Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1979, Síða 23

Ægir - 01.01.1979, Síða 23
meltum úr livalúrgangi. slógi og grásleppuleifum. Nú er v eriö að setja af stað fóðrunartilraunir með kálfa í Gunnarsholti, sem gefa á ýmsar meltutegundir með hevi °g graskögglum. Re\nt hefur verið að blanda meltum inn í grasköggla í framleiðslu og hefur það tekist allvel, a.m.k. með slógmeltuna. Það hefur orðið lítið úr kolmunnatilraunum í sumar. Skreiðin frá í fyrra er að því að ég best veit komin til Nígeríu. Til stóð. að fara með Baldri Hafþóri til veiða fyrir austan land í ágúst og aftur í október \estur á Dohrnbanka og prófa þar búnað til að flokka fiskinn um borð og gevma hann í ískældum sjó í gámum með tilliti til þess, að ef bræðsluveiðar hefjast fyrir alvöru. sem ég tel að hafi gerst í sumar, þá mvndast hráefnisframboð. sem líklegt er að revnt verði að not- færa sér. Þess vegna er nauðsynlegt að finna leiðir til að vinna það besta úr fiskinum, varðveita hann og flytja í land í ástandi. sem hæfir neyslufiski. Við gerumst lík- lega þátttakendur í samnorrænu verkefni til rannsókna á kolmunnaveiðum og vinnslu og fáum til þess að líkindum töluverðan styrk frá norræna iðnþróunarsjóðnum. Þessu kolmunnaverkefni verður haldið áfram á næsta ári. Bæði verður unnið að aðferðaþróun til skreiðarvinnslu og ..surimi" framleiðslu úr þ\í, sem í land mun koma frá tilraunum um borð. Eg vildi minnast í þessu sambandi á tilraunastarfsemi i fyrravetur með framleiðslu á þessu japanska surimi úr lélegum. dauðblóðguðum netafiski. Við unnum að þessu í samvinnu við tvo frystihúsamenn í nágrenninu eða okkar hlutverk var nánast aðstoð við þá. Þetta er ekki mjög flókin framleiðsla. nánast þveginn og pressaður marn- 'ngur. blandaður sykurtegundum og polyfosfötum. Til- raunasending líkaði allvel að mér er tjáð og þarna væri e.t.v. möguleiki á að losna við sumt af því hráefni, sem áður fór í skreið. ef framleiðslan svarar kostnaði. Við höfum í hyggju að reyna að nota kolmunna í þessu skyni i sumar og hafa japanskir viðskiptavinir sölusamtakanna sýnt þessu vissan áhuga. Tilraunaverksmiðjan Fjárlagafrumvarpið er nýlega framkomið. eins og fuli- truar hafa vonandi heyrt. og fengust þar niðurstöður ttm afdrif fjárhagsáætlana. Það var þungur róður með ttukið mannahald í ár. en þó fékkst heimild fyrir stöðu utibússtjóra á Akureyri en ekki fvrir rannsóknamanni á 'æknideild né í I 2 stöðu á ísafirði. Neitað var um kaup a ítasgreini til rannsókna á brennisteini og olíu í lýsi en lll milljónir fengust til tilraunaverksmiðjunnar. Annars 8et eg skýrt frá því að aðalhlutar hennar eru nú í pöntun °8 hönnun nærri lokið. Einhverjir muna e.t.v. eftir því. að þegar ég fyrst ræddi um þessa tilraunaverksmiðju fvrir 2 árum síðan. þá áætluðum við að hún mundi kosta ca. 10-15 milljónir króna. Kostnaðaráætlun gerð vorið 1977 hljóðaði upp á 18-20 m.kr. Við fengum fjárveitingu fyrir 5 m.kr. fvrir yfirstandandi ár og höfum selt kol- munnaskreið fvrir ca. 11 svo að við sjáum alls fram á ca 26 m.kr. fjármögnunarmöguleika. En samkvæmt nýjustu kostnaðaráætlun verður heildarkostnaður 40-44 m.kr. Mest er þetta verðbólguvöxtur, en verksmiðjan hefur líka fullkomnast svolítið og orðið fjölbreyttari í höndunum á okkur og auk þess verður uppsetning dýrari og eldvarnakröfur meiri en við héldum. Okkur vantar einar 15 m.kr. til að geta fullgengið frá verk- smiðjunni og erum að revna að herja þá peninga út jafnframt því, sem við höldum áfram með þá fyrirætlan að fá aðalstykkið, eimarana. og setja þá upp. l.oks vil ég geta þess að útibú okkar á Akureyri verður væntanlega tilbúið til starfa um áramótin. Þar með höfum við framkvæmt vilja Alþingis í þessum efnum um stofnun útibúa í öllum landshlutum og ég vil segja það. að þau, sem komin eru hafa þegar sannað sinn tilverurétt og á Akureyri bíða þegar heilmikil verkefni. Útibúin gegna fyrst og síðast þjónustuhlutverki og eigin- legar rannsóknir eru þar í flestum tilfellum aðeins lítill hluti. oftast af stærri verkefnum, sem verið er að vinna að hér í Reykjavík. Því hefur töluvert verið velt fyrir sér meðal okkar undanfarið. hvernig rannsókna- og tilraunastarfsemi í þágu ftskiðnaðar mun þróast á næstunni. Okkarstofnun er lítil og vex hægt og sá vöxtur er aðallega í hreinni þjónustu. ekki tilraunum og rannsóknum. Rannsókna- og þróunarverkefnin í fiskiðnaði eru þó vissulega mörg og stór og maður finnur vanmátt sinn. íslenskir verk- fræðingar og vísindamenn eru engir alvitringar. en mér finnst stundum óþarflega mikið keypt af tækniþekkingu. skrifstofuvinnu. ferðakostnaði o.s.frv.. sem er innifalið í ..vélapakka" frá útlöndum. einkum frá Norðurlöndum. Erlendir framleiðendur fiskvinnsluvéla og -tækja selja nefnilega þessa þjónustu með sinni framleiðslu af því að þeir eiga enga keppinauta hér. Smæð og fjárhagslegur vanmáttur þessara smiðja okkar. er ein ástæðan. Þær geta helst ekki sinnt nema minni háttar viðgerðum og þá gegn greiðslu út í hönd. Menn geta velt því fyrir sér hvaða styrkur það væri fyrir fiskiðnaðinn. ef við ættum t.d. eitt stórt fyrirtæki á einhverju þessara sviða, sem gæti keppt við Atlas, Baader eða Kværner a.m.k. á innan- landsmarkaði. Er útilokað að hægt sé að samræma kraft- ana og möguleikana, sem hér eru til á þessi sviði? Er slík samsteypa fyrirfram dauðadæmd vegna smákónga- sjónarmiða og aðstöðumunar innflutningsverslunar- innar? Er kannski áhuginn takmarkaður, þar sem stærstu smiðjurnar eru líka innflytjendur? Ég ætla að hætta hér með. annars fæ ég skammir. Ég hef lítið minnst á aðal- umræðuefni þingsins. enda veit ég að óþarft er að minna þingfulltrúa á að við erum til þess m.a. að hjálpa við framþróun fiskiðnaðarins í landinu. ÆGIR — 11

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.