Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1979, Side 25

Ægir - 01.01.1979, Side 25
huga má draga þá ályktun, að samdrátturinn hafi verið öllu meiri, en þessar tölur gefa til kynna (rnvnd I). Hjá einstökum hlutum flotans er þessi samdráttur mismunandi. Einna óhagstæðust hefur þróunin orðið hjá hefðbundnum vertíðarbátum, - netabátum af stærðinni 51-110 tonn. en afli á sóknareiningu í þeim flokki hefur dregist saman um nær 2/3 hluta. SOKNARBREYTINGAR Mynd 1 Sé litið nánar á hver nýting afkastagetu flotans hefur verið yfir tímabilið 1968-1977 skera árin 1969 og 1970 sig úr. Miðað við þær forsendur. sem gengið er út frá um afkastagetu, var nýting flotans þá nálægt hámarki eða um og yfir 95%. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina, einna mest hjá bátafiotanum, en nýting hans var árin 1976og 1977 einungis rúmlega 50% af því, sem ætla má að hann ætti að skila. Hjá skuttogurunum hefur nýting hins- vegar farið batnandi undanfarin ár. Skýringar á því eru sennilega einkum þrjár. Sú veigamesta er að útlendingar hverfa af miðunum, sem einkum þýðir bætta afkomu þess hóps, sem var í nánastri samkeppni við útlendinga. • öðru lagi má ætla. að menn séu að ná betrLtökum á nvrri tækni og síðast en ekki síst má ætla að vanmat á afkastagetu togaranna hafi sín áhrif (mvnd II). Aflamöguleikar Sé tekið mið af þeim tölum um nýtingu fiotans. sem faktar eru hér að framan. væri fróðlegt að skoða hver afiaþróunin hefði getað orðið ef aukin sókn hefði skilað afla i rettu hlutfalli við aukninguna. Miðað við að afköst fiotans væru sem næst fulinýtt. hefði mátt ætla að hann skilaði um 650 þús. tonnum á land á síðustu þrem árum. ef vtri skilyrði væru með öðru móti en nú er. Raunveru- 'egur afii þessi ár var 413 þús. tonn 1975. 426 þús. tonn HLUTFALLSLEG NYTING AFKASTAGETU % batar skut- síðu- TOGARAR TOGARAR MEDALTAL 1968 -1977 Mynd II. 1976 og 461 þús. tonn árið 1977. Skeikar á 3. hundrað þús. tonnum árlega, að fiotinn nái því, sem ætla mætti skv. reynslu. (mynd 111). bÚS. TONN. Mynd III. ÆGIR — 13

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.