Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.1977, Blaðsíða 16
Ásgeir Jakobsson: Hæg ferð en jöfn - og stefnunni haldið Um þessar mundir eru komnir út 70 heilir árgangar af Ægi, tímariti Fiskifélagsins. Þessi öldungur meðal íslenzkra tímarita hefur ekki látið mikið yfir sér um dagana. Ægir hef- ur aldrei leitað eftir fjöldaútbreiðslu með auglýsingaskrumi eða öðrum þeim brögðum, sem blöð og tímarit nota gjarnan til að auka útbreiðslu sína. Hann hefur jafnan verið sátt- ur við það, að vera aðeins lesinn af þeim, sem á honum þurftu að halda og miðað allt efni við þá lesendur, sem hagsmuna hafa að gæta í sjávarútvegi og fiskvinnslu og eru sérfróðir í því efni. Af því leiðir að tímaritið hefur aldrei lagzt í almennt snakk sem fallið gæti almenningi í geð um þessi mál. Skammar- greinar finnast til dæmis naumast í þessum 70 árgöngum. Það einkennir málflutning Ægis um áranna raðir að málin eru aðeins rædd og reynt að taka saman þau sjónarmið, sem til greina koma, en hlífst við að kveða upp á- kveðna dóma um, hvað rétt sé eða rangt. Þetta kemur til af því, sem að ofan er sagt, að ritið er einungis ætlað mönnum, sem sjálfir eru færir um að draga ályktanir af þeim upp- iýsingum, sem Ægir veitir. Tímaritinu hefur sem sé aldrei verið ætlað, eins og flestum öðr- um blöðum og tímaritum, að móta skoðanir al- mennings né ná til hans, heldur, ef svo má segja, „sinna manna". Af þessu leiðir að það hefur jafnan verið hljótt um þetta tímarit og almenningur veit lítið um gildi þess. Og þarf ekki almenning til. Það má nefna sem dæmi, að í þvkkri bók um blöð og blaðamenn nýút- kominni er Ægis og ritstjóra hans minnst með svofelldum orðum: „Ný blöð og tímarit bættust í hópinn. Óð- inn og Ægir byrjuðu 1905. Ægi stýrði fyrst Matthías Þórðarson skipstjóri, áhugasamur og fróður maður um útvegsmál. Seinna var lengi ritstjóri hans Sveinbjörn Egilsson, víðförull siglingamaður og fjörugur frásagnarmaður“. Ekki er orð finnanlegt meira um Ægi á 378 blaðsíðum þessarar bókar, þótt þar séu tíund- uð upp á margar blaðsíður allskyns tímarit, sem tíminn hefur leitt í ljós að voru miklu ómerkari og útkoma þeirra minna verð fj'rir land og lýð. Útkoma Ægis 1905 var nefnilega óumdeil- anlega merkur atburður, það hefur tíminn sannað. Það er fvrst með útkomu hans, að við getum farið að lesa nokkuð samfellda sögn frá ári til árs um meginatvinnuveg þjóðar- innar. Fyrir hans tíma voru frásagnir af aflu- brögðum og útveginum og sjósókninni a'" mennt aðeins tætingur hér og þar í blöðun- um á eftir langlokum um árferði til landsins og skepnuhöld í sveitum. Ef segja þarf fra sjávarútvegi á þessari öld, þá spyr maðui stundum sjálfan sig: Hvernig færi maður að, ef Ægir hefði ekki byrjað að koma út ein- mitt á þessum tíma, þegar miklir atburðn voru að ske í sjávarútvegssögunni, svo sem upphaf vélbátaútgerðar og togaraútgerðai. „Að blaða í gömlum Ægi, er eins og fletta blöðum í atvinnusögu fslendinga síðasta aldar helminginn", segir Gísli Ólafsson réttilega 1 „Ægir 50 ára“. Líkast til hefði sá sem ritaði bókina „Bl° og blaðamenn 1773—1974“ ætlað Ægi naeira rúm og talið útkomu hans merkari atburð 1 tímaritasögunni, ef hann vissi hversu margir leita orðið til hans. Daglega koma menn hva ^ anæva að, flestir þó ofan úr háskóla, til a‘ leita heimilda í Ægi, gömlum og nýjum- Þess verður oft vart, að menn halda, jain, vel sem gerst ættu að vita, að vænlegra s að fara með greinar í fjölmiðla heldur e Ægi, sem ekki sé lesinn nema af nokkru ^ hundruðum manna. Þessir menn athuga , ’ að Ægir er einmitt lesinn af þeim, sem 13 ^ mest ferðinni í sjávarútvegsmálunum og Pe menn leita ekki til sjónvarps, útvarps eða dag 286 — Æ G IR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.