Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 14

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 14
félagið mjög látið til sín taka, en eftir stofn- un Slysavarnarfélagsins 1928 færðust þau mál að verulegu leyti á hendur þess félagsskapar. Skipstjóra- og vélstjóranámskeiðin, sem fé- lagið hafði staðið fvrir frá 1914 og 1918 færð- ust í hendur sérskóla þessara stétta. Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins var fyrst á vegum Fiskifélagsins og dr. Þórður Þorbiarnarson varð starfsm. þess frá árinu 1934. Fiskirann- sóknirnar voru einnig hafnar á vegum Fiski- félagsins og dr. Árni Friðriksson starfsmaður þess (1931). Ámi fer nokkrum orðum um hlut Ægis í eflingu fiskirannsókna í afmælisritinu, sem áður er nefnt. „Þegar svona stóð á, kom Ægir til sögunnar. Honum má þakka drjúgan þátt í þeim framförum, sem orðið hafa síðan. Hann varð vettvangur hins frjálsa orðs, hvort sem það kom frá útvegsmönnum eða fiski- fræðingum, milliganga hans varð til skilnings- auka og umbóta.“ Báðar þessar stofnanir, sem slitu barns- skónum hjá Fiskifélaginu, urðu síðan sjálf- stæðar sem kunnugt er. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins 1965 og um sama leyti varð fiskideild Fiskifélagsins að Hafrannsóknar- stofnuninni. Nú mætti ætla, að sú þróun, sem rakin hef- ur verið, hefði leitt til þess, að það dofnaði yfir starfi Fiskifélagsins. Það varð þó ekki. Fiskifélagið fann sér jafnharðan ný viðfangs- efni þegar önnur hurfu úr höndum þess. Fiski- þingin héldu áfram að vera almennasti um- ræðuvettvangur sjávarútvegsmanna og félagið hélt áfram að hafa frumkvæðið að ýmsum nýjungum og fitja upp á einu og öðru sjávar- útvegnum til hagsbóta. Félagið sneri sér meira að tæknimálunum en áður hafði verið og stór- jók hagsýslugerð fyrir útveginn og stjórnvöld og lét hin almennu mál, svo sem vita- og hafnamál, öryggismál og tryggingamál mjög til sín taka. Einnig var útgáfustarfsemin og upplýsingadreifing stóraukin með útgáfu fag- legra sérrita og margvíslegum öðrum hætti. Félagið tók að sér rekstur Aflatrygginga- sjóðs frá stofnun hans 1949 og er það mikið og mikilvægt verkefni. Þó að menn hafi oft deilt um, hvernig haga skyldi greiðslum úr þessum mikla sjóði, þá eru engar deilur um nauðsyn hans fyrir útveg- inn og það er með nokkru stolti, að ég minni á, að hugmyndin og fvrsti vísirinn að þessari samtryggingu útvegsins og sjómanna er runn- in frá okkur í Bolungavík. Það var í hörðustu kreppunni vorið 1936. Saman fór lokun Spán- armarkaðarins og eindæma aflaleysi vestra. Kjör fólksins í sjávarþorpunum vestra, Þar sem allir höfðu framfæri sitt af sjávarútvegn voru ákaflega aum og það var engin furði þótt sjómenn í Bolungavík gripu loks til þesS örþrifaráðs að gera verkfall þetta vor. En það var bara um algera sjálfheldu að ræða. Ut- gerðin gat ekki bætt kjörin. Hún rambaði a gjaldþrotsbarmi. Þetta verkfall varð því með þeim hörðustu, sem gerðust og stóð allt vorið 1936. Þá var það loks, sem okkur kom í hug fyrir vestan að leysa málið með þvi, að legg.ia til hliðar 2% af óskintum afla vélbátanna til að safna fyrir beirri lágmarks kauptryggingu> sem sjómönnum var nauðsvnleg til að fram- fleyta sér. Þetta kom að miklu leyti til frarn- framkvæmda strax næstu vertíð (1937) þótt ársetning sjóðstofnunarinnar sé ekki fvrr en tveimur árum síðar (1939). Þetta varð kveiki- an að Aflatryggingasj. fvrir allt landið. Fjórð- ungsþing Vestfiarða tók hugmyndina unp °% þaðan kom hún inn á Fiskibing og 1949 sam- þvkkti Alþingi lögin um hlutatryggingasjóð, sem síðan 1962 heitir Aflatryggingasjóður. Annar mesti sjóður sjávarútvegsins, Fisk' veiðisjóður, efldist einnig verulega fvrir frum- kvæði Fiskifélagsins. Sjóðurinn var miög van- megna til að sinna hlutverki sínu, þar til Fiski- þing gerði sambvkkt um, að hluti af útflutn- ingsgjöldum sjávarafurða yrði látinn renna 1 bennan sjóð og á móti kæmi framlag frá rik- inu. Þessi tillaga varð svo að lögum. Þa væri vissulega verðugt viðfangsefni fvrl' Fiskifélagsmenn að tína saman hversu mörg mál, sem til hagsbóta horfðu fvrir siávarút- veg landsmanna hafa fyrst verið borin fram á Fiskiþingum. Slík samantekt gæti orðið ti þess, að landsmönnum yrði liósara en _eha' hvílíku meginhlutverki Fiskifélagið og Fiak1" þing hafa gegnt í sjávarútveginum allt fra stofnun félagsins 1911. Það liggur í hlutarins eðli, að Fiskibuv hafi verið og verði alltaf breiðasti umraeðu vettvangur sjávarútvegsins. Þar koma sama11 flestir þeirra, sem vita gerzt hvar skórm kreppir, hvaðanæfa af landinu, og þeir m» hver öðrum af þekkingu og reynslu, hver ur sínu byggðarlagi. Allir hafa þeir brotið hel ann um úrræði og á þingunum bera þeir salTI, an bækur sínar og gera tillögur, sem byggia- á þeirri víðtækustu revnslu og þekkingu, se völ er á í landinu. 284 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.