Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 17

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 17
laða til að mynda sér skoðanir. Þeir leita 11 dæmis ekki uppi snakkgrein í síðdegisblaði kolmunnaveiðar, svo nýlegt dæmi sé nefnt, eldur í Ægi, af því að þeir vita að bak við Pá grein þar, eru umræður á Fiskiþingi eða Peirra, sem hafa kynnt sér málið sérstak- ega og hafa hagsmuni að gæta. . þ*að hefur oft komið til orða í gegnum tíð- 'na bæði á Fiskiþingum og hjá stjórn ritsins, Vort ekki ætti að reyna að auka útbreiðslu Á þessum tímamótum í sögu tímarits- lns er þetta einmitt á döfinni. í þessum af- mælispitli er hvorki staður né stund til að r®ða það mál, heldur aðeins óska þess, að Æg- lr haldi áfram sem hingað til að vera uPPlýsingarit fyrir þá, sem upplýsinga þarfn- ast í sjávarútvegi, og forðast hávaðasaman málflutning eða áróðurskenndan og reyni í ^llan máta fyrst og fremst að auka gildi sitt nrir sjávarútveginn. Aukin útbreiðsla má með engu móti verða á kostnað þessa sjónarmiðs. Ægir hefur frá öndverðu verið heppinn með ri,tstjóra. Mathías Þórðarson var meira en ’-ahugasamur og fróður um útvegsmál“, hann Var afreksmaður í þeim efnum. Það var ekki aðeins, að hann hleypti Ægi af stokkunum, Sem lengi mun halda nafni hans á lofti svo mikið nauðsynjaverk sem það var að sjávarút- Vegurinn ætti sér eigið tímarit, heldur skrifaði ann stórmerkar bækur. Það má finna ýmsa Sa.Ha á Síldarsögunni, vegna skorts á heim- 1 dum á ritunartímanum og þó máske enn meir vegna slæmra aðstæðna höfundarins, en hún er þó stórmerk bók og ennþá eina síldar- sagan. Æviminningar hans eru einnig stór- fróðlegar og svo er um fjölmargt fleira sem hann ritaði. Hann hefur ekki verið metinn sem skyldi af ýmsum, vegna þess, að hann var heldur stirfinn penni. Sveinbjörn Egilson var líka allmikið meira en „víðförull siglinga- maður og fjörugur frásagnamaður“. Hann er tvímælalaust einn besti sagnarithöfundur þess- arar þjóðar. Ferðaminningar hans eru sígilt verk álíka og saga Jóns Indíafara eða Eiríks á Brúnum. Það eru engar ferðaminningar til á íslenskri tungu, sem jafnast á við ferða- minningar Sveinbjarnar í lifandi frásögn nema helst áðurnefndar sígildar bækur. Þjóðin á eftir að uppgötva Sveinbjörn sem rithöfund og meta hann að verðleikum. Þriðji ritstj. Ægis var Lúðvík Kristjánsson. Sá maður hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt með merkum ritum og er nú að vinna að stór- virki í útvegssögu þjóðarinnar. Allir þessir menn voru ekki aðeins ritfærir heldur höfðu þeir stundað sjó og voru ger- kunnugir sjávarútvegi. Venjulegir blaðamenn hafa aldrei starfað við Ægi. Þegar Lúðvík lét af störfum tók fiskimálastjóri, sem þá var Davíð Ólafsson, sjálfur við ritstjórninni og á eftir honum Már Elísson, núverandi fiski- málastjóri og meðritstjóri er skrifstofustjóri Fiskifélagsins, Jónas Blöndal. ^Ugleiðing ar . . . Pramhald af bls. 285 !°ng kvnni. Margan þingfulltrúa, sem ég ynntist vel persónulega eftir að hafa setið eð þeim á Fiskiþingi væri ástæða til að minn- st 1 þessum kveðjuorðum, en hér er hvorki t aður né stund til þess, en vonandi gefst mér a^kifacri til þess á öðrum vettvangi. ^ vil svo leyfa mér að ljúka þessu greinar- p°rni með þeirra ósk, að það verði aldrei, að .^skiféiag íslands koðni niður vegna skiln- ^ gsleysis útvegsmanna sjálfra á gildi þessara n mtaka fyrir útveginn, eða ríkisvaldsins, sem f.! raeður orðið miklu um það, hversu öflugt elagið er. Sjómælingar Islands Tilkynning til sjófarenda 20. S-ströndin. Vestmannaeyjar. Surtsey. Nýr viti. Kveikt hefur verið á nýjum vita í Surtsey. Staður: 60°18'16 n. br. 20°36'06 v. lgd. Ljóseinkenni: 2 hvít leiftur á 20 sek. bili. Ljóshæð: 155 m. Sjónarlengd: 11 sjóm. Vitahús: 7 m hátt, hvitt. Sjókort: Nr. 33, 31, 26, 26A, 26C. Vitaskrá, 1976: Bls. 42. Æ G IR — 287

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.