Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1979, Page 16

Ægir - 01.01.1979, Page 16
okkar í ár verði nokkru minni en í fvrra. liklega 310- 315 þús. lestir á móti 330 þús. lestum á árinu 1977. Þorskafli erlendra fiskiskipa verður væntanlega 8-9 þús. lestir á árinu, en var um 10.5 þús. lestir 1 fyrra. Tölur undanfarinna ára sýna minnkandi þorskafla á fslandsmiðum þegar á heildina er litið. eða úr 473 þús. lesta á árinu 1970 í 340 þús. lestir á s.l. ári. enda þótt okkar eigin þorskafli hafi aukizt og hafi verið meiri á s.l. ári og í ár en nokkru sinni fyrr. Raunar hefur langtímaþróunin verið sú. að þorskafli hefur minnkað á íslandsmiðum allar götur frá 1953 1955. Spurningin 1 þessu efni er raunar sú. hvort ekki var farið að ganga á íslenzka þorskstofninn þegar á seinni hluta sjötta áratugsins. Ríkulegar göngur frá Grænlandi rugluðu okkur e.t.v. í ríminu. Sú lind virðist hafa þorrið, a.m.k. í bili, um og eftir 1970. Ég hefi ekki að ástæðulausu dvalið nokkuð við þessa þróun þorskveiða, svo mikilvægur sem þorskstofninn er og þorskveiðar fyrir sjávarútveginn og þjóðarbúið. Ég tel líka. að þróun undanfarinna ára og reynsla hafi kennt okkur margt. Við höfum sveiflast frá bjartsýni 1 sambandi við útfærslu í 50 og 200 mílur, - að brotthvarf útlendinga mundi leiða til mikillar aukningar eigin afla þorsks og annarra botnlægra tegunda, jafnvel í 700 þús. lestir, - og til mikillar svartsýni er svörtu og bláu skýrsl- urnar komu út. Við óttuðumst mjög með réttu minnkandi hrygningarstofn þorsks. Þó hefur reynslan kennt okkur tvennt, - annað er hið augljósa, að lítill hrvgningar- stofn hefur í för með sér lélegan þorskafla á S og SV landi, og vissulega er það ein meginástæðan fyrir lélegri afkomu báta og vinnslustöðva á því svæði og þeirra er að þessum atvinnuvegi starfa. Hitt var ekki eins augljóst. að lítill hrygningarstofn gæti gefið af sér jafngóða árganga fisks og dæmin frá 1976 og 1978 sanna. Vandamál þau, er glíma þarf við eru því ekki síður félagsleg og efnahagsleg en líffræðileg. þ.e. að finna skynsamlegar leiðir til að efla svo hrygningarstofninn. að afkoma byggðarlaga sunnan og vestanlands batni, jafn- framt því, að sæmilegir hrygningarstofnar auka á öryggi fyrir viðgangi stofnanna - án þess þó að raska um of afkomumöguleikum fyrirtækja og fólks í öðrum lands- hlutum. Þetta er eins og ég gat um ekki sízt félagslegt og efnahagslegt vandamál. Reynslan virðist líka sýna a.m.k. fram að þessu, að með núverandi sókn og veiðitilhögun náum við ekki að rétta hrygningarstofninn við og megum því búast við rninni göngum fisks á hrygningarstöðvarnar en áður þekktust, eins og að framan greinir t.d. um árið 1970. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að hverja leið sem við veljum til takmörkunar á afla, verðum við að færa fórnir. Flotinn sem við beitum í dag til veiða botnlægra teg- unda er of stór miðað við afrakstursgetu stofnanna eða öllu heldur, 480 500 þús. lestir af botnlægum tegundum er of lítið fvrir þann flota. sem þessar veiðar stunda. Ég hef alltaf litið svo á. að tillögur fiskifræðinga um þorsks- afla. þ.e. 275-280 þús. lestir á ári. miðuðust við hraða uppbyggingu þorskstofnsins. Jafnframt hefi ég litið svo á, að stjórnvöld hafi undanfarin ár sett sér sama markmið, en því átti að ná 1 lengri tíma. Mér sýnist. að stjórnvöld hafi stefnt að 315-320 þús. lesta ársafla. Tillögur Fiskiþings frá 1 fyrra miðuðust við tiltölulega hraða uppbyggingu hrygnihgarstofnsins. Jafnframt var bent á leiðir til að beina sókn fiskiskipa. cinkum togarn. til veiða annarra fisktegunda, svo sem karfa og ufsa. á þeim tíma árs. þegar hagkvæmast er að sækja í þá. án þess þó að grípa til beins kvótafyrirkomulags eða annarra óæskilegra beinna stjórnunaraðgerða. Tillögur Fiskiþings miðuðust við svipaðan heildarafla botnlægra tegunda og verið hefur. en hinsvegar annarrar aflaskiptingar. Þótt afli botnlægra tegunda hefði re\nzt nokkurn veginn hinn sami, megum við ekki loka augum fyrir því, að verðmætahlutföll hefðu raskazt bæði inn á við svo og útflutningsverðmæti. Tillögur Fiskiþings beindust að því að nýta til fulls vannýtta fiskstofna til þess m.a. að liggia ekki undir ámæli erlendis frá og ásókn erlendra þjóða í að fá að nýju aðgang að fslandsmiðum til að nýta umframafla. Ef gráa skýrsla Hafrannsóknastofnunar er lögð til grundvallar hámarksafla á næsta ári. að tilliti leknu til lakara ástands karfastofnsins, sýnist mér, að afli botn- lægra tegunda á næsta ári. að kolmunna og spærlingi undanskyldum. megi samkvæmt skýrslum ekki fara frani úr 470 til 475 þús. lestum. eða jafnvel 465 470 þús. lestum. ef við finnum ekki leiðir til að hagnýta kolastofninn betur en hingað til. Þetta er nokkru rninni afli en á s.l. ári. Ákveðið hefur \erið. að umræður á þessu Fiskiþingi snúist um þennan vanda m.a. Reynt verður að gera grein fyrir afrakstursgetu fiskstofna í bráð og lengd. Reynt verður að sýna brevtingar á sóknargetu fiskiskipastólsins og núverandi sóknarmætti hans. Þá verður reynt að gera grein fvrir afkastagetu vinnslu- stöðva miðað við hráefnisframboð og tiltækt vinnuafl. Það þykir nauðsynlegt að líta á mál þessi í samhengi við þurfum að nýta fiskimiðin sem bezt og samrænta afkastagetu flotans afrakstursgetu fiskstofnanna til langs tíma. Jafnframt þessu þarf sem mest samræmi að ríkja milli veiða og vinnsluafkasta í landinu. Ég vil bera fram þá frómu ósk. að á þessu Fiski- þingi, eins og raunar ávallt áður. takizt okkur að ræða málin málefnalega. byggja niðurstöður okkar á þeim beztu upplýsingum. sem fyrir liggja og gera ályktanir. sem geta orðið til að tryggja hagsmuni sjávarútvegs- manna um land allt. Hérerusamankomnirfulltrúarveiða og vinnslu úr öllurn landshlutum. Fiskiþing er því sá bezti vettvangur sem völ er á til að ná þessu markmiði. Þar með lýsi ég 37. Fiskiþing sett. 4 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.