Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1979, Blaðsíða 41

Ægir - 01.01.1979, Blaðsíða 41
ráðherra og ríkisstjórn. að beitt verði eftirfarandi að- gerðum: 1. Samningar við erlendar þjóðir. Þingið telur að nú þegar eigi. að segja upp öllum samningum um veiðiheimildir annarra þjóða í fiskveiði- landhelginni. Ennfremur ályktar þingið að nota beri heimild laga um 200 sjómílur milli .lan Mayen og íslands og að fyllstu hagsmuna íslands sé gætt á Rockall haf- svæðinu. 2. Veiðitakmarkanir á þorski. a) Hámarksafli: Á árinú 1979 skal hámarksafli þorsks takmarkast \ ið 280 þús. tonn. b) Togveiðar: Á tímabilinu 10. maí til 30. september má þorskur í hverjum þremur veiðiferðum togskipa eigi nema meiru en einum þriðja hluta aflans. Ef um frávik frá þessari reglu er að ræða. þá má þorskafli þó ekki verða hærra hlutfall fyrir tímabilið í heild. c) Veiðibann: Veiðitakmarkanir á þorski verði með sama hætti um páska og var á síðasta ári. 3. Humarveiðar. Það ástand virðist vera að skapast á humarveiðum. að hlutur smáhumars fari vaxandi ár frá ári. Þingið telur þ\í rétt að auka eftirlit með veiðunum t.d. með því að hafa eftirlitsmenn í bátum og hafi þeir vald til að loka svæðunr fyrirvaralaust um tiltekinn tima. ef um óeðli- lega mikinn smáhumar er að ræða. Þingið telur að þetta sé eina leiðin til að koma í veg fyrir að þeir atburðir endurtaki sig er áttu sér stað s.l. sumar þegar óhemju magni af smáhumri var mokað i sjóinn með ófyrirsjáan- legunr afleiðingum varðandi framhald þessara veiða. Þingið telur að einnig komi til greina að veiða ákveðið magn á hverju veiðisvæði og loka því síðan. 4. Rækjuveiðar. Þingið telur að leggja beri aukna áherslu á leit að rækjumiðum og tilraunir með veiðar á úthafsrækju og vill ' því sambandi m.a. benda á rækjuleit á djúpslóð undan Suðurlandi." Miðlun hráefnis milli vinnslu- stöðva 37. Fiskiþi ng felur stjórn Fiskifélagsins að kanna með hvaða hætti mætti stofna til upplýsingamiðstöðvar sem annast gæti fyrirgreiðslu við dreifingu hráefnis meðal vtnnsluaðila. þegar hráefnisframboð er umfram afkasta- getu á tilteknum stað eða svæði. í þessu skyni skal stjornin leita samstarfs við fulltrúa útgerðar, sjómanna °g vinnsluaðila um nánari framkvæmd og skipulag slíkrar upplýsingaþjónustu. Stefnt skal að því að niður- stöður liggi fyrir sem fvrst og eigi síðar en I. maí 1979. Fiskiþing telur að með þessum aðgerðum og verulegum endurbótum í vegagerð á milli staða sem eru afskiptir í samgöngum og m.a. þar af leiðandi eiga við hráefnis- skort að stríða, megi bæta hlut þeirra. án þess að stofna til ríkisútgerðar togara, sem þingið teiur varhugaverða. Flutningur hráefnis 37. Fiskiþing beinir til Alþingis og ríkisstjórnar. að eins fljótt og kostur er verði gerðar vegabætur milli útgerðar- og vinnslustaða, þar sem öruggar samgöngur eru mikih ægur þáttur þeirrar viðleitni að samhæfa veiðar og \ innslu og að tryggja vinnslu fiskafla eins fljótt eftir löndun og frekast má verða. Tillögur til stjórnar Fiskifélags íslands 37. Fiskiþing samþykkir að vísa eftirfarandi tillögum til athugunar og aðgerða stjórnar Fiskifélagsins: a) Frá fiskdeild Austfirðinga: 1. Tillögum um hvenær síldveiðar hefjist að hausti, verðlagningu úrgangssíldar í bræðslu og gæðamati á síld. 2. Tillögu um aukið eftirlit með veiðum í ýmis veiðar- færi. þar sem mikil hætta er talin vera á óhóflegu seiðadrápi. 3. Tillögu um bann við sandsílaveiðum. 4. Tillögu um nýtingu kolastofnsins og möskvastærð í dragnót. 5. Tillögu um grásleppuveiðar. b) Frá fiskideild Sunnlendinga: 1. Tillögu um fjölgun eftirlitsmanna sjávarútvegs- ráðuneytisins um borð í fiskiskipum og að þetta eftir- lit nái til fleiri veiða. t.d. spærlings- og humarveiða. 2. Tillögu er varðar endurskoðun ákvæða um dýptar- mörk spærlingsveiða. 3. Tillögu um að það friðunarsvæði á Selvogsbanka sem nefnt er ..Frímerkið" verði óbreytt, en togveiðar verði bannaðar utan þess allt út á fiskveiðiland- helgismörk. 4. Tillögu um að togveiðar verði bannaðar frá ára- mótum til 15. maí á svæði frá 22. lengdarbaug að Þjórsárósum. 10 mílur frá landi, enda er slíkt bann forsenda þess að línuveiðar megi stunda með árangri á þessu svæði. 5. Tillögu um að tekin verði upp kvótaskipting milli báta á reknetum. Þá verði einnig tekið til athugunar hvort ekki ætti að breyta núverandi ákvæðum um kvótaskiptingu herpinótaveiða og fyrirkomulagi þeirra veiða. ÆGIR — 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.