Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1979, Page 18

Ægir - 01.01.1979, Page 18
greina komi og geti skilað heildarávinningi að ríkið hafi umráðarétt yfir fáeinum togurum sem það fæli reyndum togaraútgerðarfyrirtækjum að annast rekstur á með skil- yrðum um að þeim yrði beitt til hráefnisjöfnunar. Mér er ljóst að i þessu sambandi þarf að huga að margvíslegum vandamálum, sem m.a. snúa að áhöfninni en þetta verður engu að síður að athuga á hlutlægan hátt. Stjórn á löndunum fiskiskipa erlendis er einnig ein hlið þessa máls. Reyndar hljóta menn yfirleitt að spvrja sig: Hvað er til ráða um skipulagningu bolfisklöndunar? Ég get upplýst, að fyrir um það bil mánuði hófst á vegum sjávarútvegsráðuneytisins grundvallarundirbúningsstarf varðandi hugmyndir að skipulagningu bolfisklöndunar fyrir landið i heild. Því bundnari sem við erum við óumbreytanlegt afla- hámark, því betur verðum við að hyggja að nýtingu aflans og verðmæti afurðanna. Á síðasta ári var fjárfesting í fiskveiðunum sjálfum tvöfalt til þrefalt meiri en í fisk- vinnslunni. Þetta hlutfall þarf væntanlega að breytast verulega, þannigað framkvæmdir miðist öðru fremur við það að vinna aflann til fyllstu nýtingar. Einnig uggir mig að stopult og ónógt vinnuafl hafi komið niður á nýtingunni, þar sem afkastageta veiða og vinnslu hefur verið aukin örar en samræmist mannafla á staðnum. í fiskvinnslunni má magn ekki sitja í fyrirrúmi fvrir gæðum, og fjárfestingu er illa varið til að auka afkastagetu, ef Jafnvægi milli veiða og vinnslu aðstöðu til nýtingar er ábótavant. Hér þarf einnig að huga að fiskmati og hinu vandasama ábyrgðarstarfi fiskmatsmanna, einnig að vali veiðarfæra. útivistartima fiskiskipa og öðru því, sem úrslitum ræður um gæði og nýtingu aflans. Vík ég þá að fjórða meginatriðinu. tilkostnaði og þar með afkomu í sjávarútvegi. Þegar við erum bundnir við aflahámark, sem í flestum tilvikum er svo lágt, að lítil hætta er að hið leyfða magn af fiski beri undan okkar vel búna veiðiflota. þá dugir ekki skipulagslaust kapp- hlaup um aflann, heldur hitt að taka hann og vinna með sem minnstum tilkostnaði. Sem dæmi má nefna síldar- vertíðina, þar sem augljóslega hefði verið hagkvæmara að búa færri skip til veiðanna. Á ýmsum öðrum veiðum er við hið sama að fást, að flotinn er óþarflega stór og dýr, og skerðist þá nýting hans, og þar með arðsemi fjárfestingarinnar. með afla- takmörkunum. Hitt er einnig kunnara en lýsa þurfi, að sérstakur rekstrarvandi fiskvinnslunnar á tilteknum stöðum. sér- staklega á Suðurnesjum, stafar að verulegu leyti af fjár- festingu í afkastagetu, sem nýtist ekki við aðstæður eins og þær eru nú orðnar. þar sem aflatoppur \ etrar\ ertíðar- innar er að mestu leyti úr sögunni. Hér þarf að huga að leiðum til þess að ná betra jafnvægi milli veiða og vinnslu. í fvrstunni hlýtur það að rniða að þ\í annars \egar að jafna á skvnsamlegan hátt því sem á land berst og hins vegar að ,,frysta“ óarðbæra umframafkastagetu með þ\ í m.a. að hjálpa mönnum til að hætta. eins og það hcfur verið orðað. Þar er þó við mörgum vanda að sjá. Upp- byggingin hér var á sínum tíma miðuð \ ið vinnu aðkomu- fólks að verulegu leyti. og er í sjálfu sér ekki eftirsjá að því skipulagi. en á hinn bóginn má ekki kreppa svo að. að atvinnu heimamanna sé stefnt í voða eins ag nú hefur gerst. F.innig getur skort fjárfestingu í æskilegustu tækni. skipulagi og búnaði, þótt afkastageta sé meiri en nóg og i þessum efnum skortir einmitt á hér á þessu svæði. og er þá sú aðferð síður en svo einhlít að sníða fisk\ innslunni stakk eftir vexti með því að skrúfa fyrir fjármagn. Það á raunar ekki aðeins við um hinn sérstaka vanda Suðurnesja, heldur á miklu fleiri sviðum veiða og \ innslu, að þörf er á nýrri fjárfestingu til hagræðingar, betra skipu- lags og bættrar nýtingar, jafnvel þótt afkastageta sé full- nóg fyrir. og er þá vandi að halda svo á. að hún séekki enn aukin langt um skör fram. Hitt er einnig víða staðbundin vandi, að afkastageta veiðiflotans og einstakra vinnslu- greina hafi misvaxið. og er þá jafnan nærtækast að sam- ræma upp á við, stækka frystihúsið til að fullnýta aflann. eða stækka bræðsluna til samræmis við frystihúsið, eða bæta við togara til að fullnýta afkastagetuna í landi. Þessa togstreitu könnumst við við. En nú erum \ ið s\o á vegi stödd. að þörf er aðhalds i þessu efni. Það er slæniur búskapur með atvinnutækifæri að auka afkasta- Samnýting fiskiskipa getu umfram atvinnuþörf heimafólks, og þarf heldur að leita annarra leiða, t.d. samnýtingar fiskiskipa. Vissulega stefnum við að því að byggja fiskstofnana upp á nýtil auk- ins afraksturs, og er það nokkur huggun í fjárfestingar- málunum að sjá fram á bætta nýtingu afkastagetunnarað nokkrum árum liðnum. Hitt má svo kalla grátlega huggun, að vannýtt fjárfesting er ekkert einkavandamái í sjávarútvegi heldur kemur berlega fram víðar í þjóð- félaginu, enda féll þó ekki í sjávarútvegsins hlut nema um tíundi hluti af heildarfjárfestingu landsmanna á síðasta ári. En hitt er jafnóþægilega satt fyrir þ\ í. að hin mikla fjárfesting undanfarinna ára í sjávarútvegi og vand- kvæðin á fullri nýtingu hennar eru í bráð mjög tilfinnan- legt vandamál við þau skipulagsverkefni sem ég og þið stöndum nú framrni fyrir. En til þess eru vandamálin að leysa þau. og ég endurtek, að ég vænti mikils af sam- starfinu við ykkur og umbjóðendur ykkar. 6 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.