Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1979, Síða 24

Ægir - 01.01.1979, Síða 24
Jónas Blöndal: Afkastageta fískiskipaflotans Urdráttur úr fyrirlestri sem haldinn var á Fiskiþingi Hugtakið sókn hefur verið heldur óljóst í hugum manna og þýðir gjarnan mismunandi hluti eftir því. hver í hlut á eða í hvaða samhengi það ber á góma. Ber þar margt til, - orðið er þægilegt og er gjarnan notað í til- vikum. þar sem önnur orð ættu betur við en sennilega er þyngst á metunum að fullnægjandi skilgreining er ekki fyrir hendi. Eins hefur ekki fundist neinn einhlítur mæli- kvarði, sem hægt er að notast við með neinni viðunandi nákvæmni. Hafa menn hneigst til að notast við tiltölu- lega grófar mælingar á einstökum hlutum flotans. Er gjarnan talað um að sókn togara eða netabáta hafi vaxið eða minnkað, þetta og þetta mikið. án þess að gerð sé tilraun til að meta hver áhrif sú breyting hefur á heildina. I grundvallaratriðum ersókn sama hugtak og vinna. Til að veiða fisk þarf að beita einhverju ákveðnu afli, sem við getum nefnt veiðigetu einhvern ákveðinn tíma. Ekki fer hjá því, að veiðigeta einstakra skipa er mismunandi. en hvaða þættir eru það, sem ákvarðandi eru um það hvað einstök skip geta aflað við einhver ákveðin ytri skilyrði? Reynt var með tölfræðilegum aðferðum að greina áhrif einstakra þátta, sem upplýsingar lágu fyrir um. í stuttu máli var niðurstaðan af þeim tilraunum sú, að í heild voru þær óviðunandi, þó í einstaka tilfellum mætti skýra um 90% af veiðigetunni á þennan hátt. önnur aðferð, að vísu ekki eins vísindaleg, er sú að reikna hlutfallslega veiðigetu einstakra hópa flotans miðað við ákveðið ástand. Gallinn við þessa aðferð er. að ógjörningur er að vita, hvenær það ákveðna ástand, sem við er miðað, er með þeim hætti, að raunsönn hlut- föll fáist. Ef það ástand, sem miðað er við er ekki eðli- legt, er sú mynd, sem fæst ekki fyllilega rétt. Annar alvarlegur galli er sá, að ekki er tekið tillit til breytinga. sem breyta veiðigetu einstakra hluta flotans án þess að breyta veiðigetu annarra. Dæmi um þetta er tæknibyltingin, sem varð í nótaveiðum í upphafi sjötta áratugsins. Ef slík breyting á sér stað, hefur það aug- ljóslega áhrif á hlutfallslegt gildi þess hóps, sem nýtur góðs af henni. Þriðji megingallinn er sá, að í tímans rás verða breyt- ingar á hópaskipan innan flotans, - ýmsir hópar falla út en aðrir koma í staðinn. Þetta veldur að sjálfsögðu þeim vandkvæðum, að erfitt verður að skipa þessum hópum sess. Það fæst sem sagt ekki mælikvarði á það hver aflageta siíkra hópa væri við viðmiðunarástand. Þannig er þessu varið með síðu- og skuttogarana. Ef við- miðunarástand væri valið t.d. eitthvert ár fyrir 1972, fengist enginn marktækur mælikvarði á skuttogarana og öfugt hvað síðutogarana snertir. Ef meðaltal yfir lengri tíma væri notað sem viðmiðun, eru þessir hópar ekki inni nema hluta tímans, og þurfa því ekki að lúta lögmálum meðalástandsins. Þessa fyrirvara verður að hafa í huga við mat á þeirn niðurstöðum, sem hér fara á eftir. Heildarsókn og breytingar á henni I því, sem hér fer á eftir er hugtakið sóknareining skilgreint. sem veiðigeta, sem við viðmiðunaraðstæður skilar einu tonni af fiski á úthaldsdag. Til þess að ganga nokkuð úr skugga um hve mikil áhrif væru af mismunandi viðmiðunaraðstæðum væru niðurstöður fengnar við tvenns konar aðstæður. Annars vegar var miðað við meðalafköst hvers hóps yfir tíu ára bil, - frá 1968-1977, en hins vegar við mestu afköst hvers hóps á tímabilinu. Sem mælikvarði á breytingar á sókn ber þessum tveim viðmiðunum nijög vel saman. - sýna nánast sömu breytingu gegn um árin. Hins vegar eru þau tölugildi um fjölda sóknareininga mismunandi eins og vænta má, þegar viðmiðun breytist. Samkvæmt þessu hefur sókn aukist á árabilinu frá 1968-1977 um 54 57% (Sjá mynd 1). Þann fyrirvara verður að hafa á þessu, að sókn skut- togaranna er að öllum líkindum vanmetin. þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar, sem gefa til kynna, hvers af þeim megi vænta við betri aðstæður en ríkt hafa síðan þeir komu til sögunnar. Á það má benda í þessu sam- bandi, að gömlu síðutogararnir náðu betri árangri á tímabilinu frá 1968-1971. Meðalafköst síðutogaranna yftr tímabilið eru 10,19 tonn/úthaldsdag, en skuttogaranna 10,24. Flestir geta verið sammála um að búast megi við meiru af skuttogurunum. en þessar tölur bera vitni um. Nýting sóknar Á síðustu árum hefur sú meginbreyting orðið, að sókn erlendra skipa hefur sem næst lagst af. Þetta hefur þýtt talsverða aflaaukningu hjá íslenska flotanum, þó veru- legur samdráttur hafi orðið í heildarafla á íslandsmiðum. (Hér er eingöngu átt við botnfisk). Þó svo íslenski flotinn hafi búið við þessa aukningu er hún ekki í neinu samræmi við þá aukningu sóknar. sem orðið hefur. Sé litið á dæmið í heild. hefur orðið um þriðjungs samdráttur í afla á sóknareiningu. frá því er best lét á tímabilinu 1968-1977. Skal hér minnst á fyrirvara, um afkastagetu skuttogaranna. Sé það haft í 12 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.