Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1979, Page 31

Ægir - 01.01.1979, Page 31
Ríkarð Jónsson: Afkastagetan í hraðfrystiiðnaðinum Afkastagetan í hraðfrysti- iðnaðinum bvggist að sjálf- sögðu á mörgum og mis- munandi þáttum. Auk hrá- efnisöflunarinnar. sem aðrir munu gera hér skil. eru hinir veigamestu: Nýting húsa og búnaðar þeirra. möguleikar á vinnuafli og markaðsaðstaðan fyrir fram- leiðsluna. Þessarra þriggja þátta mun hér verða getið að nokkru. Til þess að reyna að gera sér ljóst hver hámarksaf- kastageta allra frystihúsa landsins er. þarf að gefa sér ákveðnar forsendur. sem geta verið ákaflega mismunandi og því gefið breytilegar útkomur. Þær forsendur. sem hér verða notaðar eru þessar: 1. Gert er ráð fyrir fullri mönnun við algengustu vinnslu í öllum frystihúsunum. 2. Reiknað er með að unnið sé á staðalafköstum 100% 8 tima á dag í 250 daga á ári. 3. Reiknað er með ákveðinni fiskstærð og tilteknu ástandi hráefnis, svo sem um aðskotahluti. sem hreinsa þarf úr. 4. Athugun þessi bvggist á vitneskju um nokkur hús. en þau eru síðan umreiknuð i landsstærð á grundvelli þjóðarauðsmats frystihúsa. Athugunin sýnir 15 lestir af óslægðu hráefni á móti I. millj. kr. í fjárfestingu í þjóðarauðsmati. 5- Þjóðarauðsmat allra frystihúsa landsins er í september 1978 24.7 milljarðar króna. Frá þeirri upphæð eru dregnir 2 milljarðar króna, sem er að vísu hrein ágisk- unartala, en sem er áætluð fyrir þær fjárfestingar, sem nýtast ekki þegar aðalstarfsemi er í fullum gangi. Má þar nefna fjárfestingar.vegna humarvinnslu. sildar- og loðnufrvstingar o.fl. Fjármagn í notkun er því áætlað 22,7 milljarðar króna. Niðurstaðan um afkastagetuna miðað við framan- greindar forsendur er því 340.500 lestir hráefnis á ári. Ef við síðan reiknum með 10 stunda vinnudegi og núverandi launatilhögun verður afkastagetan 420 þúsund lestir. Ef öll frvstihúsin tækju upp ákvæðisvinnukerfi, yrði afkasta- getan með 8 stunda vinnudegi 380 þúsund lestir og 470 þúsund lestir með 10 stunda vinnu. Þarna er reiknað með að nú séu um 70% af framleiðslunni unnin í húsum með ákvæðisvinnukerfi. Ef það væri tekið upp í hinum húsunum mundi framleiðsla þeirra aukast um 30-40%. Ef vinnutími væri lengdur frekar með vaktavinnu, þá mundu t.d. tvær 8 stunda vaktir í ákvæðisvinnu koma afkastagetunni uppí 760 þúsund lestir á ári. Hráefni til frystingar og nýting afkastagetu hefur verið eftirfarandi árin 1976-1978: Meðal- Meðal- Hráefni % af af- stundafj. stundafj lestir kastagetu. á dag á ári 1976 289.772 85.10 6.8 1702 1977 310.759 91.27 7,3 1825 1978 (jan/júlí) 218.661 110.01 8;8 2200 Ástæður hinnar miklu nýtingaraukningar 1978 eru að mestu vegna þess. að þar er aðeins um fyrri hluta ársins að ræða. en þá er yfirleitt betra nýtingarhlutfall en fyrir árið í heild. Mesta nýting einstaks húss mun nú vera um 3.300 stundir á ári miðað við staðalafköst 100%, en minnsta nýting rúmlega 1.000 stundir reiknað á sama hátt. Besta nýting afkastagetu er þar sem 2 eða fleiri togarar leggja upp afla hjá sama fyrirtæki og unnið er í ákvæðisvinnu. Lökust er nýting þar sem eingöngu er bvggt á afla minni báta og unnið í tímavinnu. Hver svo sem hin rétta fræðilega afkastageta frysti- húsanna er, verður henni sjálfsagt aldrei náð. Aflamagn er alltaf það breytilegt eftir árstímum og auk þess háð tilfærslum milli landshluta. að afkastagetu kann að skorta á einum stað meðan vannýting er á öðrum. Þessa ann- marka verður þó hægt að laga að einhverju marki með miðlun hráefnisins. Þeir útreikningar. sem hér hafa verið settir fram, eru byggðir á núverandi markaðsvali, framleiðsluvali og þeirri áherslu, sem nú er lögð á nýtingu hráefnis. Þróun þessara þátta getur gerbreytt öllum aðstæðum. Ekki skal hér farið út í töluleg atriði varðandi það aukna vinnuafl, sem þarf til að ná fram aukinni af- kastagetu frystihúsanna, heldur aðeins drepið á nokkrar almennar staðreyndir. Það hlýtur að skipta meginmáli hvernig rekstursaf- koma og rekstursaðstaða húsanna í heild er og hve vel þau geta búið að starfsfólki sínu um atvinnuöryggi, vinnuaðstöðu og umhverfi svo og afkomumöguleika. Þessi starfsgrein hlýtur alltaf að keppa við aðrar, og því aðeins að hún sé samkeppnisfær um framangreind atriði. getur hún vænst þess að fá nægilegt og gott starfslið. Vitað er. að á stöðum þar sem best hefur tekist að jafna hráefnisaðstreymið og unnið er í ákvæðisvinnu, sækir fólk fremur í fiskvinnu en önnur störf. Á öðrum ÆGIR — 19

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.