Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1979, Síða 22

Ægir - 01.01.1979, Síða 22
Björn Dagbjartsson: Yfirlit yfír starfsemi Rannsóknastofnunar fískiðnaðarins Ég hef undanfarin ár á fiskiþingum sagt frá því, sem mér sjálfum hefur komið fyrst í hug úr starfsemi Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins. Þar með er alls ekki lagt neitt mat á að eitt sé merkilegra eða þýðingar- meira en annað. Það, sem ég ætla að byrja á núna, er að skýra frá fundi vesturev- rópskra vísindamanna um rannsóknir í fiskiðnaði, sem haldinn var á vegum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins hér í Reykjavík dagana 1.-5. okt. s.l. Stofnunin hefur tekið þátt í þessum félagsskap frá upp- hafi og var nú komið að íslandi að vera gestgjafi 9. árs- fundarins. Erlendir þátttakendur voru 33 frá 12 löndum, auk 5 sérfræðinga frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Fundurinn stóð í 3 daga, en einn af þeim var notaður til heimsókna í fiskvinnsluhúsin í Vestmannaeyjum. Alls voru haldin 25 erindi. Helstu umræðuefnin voru að þessu sinni: Gerlarannsóknir í fiskiðnaði; Tilraunaframleiðsla á kolmunnaafurðum; Líffræðilegar breytingar á fiski og áhrif þeirra á afurðagæði; og Tækninýjungar í vélbúnaði fiskiðjuvera. Af hálfu Rannsóknastofnunar fiskiðnaða- rins flutti dr. Grímur Valdimarsson erindi um gerla- rannsóknir á íslensku fiskmjöli, Trausti Eiríksson, véla- verkfræðingur um vatnsnotkun í fiskiðnaði og mögu- leikana á vatnssparnaði og dr. Jónas Bjarnason um kolla- geninnihald þorksvöðva og tengsl þess við vinnslugæði fisksins. Allt eru þetta verkefni, sem unnið er að hér nú. Ég leyfi mér að segja að þessi innlegg okkar voru með því betra, sem þarna kom fram og vöktu athygli. Þó að ég segi sjálfur frá held ég, að gestirnir hafi verið þó nokkuð undrandi á því hvað Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins var vel búin að tækjum og starfsfólkið vel að sér. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, Samband ísl. samvinnu- félaga, Sölusamband ísl. fiskframleiðenda, Síldarútvegs- nefnd og Samlag skreiðarframleiðenda styrktu stofnunina til þessa ráðstefnuhalds með fjárframlögum og fyrir það \ il ég þakka hér sérstaklega. Svo að ég vendi mínu kvæði í kross og bvrji á hvers- dagslegri málefnum. þá eru efnagreiningar bræðsluhrá- efnis að verða æ umfangsmeiri. en nú er allt bræðslu- hráefni verðlagt eftir efnagreiningum. Deilur og tor- tryggni um sýnatöku og réttmæti efnagreininga hafa gert þetta verkefni óvenjuerilsamt nú síðsumars. Ég ætla ekki að rekja þær vangaveltur hér. en vonir standa til að við fáum tækifæri til að ræða við hópa hagsmunaaðilanna bráðlega. Við höfum þó gefið okkur tíma til að koma upp tölvu- vinnslukerfi á niðurstöðum efnagreininganna með aðstoð Reiknistofnunar Háskólans, svo að nú er hægt að fá niðurstöður. gera alls konar samanburð og reikna meðal- töl fvrirvaralaust. Fyrirhugað er að tengjast tölvu Fiski- félagsins og verður þá megnið af öllum upplýsingum um þennan atvinnuveg komið í einn ..banka". í sambandi \ ið verksmiðjurnar hefur \erið annasamt á útibúinu a Neskaupstað, og reyndar í Vestmannaeyjum og á Isafirði líka. Einnig hefur verið mikið um ferðalög milli verksmiðjanna við eftirlit og þjónustu og ýmiss konar aðstoð. Miklar breytingar eru að gerast þessi misseri i löndun á bræðslufiski og höfum við reynt að fylgjast með þeim eftir bestu getu, gefa góð ráð og reyna að meta árangur mismunandi aðferða og tækja. Þó finnst okkur stundum. að meira hefði mátt spyrja okkur ráða. Auð- vitað hafa komið upp vandamál í þessu sambandi, eins og með flestar nýjungar. breyttan búnað og ný tæki. en ég er ekki í neinum vafa um, að þróunin stefnir í rétta átt í þessum efnum. í fyrravor stóðum við að tilraun með að geyma loðnu i einar 7 vikur fvrir vinnslu hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins á Seyðisfirði. Sú tilraun tókst vel og sýndi að verksmiðjurnar geta geymt loðnuna lenguren gert hefur verið og nýtt sér stórar hráefnisgeymslur til hagsbóta fyrir sig og flotann. Við verðum greinilega vör við það, að síldveiðar og síldariðnaður fer vaxandi. Fyrir utan hinar stöðugu fitu og stærðarmælingar á síldinni. standa yfir sölt- unartilraunir í tvennum tilgangi. í fyrsta lagi er verið að fullkomna tilraunir með að fylgjast með þvngdar- breytingum á saltsild eftir ytri aðstæðum á verkunar- tímanum, og í öðru lagi erum við að revna að finna hvaða skilyrði hindra myndun á seigum pækli, en Hannes Magnússon. gerlafræðingur og dr. Alda Möller hafa komist að ýmsum nokkuð merkilegum niðurstöðum við rannsóknir á þessu fyrirbæri. Loks má geta þess, að stofnunin hefur verið að aðstoða Síldarútvegsnefnd við að koma af stað súrsíldarverkun og einnig má geta þess að við höfum verið beðin að gera nokkrar tilraunir með plasttunnur bæði fyrir síld og hrogn. Danska fóðurfyrirtækið Luminó, sem sótt hefur nokkra fiskmeltufarma á þcssu ári með aðstoð Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins. hefur nú samið við is- lenska aðila um framleiðslu á fiskmeltu og slógmeltu. I samvinnu við Hval hf. hefur verið framleitt nokkuð af 10 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.