Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1979, Page 20

Ægir - 01.01.1979, Page 20
teljum samt. að hann sé kominn á það hættulega lágt stig að varasamt sé að taka meiri áhættu en þegar hefur verið gert. Því miður er ekki enn lokið þessa árs úttekt okkar á ástandi þorskstofnsins og annarra nytjastofna. en því verki verður lokið í næsta mánuði. Þó er hægt að segja, að meginuppistaðan í þorskveiðinni í ár, bæði á vetrar- vertíð og síðar á árinu hafi verið fimm ára fiskur. ár- gangurinn frá 1973. sem talinn er sterkur. Sterki árgang- urinn frá 1970 var þó ekki nema rúm 149? netaaflans og tæp 13% línuaflans á vetrarvertíð. Hins vegar var 40% línuaflans á vetrarvertíð fimm ára fiskur og sýnir það betur en margt annað hversu grátt stofninn er leikinn. Að því er snertir jafnstöðuafla þorskstofnsins teljum við að miðað við nýliðafjölda á árunum 1955-1973 megi ná 425 þúsund tonna meðalafla á ári. Sé hins vegar miðað við lengra tímabil. þegar enn stærri árgangar voru í aflanum mætti ætla. að jafnstöðuafli gæti orðið 450 þúsund tonn á ári. Ýsu- og ufsastofninn Af þorskfiskunum sýndi ýsustofninn fyrst greinilega merki ofveiði, en hún kom þegar fram á árunum milli fyrri og seinni heimsstyrjaldarinnar. Undanfarin tíu ár hefur aflinn vcrið á bilinu 40-50 þúsund tonn, sem er allmikið undir meðalafla áranna 1950-1970, sem var 70 þúsund tonn. Heildarstofninn minnkaði verulega á árunum 1963 til 1971 eða úr 388 þúsund tonnum í 146 þúsund tonn. Síðan hefur stofninn vaxið aðeins og er áætlaður 180 þúsund tonn árið 1978. Hliðstæð þróun hefur einnig átt sér stað að því er snertir hinn kynþroska hluta stofnsins. en þar er um að ræða 4 ára fisk og eldri. Meginorsök þeirrar hnignunar, sem var í ýsustofn- inum árin 1963-1971 er talin vera of mikil smáýsuveiði svo og lélegir árgangar. Þegar möskvinn var stækkaður í 155 mm árið 1977 urðu mikil stakkaskipti til hins betra fyrir þessa tegund og er talið að núverandi sókn og möskvastærð gefi jafnstöðuafla þegar til lengdar lætur. Árgangurinn frá 1976 er álitinn allsterkur og eru því horfur á vaxandi ýsuafla á næstu árum. Sé miðað við fjölda nýliða á árunum 1960 1970 má reikna með jafnstöðuafla er nemur 65 þúsund tonnum, en þá var nýting stofnsins óhagkvæm vegna smáfiska- veiði. Sé einnig tekið tillit til áranna 1950 til 1960 þegar árgangar voru stærri, mætti reikna með að jafnstöðuafli gæti numið allt að 75 þúsund tonnum. Á þessum áratug hefur ufsaajlinn við ísland farið sí- minnkandi. úr 137 þúsund tonnum árið 1971 í 62 þúsund tonn árið 1977; stofninn er þó ekki enn kominn í þá lægð. sem hann var í árið 1960, en þá nam heildaraflinn aðeins 48 þúsund tonnum. Það ár \ar hinn k\nþroska hluti stofnsins 117 þúsund tonn að stærð. jókst upp í 455 þúsund ton árið 1969 og árið 1978 er hann talinn nema um 200 þúsund tonnum. Ufsinn er flökkufiskur. gengur ýmist héðan til annarra hafsvæða. eða við fáum \ iðbót annars staðar frá. Þetta. svo og við hvaða tímabil er miðað. hefur áhrifá mat okkar á hugsanlegum jafnstöðuafla. Helst er talið að hann sé á bilinu 90 100 þúsund tonn. Karfastofninn Meðalkarfaaflinn á íslandsmiðum var um 80 þúsund tonn á ári á tímabilinu 1967 1976 og af honum tóku Islendingar tæp 27 þúsund tonn á ári. en mcst af þ\ í sem cftir var kom i hlut Vestur Þjóðverja. Nú eru þeir horfnir af íslandsmiðum cins og flcstir aðrir útlendingar. en íslendingar hafa ekki hagnýtl sér eftirstöðvarnar sem skyldi. í lok júni s.l. nam karfa- afli okkar tæpum 16 þúsund tonnum miðað við 15 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Karfaafli okkar á s.l. ári var um 20 þúsund tonn. en hcildarkarfaaflinn \;irð hins vegar 69 þúsund tonn. Samkvæmt niðurstöðum \innunefndar Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins um karfaveiðar í Norður Atlantshafi. lagði Hafrannsóknastofnunin til að levfilegur karfaafli á íslandsmiðum yrði 60 þúsund tonn fyrir árið 1978 og tillögur okkar um karfaafla fyrir 1979 munu sennilega verða á bilinu 50 55 þúsund tonn. Jafnstöðuafli karfastofnsins á íslandsmiðum er hins vegar áætlaður um 75 þúsund tonn á ári og miðað \ ið það. s\o og tillögur okkar um lexf'ilegan afla í ár og næsta ár má segja. að karfastofninn á íslandsmiðum sé á góðri leið með að verða vannvttur. Aðrir botnlægir stofnar Ekki þarf að fara mörgum orðum um skarkolasiofn- inn \ið ísland. en á s.l. ári nam hcildarafli þessarar tegundar rúmum 5 þúsund tonnum og I. júlí í ár var aflinn minni en á sama tíma í fvrra. Talið er að jafnstöðuafli sé um 10 þúsund tonn og er því hér um verulcga vannýttan stofn að ræða. Hafrannsóknastofnunin lagði til að leyfilegurgiYr/iídz/- afli fvrir árið 1978 yrði 15 þúsund tonn og er það í samræmi við niðurstöður vinnuncfndar um grálúðu á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins á þessu ári. Mestur varð grálúðuaflinn við ísland árið 1974 eða 8 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.