Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 26

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 26
Klaufalega farið að kvenmanninum — enda brást hún illa við Það virðist svo, sem klaufalegt orðalag (8. tbl. Ægis) í inngangsorðum að tilvitnaðri grein eftir Emilíu Martinsdóttur á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins — og þó kannski frem- ur prentvilla — hafi valdið heldur frunta- legri athugasemd frá Emilíu í 12. tbl. Ægis. Efnislega er ekki að sjá að konan hafi ástæðu til athugasemdarinnar. Ég fór algerlega með rétt mál. Loðnusýnin úr bátum, sem lönduðu í Bolungavík voru send til Reykjavíkur og beðið með verðákvörðun þar til bréf kom til baka að sunnan, fyrst eftir að rannsóknastof- an á ísafirði tók til starfa. Það var ekkert óeðlilegt við þetta meðan verið var að treysta rannsóknastarfið á ísafirði og koma því í eðli- legan gang. Þó að orsökin sé skiljanleg, breyt- ir það vitaskuid ekki þeirri staðreynd að þetta olli töfum á uppgjöri við loðnusjómenn, sem lönduðu í Bolungavík. Þó að mér sé sama, hvernig vindurinn stend- ur í bæli nefndrar konu, vil ég með engu móti, að þessi staðreynd sé lögð út sem ámæli á rannsóknastofuna á ísafirði, sem menn hér vestra- eru á einu máli um að vinni hið bezta verk og sé til mikilla nytja fyrir útveginn og fiskvinnsluna á Vestfjörðum. Ég tók líka fram „að sýnisrannsóknir gengju nú fljótar Þorskveiðar Fœreyinga í íslenskri fiskveiðilögsögu stöðvaðar 10. sept. Samkomulag hefur náðst á milli sjávarút- vegsráðuneytisins og fiskimálastjórnar Fær- eyja um að færeysk fiskiskip stundi ekki bein- ar þorskveiðar í íslenskri fiskveiðilögsögu frá og með 10. sept. n.k. Færeyskum fiskiskipum verður þó heimilt að veiða aðrar fisktegundir til ársloka, með þeim skilyrðum að þorskafli í hverri veiðiferð fari ekki yfir 10% af aflan- um. Ofangreind ákvæði er niðurstaða viðræðna milli íslenskra og færeyskra embættismanna, um framkvæmd þess samkomulags, sem í gildi eru um heimildir færeyskra fiskimanna til fiskveiða innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Samkvæmt þeim samningum er Færeyingum heimilt að veiða 17 þús. tonn af botnlægum fiski á íslandsmiðum, þar af 8 þús. tonn af þorski. 296 — Æ G I R fyrir sig en í byrjun“. Máli mínu til sönnun- ar læt ég fylgja hér klausu úr viðtali í nýlegu (22.7.) Vesturlandi. Útibú Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins a ísafirði hefur breytt miklu í sambandi við loðnv vinnslu hér, eins og raunar annað varðandi vinnslu á Vestfjörðum. Áður þurfti að senda 0 sýni, bæði úr mjöli, lýsi og loðnuförmum Reykjavíkur, til efnagreiningar. Það tók skilJan lega langan tíma og niðurstöður fengust seinn en nú. Emilía kallar það ýkjur að tala um rann- sóknastofur „út um allt land“, en telur PæT svo sjálf upp og þær reynast vera „út um alU land“ (eins og á að vera) — eða í Vestmanna eyjum, Neskaupstað, Húsavík, ísafirði og s''0 aðalrannsóknastofan í Reykjavík. Hvað sky10 manneskjan hafa haldið að ég meinti? Hverj3 þúfu í landinu? Eins og ég tók fram í upphafi, er athug3 semd Emilíu einkennilega görótt af engu öo tilefni en ónákvæmu orðalagi. Ég hélt bara að allir, sem hlut ættu að máli, vissu hvernjg þetta var. Skýringuna á viðbrögðum Em1 kann að vera að finna í misprentun á foður nafni hennar í inngangsorðunum. Slíkar pren villur ergja fólk. Staddur í Bolungavík 7. ág. 1977. Ásgeir Jakobsson. Áðurnefnt samkomulag var undirritað sept. sl. af Matthíasi Bjarnasyni sjávárúlveg ráðherra og Petri Reinert, sjávarútvegsra herra Færeyja. Veiðar Norðmanna á íslandsmiðum stöðvaðar frá og með 16. sept. Sjávarútvegsráðherra, Matthías Bjarnaso0, hefur gefið út þá tilskipun að frá og með ^ sept. n.k. til áramóta, verði öllum norsk fiskiskipum óheimil veiði innan íslensku I veiðilögsögunnar. g. Þessi ákvörðun með að stöðva veiðar H o ^ manna hér við land til áramóta er alveg 1 a ^ þess samkomulags sem er á milli þjóðanna' það gefur okkur fullan rétt til þess að ákv ^ aflamagn þeirra hér. Þrátt fyrir tilskiP^ þessa verður samkomulagi því sem er a fslands og Noregs um veiðar þeirra her, sagt upp sem slíku.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.