Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1979, Page 38

Ægir - 01.01.1979, Page 38
Slysin á reknetabátunum Síðari ár hafa alvarlegustu slysin orðið \ ið þorskaneta- drátt. Vonandi fækkar þessum slvsunt nú eftir að öll skip eiga að vera komin með stoppara við spilin. En Adam var ekki lengi í paradís, eins og þar stendur. Þegar hillir undir að linni hinum vofeiflegu slysum sem urðu við þorksaneta- drátt hefst nú baráttan við að verja þá rnenn slysum sem rek- netaveiðarnar stunda. Svo hryllileg slys hafa átt sér stað við þessar veiðar að þar er líku við að jafna og þegar hvað verst tókst til við þorskanetadráttinn. Sjómenn. takið höndum saman og leggist allir á eitt og látið ekki stórslys henda án þess að allt hafi verið gert til að forðast þau. Slysin á skuttogurunum Alvarlegustu slysin á skuttogurunum eiga sér stað við rennuna. Þau verða flest með þeim hætti að menn tekur út. Svo virðist að í flestum tilfellum hefði notkun öryggis- tækja þeirra sem fyrirskipað er að nota hefðu getað komið í veg fyrir þessi slys. Það er ekki nóg að fyrirskipa eitt og annað, ganga verður eftir að reglugerðum sé framfylgt, þá í fyrsta lagi að tækin séu til um borð og í öðru lagi að fylgt sé eftir með notkun þeirra. I.átum ekki slysin verða fyrir andvaraleysi. Ýmislegt, sem betur getur farið, meðlitlum tilkostnaði Mörg minniháttar slys um borð í fiskiskipunum verða með þeim hætti að menn detta á dekkinu og slasast sumir mikið en aðrir sleppa betur. Það hefur Rannsóknarnefndar sjóslysa að hvetja menn til þess að láta mála járndekk á skipum sínum með kvarts málningu. sem dregur mikið úr hálku og auðveldar mönnum alla vinnu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að í Reykjavík og öðrum þeim höfnum sem mikill flóðmunur er, þá er það vandkvæðum bundið oft á tíðum að komast um borð í skipin, þessi mál hafa verið rædd fram og aftur en ekki orðið úr framkvæmdum, þó er málið mjög alvarlegt og þarfnast skjótrar úrlausnar. Margar tillögur hafa komið fram um úrbætur en engin þeirra hefur náð fram að ganga og verða menn í lífs- hættu við að komast um borð í skipin þar til úr hefur verið bætt. Komin eru á markaðinn ný gerð endurskinsefna, þetta efni mætti kannski nota víðar en gert er, til dæmis á smábáta sem mikið er af á sumum grunnmiðum og siglingarleiðum. r Alyktanir 37. Fiskiþings Öryggismál Fiskiþing ítrekar fyrri samþykktir í örvggismálum og vill mæla með framkomnum tillögum fjórðungsþingánna tii 37. Fiskiþings. Fiskiþing mælir með samþykktum fjórðunganna um öryggismál, sem koma fram í eftirtöldum greinum: ..Fjórðungsþing Sunnlendinga vekur athygli 37. Fiski- þings á niðurstöðum rannsókna sjóslysanefndar á hæfni og útbúnaði gúmmíbjörgunarbáta, en með þeim hefur komið í ljós að verulegra úrbóta er þörf i þessum efnum og að gera þurfi útgerðaraðilum kleift með hag- stæðum lánum að endurnýja öryggisbúnað báta sinna, hvenær sem þörf krefur. Fjórðungsþing Sunnlendinga beinir þ\í til 37. Fiski- þings að alvarlegar athugasemdir verði gerðar við vörslu Garðskagavita, þar sem nú upp á síðkastið hefir komið fyrir að vitinn hefir orðið Ijóslaus þegar rafmagn hefir farið af veitulínunni, sent oft kemur fyrir. Við vitann eru tengd sjálfvirk öryggistæki til varnar því að vitinn verði ljóslaus þegar rafmagn bilar. en það skeður helst þegar illa viðrar. Teljum við því gæslu Garðskagavita mjög ábótavant, og mælumst til að úr verði bætt. áður en slys hljótast af. Einnig er því beint til Fiskiþings að lendingar og hafnarbætur komi inn á fjárlög ríkisins varðandi Gerða- vör.“ ,,38. Fjórðungsþing Fiskideildanna á Vestfjörðum skorar á stjórn Fiskifélags íslands að beita sér fvrir því. að Vita og hafnarmálastofnunin láti setja upp ljósbauju og radarspegil á Brestssker í ísafjarðardjúpi." ..Fjórðungsþing fiskideilda í Norlendingafjórðungi haldið á Akureyri 21. okt. 1978, samþykkir eftirfarandi: 1. Þar sem sýnt er að Kolbeinsey minnkar stöðugt, má ekki lengur dragast að eyjan verði lagfærð á þann hátt, að hún hætti að molna niður. Eftir þ\ í sem meira hverfur af eynni verður erfiðara að byggja hana upp. Hér er urn grunnlínupunkt að ræða og því mjög mikilvægan okkar fiskveiðilandhelgi. 2. Þingið ítrekar fyrri ályktanir um öryggismál smábáta og telur rétt að allir smábátar verði skoðunarskildir." 26 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.