fremst, en aftantil er skip- stjóraklefi, með einni hvílu, og salernisklefi. Loft fiskilestar er einangrað með 2" plasti og klætt með krossviði. Afturþil er einangr- að með asbesti, vélarúmsmeg- in. Lestarstoðir, stíu- og hillu- borð eru úr áli, svo og lestar- gólf. Lestin er kæld með kæli- leiðslum í lofti. Vökvaknúnar vindur eru fra Vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar h.f., og er um að ræða togvindu, línuvindu og bómuvindu. Togvindan er af gerðinni HD 750 L, búin tveimur togtromlum (180 mm x820 mm“x500 mm), löndunar- tromlu, keðjuskífu og tveimur koppum. Hún er knúin aí tveimur Denison M3Dl3° vökvaþrýstim., um snekkju- drif. Togátak vindu á miðja tromlu (500 mm°) er 2.4 t og tilsvarandi vírahraði um "u m/mín með öðrum mótornum en ef báðir eru notaðir fást 4. t og um 45 m/mín vírahraði- Miðað við eðlilega tromlufy11' ingu taka tromlurnar um 800 faðma af IV2" vír. Línuvinda er af gerðinni HN 200, 2.0 ■ Bómuvinda er af gerðinni H 75, 0.75 t. Þá eru í skipinu V rafdrifnar handfæravindur, frá Autofisker og 4 frá E ectra, gerð Maxi. Mesta lengd 20.50 m Lengd milli lóðlína 18.40 m Breidd (mótuð) 4.98 m Dýpt (mótuð) 2.43 m Brennsluolíugeymar 4.0 m3 Ferskvatnsgeymir 1.5 m3 Lestarrými 32 m3 Rúmlestatala 47 brl Skipaskránúmer 1487 288 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.