Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 15

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 15
Mér var það snemma ljóst, að Fiskifélagið ^ði að snúast með jákvæðum hætti við þeirri Pfóun, sem lýst hefur verið hér að framan með Mofnun hinna ýmsu merku sérsamtaka og rik- jsstofnana, sem tóku til sín ýms verkefni iskifélagsins áður fyrr. Einfaldasta aðferðin til að mæta þessari þróun, var sú, að hin ýmsu ^órsamtök yrðu aðilar að Fiskifélaginu og Pað héldi áfram að vera sá heildarumræðu- og fiyktanavettvangur, sem það hafði alltaf ver- ið. Mér var það því sérstök ánægja að geta átt Mut að breytingu í þessa átt á næst síðasta t iskiþingi sem ég sat og greiða síðan atkvæði fooð og sitja síðan fjmsta Fiskiþingið sem sam- ankom með þessu breytta skipulagi, sem ég ei’ að eigi eftir að reynast vel. Það er mín ótvíræða skoðun eftir áratuga ^ynni af starfsemi Fiskifélagsins, að það geti engin félagssamtök komið í stað þess. Eins eS skipulagi Fiskifélagsins er háttað með iskideildum í sjávarþorpunum og fjórðungs- neildum, þá hafa einstök sjávarþorp og lands- nlutarnir möguleika á að koma rökstuddum nskum sínum á framfæri á Fiskiþingum og ela Fiskifélaginu að vinna að framgangi Pnirra við Alþingi og stjórnvöld. Þar sem iskifélagið er ópólitískur félagsskapur svo allar deildir þess, eru samþykktir Fiski- Pings óháðar því, hvaða stjórn situr við völd. aÖ hlýtur að auka gildi samþykkta félagsins, ríkisstjórn geti hverju sinni treyst þvi, að séu ekki litaðar pólitík. Á Fiskiþingum afa setið menn — og sitja væntanlega enn — andstæðar stjórnmálaskoðanir og það er verulega ánægjulegt að geta sagt það eftir rnrnlega 30 ára reynslu sem Fiskiþingsfulltrúi Fiskifélagið hefur sýnt það fyllilega, að Politískir andstæðingar geta starfað saman í eMgsskap landi sínu og þjóð til gagns án Pes_s að til árekstra komi vegna mismunandi sP)órnmálaskoðana félagsmanna. Það má heita Sv° að það hafi einu gilt, hversu eldheitir sPmir þingfulltrúar hafa verið í stjórnmálun- am á öðrum vettvangi, á Fiskiþingum hafa -eir slíðrað þau sverð. Þassi landssamtök eiga enn sama tilverurétt þegar þau voru stofnuð 1911 og hið sjötuga jímarit þess, Ægir, er enn nauðsynlegt upp- isingarit fyrir sjávarútveginn. Verkefnin hafa reytzt en ekki fækkað. Sífellt er um ný og ný apdamál að ræða, sem félagið getur beitt sér yrir um lausn á og f jallað um í riti sínu. Það nPtir meginmáli í framtíðarstarfinu svo sem hingað til, að félagið lagi sig að breyttum að- stæðum hverju sinni og finni sér nýtt verk- efni fyrir hvert eitt, sem leyst hefur verið eða færst úr höndum þess. Með þeim hætti helzt þessi rótgróni félagsskapur síungur. Ekki vil ég skiljast svo við kveðjupunkta til Fiskifélagsins, að ég minnist ekki á þann forseta félagsins, sem ég hafði mest kynni af, þar sem ferill okkar hjá félaginu og á Fiski- þingum lá saman meir en aldarf jórðungs skeið. Davíð Ólafsson var kjörinn forseti Fiskifé- lagsins, eins og staða fiskimálastjóra nefnd- ist þá, árið 1940 og lét ekki af því embætti fyrr en 1967. Þar sem ég sat öll Fiskiþing á þessu tímabili og var einnig formaður Fjórð- ungssambands Vestfjarða og í stjórn F. í. um skeið, hafði ég mikil samskipti við Davíð. Ég tel að það hafi verið mikið happ fyrir Fiskifé- lagið á þeim breytingatímum, sem um var að ræða í starfsemi félagsins upp úr 1940 og rakin hefur verið, að til forsetastarfsins skyldi veljast jafn traustur maður og áhugasamur um sjávarútvegsmál og Davíð Ólafsson. Hann var nýkominn frá námi erlendis, en kynni hans af sjávarútvegi voru rótgróin frá æskuárunum, þar sem faðir hans var framámaður í útvegs- málum og veitti stórum útgerðar- og fisk- vinnslufvrirtækjum forstöðu og beitti sér fyr- ir ýmsum nýjungum, svo sem lifrarbræðslu í togurum, stofnun lýsissamlags og fisksölusam- lags. Hagfræðimenntun Davíðs kom sér einnig vel fyrir Fiskifélagið þegar hagskýrslugerð þess tók að aukast fyrir sjávarútveginn. Mestu máli skipti þó þennan heildarfélags- skap, sem sameina þurfti alla sjávarútvegs- menn, að til forystunnar veldist maður sem héldi hlutlaust en þó fast á málunum og hefði hæfileika til að velja þann milliveg, ef menn greindi á, sem allir gátu sætt sig við. Davíð var einnig óþreytandi við að efla samheldni félagsmanna og treysta böndin við fiskideild- irnar og fjórðungssamböndin. Allir Fiskifé- lagsmenn báru honum gott orð, það ég vissi til og sjálfur átti ég aldrei nema ánægjuleg samskipti við hann. Már Elísson, einnig hag- fræðingur, tók við starfi fiskimálastjóra af Davíð og þótt kynni min af honum væru miklu styttri en af fyrirrennara hans, hafa þau verið góð og ég tel stjórn Fiskifélagsins vel borgið í hans höndum. Þessum mönnum báðum færi ég því sérstakar þakkir fyrir ánægjuleg ára- Framh. á bls. 287 Æ G IR — 285

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.