Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1979, Page 29

Ægir - 01.01.1979, Page 29
mörkunum á næsta ári, til að draga úr sókn þess hluta fiskiskipaflotans, sem stundar þorskveiðar. ef halda á þorskafla nálægt þeim viðmiðunarmörkum, sem lagt hefir verið til að undanförnu, samanber samþykkt 36. Hskiþings og aðalfundar L.. Í.Ú. 1977 um hámarks þorsk- afla á árinu 1978. Þingið álítur, að veiðistöðvanir, eins og beitt hefir verið, komi réttlátast niður á hina ýmsu útgerðaraðila og skapi minnst vandamál í þeim byggðarlögum. sem byggja afkomu sína á vinnslu aflans. Það er algjör- lega andsnúið því, að hugsanlegum veiðitakmörkunum verði beitt með ,,kvóta“-skiptingu eða aflatakmörkunum á veiðiskip. Þingið er samþykkt skyndilokunum, sem beitt hefir verið vegna mikils smáfisks í afla togskipa og hvetur til, að þeim verði beitt eftirleiðis. Að lokum leggur þingið áherslu á, að þær afla- og veiðitakmarkanir, sem beitt verður á næsta ári. verði kunngerðar í ársbyrjun. svo að hægt sé að skipuleggja veiðar og vinnslu með tilliti til þeirra. Flutningur hráefnis milli byggðarlaga. Þar sem komið hafa upp raddir um, að afla fiskiskipa verði dreift til framleiðslusvæða eftir atvinnuástandi á hverju svæði, telur 38. Fjórðungsþing fiskideildanna á Vestfjörðum, að slík miðlun verði að gerast meðal aðila mnan sjávarútvegsins. en að ríkisafskipti séu bæði óþörf og óheppileg í þeim efnum. Bendir þingið á, að miklum vandkvæðum vrði háð. að manna þau skip, sem ættu að landa fjarri heimahöfn. svo að skipverjar fengju ekki notið samningsbundinna leyfa og öll þjónusta við skipin er að jafnaði tengd akveðnum þjónustuaðilum í heimahöfn þeirra. Hráefnisskipti milli vinnslustöðva í nálægum byggðar- lögum hafa aukizt verulega á seinni árum til hagsbóta f.vrir alla aðila, og telur þingið, að leggja eigi áherzlu á að auka þau í framtíðinni. Lokaorð Hér haf nú verið raktar þær tillögur um stjórnun fiskveiða, sem komið hafa fram frá þessum fjórum lands- hlutum. Og þótt þær geti ekki verið samhljóða vegna mis- munandi hagsmuna hinna ýmsu byggðarlaga, fer ekki á milli mála að þær koma frá mönnum reynsluskóla lífsins r'kari þeim stjórnfræðingum og spámönnum. sem ein- hvern tíma villtust út í frumskóg kerfisins og eru þar á sveimi í þoku reiknilíkana og slíkra fræða. Margt bendir nu til, að sóknarþol íslenska þorskstofnsins sé meira en nllnýtt. Hugmyndir koma hér fram hvernig takmörkun 'erði beitt. En það þarf vissulega að huga að fleiru L“n aflatakmörkunum þorskstofninum til framdráttar. Er 1 d. næg aðgæsla sýnd við notkun smáriðinna varpa við ttekju-, humar- og spærlingsveiðar á grunnu vatni? Það cru óhugnanlegar þyngdartölur sem út koma þar, sem til dæmis rækjuvarpan lendir í seiðadrápi, þegar að þær eru reiknaðar til nýtanlegs aldurs. Allir eru sammála um að hafa hámarksafla á þorskveiðum og það á að veiða þorskinn í hagkvæmustu veiðarfærin, sé hægt að sanna að hráefninu sé ekki spillt. Þess vegna væri það of- stjórn. ef banna ætti flotvörpuna. Árið 1977 voru fiski- bátar alls 837 talsins. Það væri neyðarúrræði að setja aflakvóta á hvern bát. Þetta væri vanstjórn. Við erum veiðiþjóð. Slíkar aðgerðir væru misþyrming á íslendings- eðlinu, þar sem einstaklingar yrðu skildir eftir eins og tilhöggvin tré í skógi. Nú virðast líkur á, að loðnuveiðar verði takmarkaðar og er það eflaust rétt, þó menn viti næsta lítið um stofnstærðir og innbyrðis ástand í náttúrunni, það er baráttuna um fæðuna. þar sem sá stóri étur þann minni. T.d. ört vaxandi síldarstofn gæðir sér á nýhrygndum loðnuhrognum og vaxandi ýsustofn gerir það sama við síldina. Þá vaknar sú spurning hvenær á að takmarka veiðarnar. Á að takmarka síðari hluta árs, þegar nýting hráefnis er e.t.v. 30%, eða fyrri hluta árs, þegar nýtingin er 20%? Eða á að drýgja hráefnisverðið þegar hrognin eru nothæf í frystingu? Ef litið er til reynslu s.l. sumars með veiðar og vinnslu hljóta allir að vera sammála um að hefja alls ekki veiðar við sömu aðstæður fyrr en 10. til 15. ágúst. Þarna væri kominn nokkur takmörkun. Verðlagningin gæti verið eitt virkasta stjórnunaraflið. Það færi illa ef munur á hráefnis- og afurðaverði loðn- unnar yrði það lítill að það hefti þær endurbætur til betri nýtingar hráefnis og lengingar vinnslutímans, sem flestar verksmiðjur standa nú í, og er ein forsenda til að halda velli í hinni hörðu samkeppni við viðmiðendur okkar. Fullsannað er nú að verulegur hluti loðnuflotans getur stundað kolmunnaveiðar, bæði með eins og tveggja báta vörpu, sé hægt að greiða það hráefnisverð sem til þarf. Ýmsar nágrannaþjóðir okkar binda miklar vonir við þessar veiðar eftir reynslu seinustu ára og því skildum við ekki gera það líka og með tilliti til þess að í mörgum tilfellum sækjum við 5-10 sinnum styttri vegalengd á miðin. Þeir sækja oft um 600 sjóm. frá sínum heima- höfnum. Jákvæðasta er þó við kolmunnaveiðarnar, eins og reyndar djúprækjuveiðarnar. að þar veiðist ekkert ungviði bolfiska. Full ástæða væri því til að semja við Færeyinga um kolmunna. gegn kolmunna að sama magni. Ánægjuleg tíðindi eru að nú er íslenska sumargotsíldin í örum vexti. En það er ekki jafn ánægjulegt að fylgjast með hvernig framkvæmd veiðanna er vegna stjórnunar og verðlagningar. Þar er allt of mörgum skipum beitt og það er hrópleg vitleysa að láta menn henda dauðri síld úr nótum sínum, afgöngum frá leyfilegum kvóta, ef til vill eins mikið og þeir máttu hirða. Þetta er óstjórn. Þingforseti, ég legg tillögur fjórðungsþingmanna hér fram sem umræðugrundvöll. Ég legg svo til að umræðum loknum verði málinu vísað til sjávarútvegsnefndar. ÆGIR — 17

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.