Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 7

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 70. ÁRG. 15. TBL. 1. SEPTEMBER 1977 Ægir sjötíu ára EFNISYFIRLIT: Ægir sjötíu ára 277 Lúövík Kristjánsson: eiðimannaþ.jóðfélag — bændaþjóðfélag 278 Davíð Ólafsson: Brennandi í andanum 282 Kinar Guðfinnsson: .. ^njtleiðingar í tilefni sjótíu ára afmælis Ægis 283 Asgeir Jakobsson: ferð en jöfn — stefnunni- haldið 286 Tilkynning til sjófarenda 287 Ný fiskiskip: Ásbjörg ST 9 288 Opinberir styrkir og niðurgreiðslur 289 A f m.æliskvcðjur: Margeir Jónsson útgerðannaður 290 Hilmar Bjarnason, erindreki 291 '-tfluttar sjávarafurðir 1 júní og jan.-júní 1977 og 1976 292 Fiskaflinn í júní og jan.-júní 1977 og 1976 294 . Hiskveiðar Færeyinga '..íslenzkri fiskveiðilög- 50&u stöðvaðar 10. sept. 296 ^eiðar Norðmanna á Is- iandsmiðum stöðvaðar frá og með 16. sept. 296 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG ÍSLANDS HÖFN. INGÖLFSSTRÆTI S(MI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELlSSON (ábm.) JÓNASBLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GÍSLI ÓLAFSSON PRENTUN: ÍSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 2000 KR. PR. ÁRG KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA Á þessu ári fyllir Ægir sjö- tugasta árganginn, en á árinu 1975 voru liðin sjötíu ár frá því er blaðið hóf göngu sína undir ritstjórn Matthíasar Þórðarsonar frá Móum. Hélt hann blaðinu úti fram á mitt ár 1909. Þá varð nokkurt hlé á útgáfu þess, eða til 1912, mest vegna anna Matthíasar eða eins og hann segir sjálfur í ritstjórnargrein í 1. tbl. árs- ins 1912: „Hinn fyrri útgefandi felldi ritið niður á sínum tíma, ekki vegna þess, að það bæri sig ekki eða af því að áhugi hans hefði dofnað, heldur eingöngu vegna þess, að hann mátti ekki skipta starfskröftum sín- um, og hafði ekki tíma til að sinna útgáfu þess.“ Fiskifélag íslands var stofn- að í febrúar 1911 og var Matt- hías einn stofnenda. Tók félag- ið við útgáfu ritsins og hefur haldið því fram síðan. Tilgangurinn með útgáfunni var fyrst og fremst að fjalla um hagsmunamál sjávarút- vegsins hverju sinni, vekja at- hvgli á nýjungum við veiðar og vinnslu sjávarfangs, fjalla um öryggis-, og slysavamar- mál, fræðslumál, og margt fleira mætti nefna. Þá hefur ritið frá upphafi lagt mikla áherslu á landhelg- ismálið, enda hefur Fiskifélag- ið alla tíð verið mjög hvetj- andi um aðgerðir, er stefndu að verndun fiskimiðanna og að yfirráðarétti íslendinga yfir þeim. Á þeim þremur aldarfjórð- ungum, sem eru liðnir frá því að Ægir kom fyrst út, hafa verið gerðar margvíslegár brevtingar á útliti blaðsins og efni, í flestum tilfellum í sam- ræmi við kröfur tímans, vegna breytinga á þjóðfélagsháttum. Framvegis eins og hingað til mun Ægir kappkosta að flytja lesendum sínum í hópi sjávarútvegsmanna fregnir, er að gagni koma um tækninýj- ungar og öryggismál, um fiskveiðar, vinnsluaðferðir og markaðsmál. Á öðrum stað hér í blaðinu birtast ávörp frá tveim fyrr- verandi ritstjórum Ægis í til- efni þessa afmælis, svo og hug- leiðingar þeirra Einars Guð- finnssonar frá Bolungavík, sem um áratugi hefur verið meðal helztu framámanna Fiskifélagsins, og Ásgeirs Jakobssonar, sem um langt skeið hefur ritað í blaðið og jafnframt skrifað og þýtt handbækur, er Fiskifélagið hefur gefið út og ætlaðar eru til kennslu og almennrar fræðslu þeirra er sjóinn sækja.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.