Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1979, Side 21

Ægir - 01.01.1979, Side 21
tæplega 36 þúsund tonn. Jafnstöðuafli þessarar tegundar er áætlaður unt 20 þúsund tonn á ári. Talið er að liiðitstofninn hafi verið ofnýttur undan- tarin ár vegna þess hve mikið veiðist af smálúðu með öðrum fiski. Meðalársaflinn var 2.6 þúsund tonn á árunum 1967 1976 og er ekki ástæða til að ætla að jafn- stöðuafli sé lægri. I.ítið er \itað um stærð steinbitsstofnsins hér við land. I’ó er álitið að stærð hrygningarstofnsins hafi minnkað talsvert á þessum áratug. en talið að ntnerandi sókn geli af sér jafnstöðuafla. eða um 13 þúsund tonn. Ekki er vitað um stærð spœrlingsstofnsins, en s.l. þrjú ár hefur aflinn verið 20 40 þúsund tonn. Þessi afli er allmikið blandaður öðrum tegundum. en þó er það breyti- legt. Ekki er hægt að áætla jafnstöðuafla. en miðað við þróun veiðanna er ósennilegt. að liann sé undir núverandi alla. eða 40 þúsund tonn. Arið 1976 nam grásleppitqflinn tæpum 10 þúsund tonnum. en við getum ekki ennþá gert okkur grein fyrir hver jafnstöðuafli sé. A timabilinu 1967-1976 var löngitaflinn á bilinu 6-15 þúsund tonn og var hlutur fslendinga tæp 60% af heildar- veiðinni. Talsvert dró úr þessum afla eftir 1972 ogerekki v'tað hvað veldur. Ekki er ótrúlegt að þessi afli sé eitthvað blandaður blálöngu og hefur \erið áætlað að blálöngu- aflinn hafi numið 3-6 þúsund tonnum á ári. Miðað við ofangreint tímabil mætti áætla jafnstöðuafla þessara tegunda um 1 I þúsund tonn. KeihtaJiinn hefur verið býsna stöðugur á ofangreindu timabili og var hlutur fslendinga tæpur helmingur aflans. Jafnstöðuafli er áætlaður 6.5 þúsund tonn. Meðalafli annarra botnlægra tegunda hefur verið eitt þúsund tonn eða minni. Þar er um að ræða lýsu. sand- kola. þykkvalúðu. stórkjöftu, langlúru, skötusel, skötu og háf. Að lokum er svo talsvert af botnfiski sem er ósundur- liðað og nemur það alls tæpum 20 þúsund tonnum á ári. Samtals \ar afli þessara tegunda, st-m hér hefur verið nelndur 695.4 þústtnd tonn á ári á timabilinu 1967- 1976. en 97.4% aflans kom á tíu tegundir og af þeim var þorskurinn lang veigamestur, en rúm 56% heildarbotnfiskaflans ó\'ggðist á þessari einu tegund. E1 \ ið leggjunt nú að endingu saman allar tölur um jafn- stöðuafla einstakra tegunda botnfiska fáum við rúmlega ^^5 þúsund tonn. Það er því varlega áætlað að jafnstöðu- afli botnlægra tegunda á íslandsmiðum sé um 800 þúsund tonn á ári. _Miðað við heildarafla á íslandsmiðum 1976 er þvi um I5't aukningu að ræða. en ntiðað \ ið heildarafla tíu ára timabilsins 1967- 1976 er aukningin 14%. Árið 1976 var hundraðshluti okkar af botnlægum fiskurn 67%. Miðað 'ið árið 1976 getum við því aukið afla okkar um tæp áður en jafnstöðuafla er náð fvrir allar tegundir. lil skamms tíma byggðust síltlveiðar hér við land á 3 sildarstofnum. þ.e. íslenskri og norskri vorgotssíld og ís- lenskri sumargotssíld. Við lok síðasta áratugs hrundu allir þessir stofnar eins og mönnum er enn í fersku minni. Á Síldarstofnanir undanförnum árum hefur einungis einn þessara stofna, þ.e. íslenska sumargotssíldin, verið á fslandsmiðum í ein- hverju magni. Hrygningarstofn sumargotssíldar komst niður í 10 þúsund tonn þegar veiðar voru stöðvaðar 1971, en byggðist furðu fljótt upp vegna þess hve 1971 árgangurinn reyndist sterkur þrátt fyrir fáa foreldra. Árið 1975-1977 hefur hrygningarstofninn verið um 100 þúsund tonn. en á þessu ári er gert ráð fyrir að hann hafi aukist og hefur verið í námunda við 150 þúsund tonn s.l. sumar. Tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar miða að því. að koma stofninum sem fyrst í fvrri stærð. þ.e. um 350 þúsund tonn. Þegar svo er komið verður afrakstursgetan um 65 þúsund tonn á ári. Stofninum eru nú að bætast tveir góðir árgangar, þ.e. frá 1974 og 1975 og mun hann því væntanlega aukast nokkuð á næsta ári þegar 1975 árgangurinn hrvgnir í fvrsta skipti. Afli sumra botnlægra tegunda ergreinilega undir jafn- stöðuafla og er þar sumpart um að kenna of lítilli sókn af okkar hálfu. Greinilegt dæmi um þetta er skarkoli og karfi. þar sem auka má veiðina all verulega og miðað við núverandi aflabrögð er hér um vannýtta stofna að ræða. Þetta er óheppileg þróun. sem veikir aðstöðu okkar á al- þjóðavettvangi að því er snertir nýtingu fiskstofna í eigin lögsögu. Miðað við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar um hámarksafla á þorski í ár. getum við aukið þorskveiðina um tæp 60% miðað við jafnstöðuafla. en hér er því um að kenna, að þorskstofninn er í dag ofnýttur vegna of mik- illar sóknar og verður því að draga úr sókninni til þess að ná hárnarksnýtingu úr stofninum til langframa. Hvenær við náum jafnstöðuafla úr þorskstofninum fer allt eftir því hvernig staðið verður að friðun þessarar tegundar. Hér koma einnig til líffræðileg atriði svo sem stærð hinna einstöku árganga sem veiðin byggist á. á komandi árum. göngur frá Grænlandi o.fl. Þótt ýmislegt gott hafi verið gert varðandi stjórnun fiskveiða á undanförnum árum og að hér séu í gildi takmarkanir á veiðum, sem ganga munu lengra en hjá nágrönnum okkar. þarf enn margt að gera til að sam- ræma nýtingu ýmissa fiskstofna. Þekking okkar \arðandi áhrif veiðanna á stofnana er ákaflega mismunandi varðandi einstakar tegundir. en það er engin afsökun fyrir því að halda að sér höndum. Okkur ber siðferðileg skylda til að taka á þessum málum af festu. jafnvel þótt það kunni að kosta tímabundin óþæg- indi. Menn greinir vitaskuld á um leiðir í þessu eins og svo mörgu öðru. Menn hafa líka mismunandi mikla trú á fiskifræðinni. en þó hafa á seinustu árum orðið svo miklar framfarir í þekkingu okkar á ástandi fiskstofna og áhrif- um veiðanna á þá. að það væri ábvrgðarlevsi að taka ekki tillit til þeirra staðreynda sem blasa við okkur í dag. ÆGIR — 9

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.