Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1979, Page 37

Ægir - 01.01.1979, Page 37
Þó ekki hafi fengist fullkomin reynsla á hvað helst má af þessum rannsóknum ráða gefur þó þessi tilraun nefndarinnar vísbendingar, sem vel má styðjast við, þegar leita þarf að gúmbátum. Þeir sem að þessum rannsóknum stóðu telja nauðsyn- legt að gerðar verði frekari kannanir með rek og fleira varðandi gúmbjörgunarbáta. Athyglisvert verður að telja að þeir gúmbátar sem nú eru notaðir í íslenskum skipum eru mjög misjafnir að gæðum að menn telja. Varðveisla bátanna um borð verður alltaf vandamál og meðferð þeirra þarf alltaf að vanda. Áríðandi er að áhafnir skipa viti sem allra mest hvernig meðhöndla á þessi tæki og verður það seint full brýnt fyrir yfir- mönnum skipa að kynna mönnum þau öryggistæki sem um borð eru, þannig munu þau koma að mestu gagni þegar áreynir. Eftir að þessum rannsóknum lauk hafa orðið nokkrar umræður um þær og hefur siglingamála- stjóri ekki talið þær mikils virði, að manni skylst. Það er kunnara en frá þurfi að segja að hafið við Island er oftast það kalt að menn sem verða fvrir því að skip þeirra farist eiga ekki langra lífdaga auðið ef ekki berst hjálp stuttu eftir að slys verður. Víða á miðum við Norðvestur- og Norðurland er sjórinn um frostmark og jafnvel kaldari, þess vegna meðal annars er krafan um góða neyðarsenda. Rannsóknarnefnd sjó- slysa hefur gert tillögu um það til samgönguráðu- neytisins að slík tæki verði tekin í notkun, en þau hafa lengi verið notuð i gúmbátum flugvéla. Yfirbygging skipa Mikið hefur verið um breytingar á loðnuveiðiskipun- um að undanförnu og hefur það í mörgum tilfellum ahrif á stöðugleika skipanna. Það er þess vegna mikils um vert að stöðugleikaprófanir fari fram þegar breytingar eiga sér stað. en menn telja að í sumum tilfellum hafi legið við stórslysi eftir slíkar breytingar. Margt breytist við breyttar veiðiaðferðir, meðal annars er það svo að þegar búið er að byggja yfir skipin þá hefur ekki verið hækkuð brúin svo að yfirsýn hefur mjög skerst. I mörgum tilfellum er þetta svo alvarlegt að standa verður alveg á sérstökum stöðum i brúnni eigi menn að ^ja framfyrir skipið og geta allir séð hvað alvarlegt astand er við slíkar aðstæður. Við svona útbúnað verður ekki unað. það ber skylda til þess að úr svona augljósum 'anköntum verði bætt. Ekki dugar að ljúka umræðunni um yfirbyggingu shipa, án þess að minnst'sé á innréttingu efradekks. Það 'þrðist ekki vera gert ráð fyrir í mörgum tilfellum að yfirbygging sú sem gerð er á skipunum og er oft úr mun Þynnra efni en byrðingur geti fengið á sig gat, að minnsta kosti er á mörgum skipanna ekki þiljað með vatnsþéttum skilrúmum það rúm sem myndast hefur \ ið brevtinguna. Þetta verður að laga. Farist hefur til dæmis fyrir að halda vatnsþéttu skil- rúmi í stafni, eins og gert er undir neðra þilfari. Á síðustu árum hafa næturnar stækkað jafnt og þétt og er nú svo komið að þær ná uppfyrir skjólborð þau sem fyrir hendi eru, þarna þarf að gera úrbætur, svo menn detti ekki í sjóinn við nótadráttinn. Nokkur ágreiningur hefur orðið milli Siglingamála- stofnunarinnar og Rannsóknanefndar sjóslysa útaf til- lögum þeim sem gerðar voru af nefndarinnar hálfu, vonandi geta þessar stofnanir slíðrað sverðin og tekið upp umræðu um þær tillögur sem til úrbóta geta orðið. Skipbrunar Skipabrunar eiga sér stað enn sem fyrr. I flestum til- fellum magnast eldurinn með svo skjótum hætti að við ekkert er ráðið. Ekki liggur fyrir hvað valdið hefur í- kveikjunni og sjálfsagt erfitt fyrir áhöfnina að gera sér grein fyrir upptökum eldsins, hvað þá heldur Siglinga- málastofnunina. Mikilsvert er því að ávallt séu notuð þau bestu tæki til brunavarna sem kostur er á. Nú er komið á markaðinn brunavarnarefni, sem telja verður að valdi byltingu í þessum efnum og verður vonandi unnið að því að taka það í notkun þegar aðstæður eru orðnar þannig hér að hægt er að þjóna flotanum. Búnaður af því tagi sem um er að ræða er nú í nokkrum íslenskum skipum og á vonandi eftir að ryðja sér til rúms á skömmum tíma. Meðferð öryggistækja er eitt af því sem menn þurfa helst að kunna, kannski er of lítið að því gert um borð að hafa kynningu á þessum tækjum, en allir sjá hve það er mikils virði ef eldur kemur upp, þá getur það skipt sköpum, hvort áhöfnin er kunnug því hvar tækin eru stað- sett og þeim sé kunnugt um meðferð þeirra, svo er um öll þau tæki, sem um borð eru. Það hefur verið skorað á samgönguráðherra að hann hlutist til um að gerð verði kennslumynd um meðferð og notkun gúmbáta og myndin verið notuð í t.d. Stýrimannaskólanum. í sjónvarpi og við námskeiðahald þar sem kynnt eru hin ýmsu tæki, sem um borð í skipunum eru. Skiptapar af völdum leka Skiptapar eiga sér stundum stað í besta og blíðasta veðri og ekkert upplýsist um það, hver orsökin er fyrir hinum bráða leka sem að skipunum kemur. Menn velta þeirri spurningu fyrir sér hvort gleymst hafi að skoða þessi skip og þau hafi haffæriskírteini af vangá. í þessum tilfellum verða yfirleitt ekki mannskaðar, en þarna er eitthvað að, þó ekki gangi vel að spyrna við fótum í þessum efnum. Hef ég ekki séð skýringar á þessu fyrirbæri, og sú spurning læðist að manni, hvort það sé víst að þessir atburðir komi ekki fyrir nema í logni? ÆGIR — 25

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.